Fréttir

Jim Boumelha

Átök innan IFJ

Mikil óánægja og kurr er nú kominn upp innan Alþjóða blaðamannasambandsins IFJ, og hafa tvö þýsk  félög blaðamanna fengið lögmenn til að rannsaka fyrir sig hugsanlegt kosningasvindl í samtökunum, en kanadískt félag  sagði sig úr sambandinu fyrr á árinu. Félag frá Uruquay sagði sig síðan úr sambandinu nú í september og Blaðamannafélag Noregs mun taka ákvörðun nú í lok mánaðarins um hvort það segir sig úr sambandinu líka. Mikil óánægja og gagnrýni hefur komið fram á foseta samtakanna, Jim Boumelha, frá blaðamannafélögum á Norðurlöndum og segir t.d. Thomas Spence formaður Blaðamannafélags Noregs að samtökin séu ógagnsæ og hindri aðgang að mikilvægum skjölum og upplýsingum. Það sé komið eitur inn í kerfið, misklíð einkenni bæði samskipti milli einstaklinga og landa. Fjallað er um málið á vef danska Blaðamannsins: Sjá umfjöllun hér
Lesa meira
EFJ skorar á Evrópuþingið að tryggja rétt blaðamanna

EFJ skorar á Evrópuþingið að tryggja rétt blaðamanna

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) í félagi við fleiri samtök blaðamanna í Evrópu hefur sent Evrópuþinginu (þingi ESB) erindi þar sem áhyggjum er lýst af því að í endurskoðun á löggjöf um persónuvernd innan ESB sé ekki lengur ákvæði sem veiti blaðamönnum mikilvægar undantekningar varðandi aðgang að upplýsingum. Með því að taka í burtu þessar heimildir fullyrðir EFJ og samstarfssamtök þeirra að blaðamönnum verði gert ómögulegt að vernda heimildarmenn sína og sinna lýðræðislegu aðhaldshlutverki sínu. Evrópulþingið sem um þessar mundir situr í Strassborg, mun greiða atkvæði um endurskoðunina í næstu viku. Sjá einnig hér
Lesa meira
Hús Mannréttindadómstólsins í Strassborg

Netfréttamiðill ábyrgur fyrir ummælum í athugasemdakerfi

Vilhjálmur H Vilhjálmsson vekur athygli á því í pistli á heimasíðu sinni í gær að samkvæmt nýlegum dómi Mannréttindadómtóls Evrópu (MDE) samrýmist það tjáningarfrelsisákvæði 10. gr. mannréttindasáttmála Evrópu (MSE) að netfréttamiðill sé dæmdur ábyrgur fyrir meiðandi ummælum lesenda í athugasemdakerfi netfréttamiðilsins. Sjá umfjöllun Vilhjálms hér Sjá dóminn hér
Lesa meira
Ricardo Gutiérrez

Vill fjölbreytni í fjölmiðlana

Ricardo Gutiérrez, framkvæmdastjóri Evrópusambands blaðamanna (EFJ), sagði í ræðu á ráðstefnu um fjölmiðla sem Evrópusambandið stóð fyrir í upphafi vikunnar, að eigendur og stjórnendur fjölmiðlafyrirtækja yrðu að fjárfesta í fjölbreytni í þjálfun blaðamanna og að ráð inn á ritstjórnir blaðamenn sem sem fjölbreyttastan bakgrunn. „Fjölmiðlar endurspegla ekki lengur vaxandi fjölbreytni samfélagsins. Fyrir blaðamenn, sem eiga að upplýsa og tjá fjölbreytni í allri sinni breidd, þá er það siðferðileg skylda að segja frá margbreytileikanum án fordóma gagnvart uppruna, kyni, trúarbrögðun eða einhverjum líkamlegum einkennum. Stjórnendur fjölmiðlafyrirtækja, sem standa iðulega frammi fyrir minnkandi lestri og/eða áhorfi, hljóta að gera sér grein fyrir því að það er efnahagslega hagkvæmt fyrir þá að endurspegla fjölbreytnina. Fjölmiðlar hafa ekki lengur efni á því að hunsa tiltekna hluta samfélagsins.“ Sjá einnig hér
Lesa meira
Vilja Sþ til hjálpar blaðamönum í Sýrlandi

Vilja Sþ til hjálpar blaðamönum í Sýrlandi

Tvö blaðamannafélög í Frakklandi, sem bæði eru meðlimið í Alþjóðasamband blaðamanna, IFJ, kölluðu eftir því fyrir helgina að Sameinuðu þjóðirnar „gripu til allra ráða sem þau hafa til að fá fjóra franska blaðamenn sem eru í haldi í Sýrlandi látna lausa“. Félögin, SNJ og SNJ-CGT, hafa krafist þess að Ban Ki Moon aðalritari Sþ framfylgi sáttmála Sameinuðu þjóðanna um vernd blaðamanna og ap endir verði buninn á refsileysi þeirra sem brjóta gegn þeim. Sjá einnig hér
Lesa meira
Bygging ERT3 þakin í kröfuspjöldum

EFJ styður gríska fréttamenn á ERT3

 Að frumkvæði Blaðamannafélags Belgíu hefur nú hópur blaðamanna úr Evrópusambandi blaðamanna(EFJ) farið til Grikklands og lýst stuðningi sínum við gríska fréttamenn á Ríkisútvarpi Grikklands ERT3, sem haldið hafa úti almannaútvarpi um nokkurt skeið þrátt fyrir ákvörðun stjórnvalda um að loka rásinni í sparnaðarskyni vegna alþjóðlegra krafna um aðhald í kjölfar fjármálakreppu. Þing Laga og almannaútvarpsdeilda Evrópusambands útvarpsstöðva (EBU) verður haldið í Aþenu á morgun og á föstudag og telja menn það kjörinn vettvang til að koma mótmælum og stuðningsyfirlýsingum við kollega á ERT3 á framfæri. Sjá einnig hér
Lesa meira
Öfgahreyfing Gullnar dögunar hefur náð talsverðu fylgi í Grikklandi einkum meðal ungs fólks.

Fordæma ógnanir Gullnar dögunar í Grikklandi

 Bæði Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) og Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hafa fordæmt ógnanir og hótanir sem blaðamenn sem eru að skrifa um hægri öfgaflokkinn „Gullin dögun“ í Grikklandi hafa orðið fyrir. Samtökin lýsa fullum stuðningi við þá félag sem órauðir halda áfram að birta og opinbera upplýsingar um samtökin og fjalla um morðið á hipp hopp tónlistarmanni þann 18. september síðast liðinn þrátt fyrir hótanir um obeldi. Samkvæmt upplýsingum frá Blaðamannafélagi dagblaða í Aþenu, JUADN, hafa blaðamenn fengið hótanir og orðið fyrir árásum frá þingmönnum og forustumönnum „Gullnar dögunar.“ Sjá einnig hér
Lesa meira
Danir taka sýrlenska blaðamenn inn í Blaðamannafélagið

Danir taka sýrlenska blaðamenn inn í Blaðamannafélagið

Blaðamannafélag Danmerkur (DJ) hefur tekið 30 sýrlenska blaðamenn inn sem meðlimi í Blaðamannafélaginu. „Þessir blaðamenn eru allir teknir inn sem sérstakur hópur sem við viljum lýsa stuðningi við. Þeir munu ekki þurfa að borga félagsgjöld til DJ, en þeir munu heldur ekki fá fréttabréf eða ráðgjöf frá félaginu,“ segir Eva Jakobsen. Hún bendir á að þessi stuðningur muni ekki koma niður á þjónustu við starfandi blaðamenn í Danmörku, en hins vegar veiti þetta sýrlensku blaðamönnunum mikið hagræði þar sem þá geta þeir fengið alþjóðleg blaðamannaskýrteini sem auðveldi þeim alla vinnu. Blaðamennirnir frá Sýrlandi starfa allir við útlæga útvarpsstöð sem er óháð deiluaðilum í landinu og senda þeir út frá París í gegnum gervihnött og netið.Sjá einnig hér
Lesa meira
Stefanus Teguh Edi Pramono blaðamaður við Tempo fjölmiðlasamsteypuna

Vettvangsblaðamennskuverðlaun

Um allan heim eru blaðamenn að vinna hættulega en um leið vandaða vinnu í nafni faglegrar blaðamennsku. Stefanus Teguh Edi Pramono blaðamaður við Tempo fjölmiðlasamsteypuna í Indónesíu er handhafi verðlauna fyrir vettvangsblaðamennsku sem Agence France-Presse veita og eru kennd við blaðamanninn Kate Webb. Verðlaunin fær hann fyrir dekkun sína á afleiðingum stríðsins í Sýrlandi og fyrir rannsóknarblaðamennsku á fíkniefnaviðskiptum í Jakarta. „ Ekki einvörðungu eru þessi verðlaun það sem ég er stoltastur af á mínum ferli heldur hvetja þau mig líka til að líkjast sem mest Kate Webb sem var harðskeyttur blaðamaður sem vann ótrúleg afrek,“ segir Stefanus. Sjá meira hér
Lesa meira
Kjersti Løken Stavrum, framkdæmdastjóri Blaðamannafélags Noregs

Blaðamenn settir í erfiða stöðu

Framkvæmdstjóri Blaðamannafélagsins í Noregi, Kjersti Løken Stavrum, hefur vakið máls á áhugaverðu máli sem varðar þá stöðu sem blaðamenn lenda iðulega í, bæði þar í landi, hér á Íslandi og víðar. Þetta er það þegar blaðamenn eru beðnir að vinna fréttir upp úr lesendakönnunum um útbreiðslu eign blaðs eða miðils. Bendir framkvæmdastjórinn á að með þessu séu blaðamenn settir í mjög erfiða stöðu. Hún hefur fullan skilning á að blöðin eða ýutgáfufyrirtækin vilji túlka og segja frá lesendakönnunum á þann veg að það líti sem best út fyrir viðkomandi miðil eða útgáfu enda sé það vísbending um hvernig gengur í rekstrinum. Hins vegar sé staðreyndin sú að þessar fréttir séu settar fram eins og aðrar unnar og óháðar fréttir og jafnvel með nafni viðkomandi blaðamanns (byline). Bendir Kjersti Løken Stavrum á að í raun sé mun eðlilegra að þessar upplýsingar séu þá skrifaðar af ritstjóranum sjálfum eða útgáfustjóra en ekki blaðamanni. Sjá einnig hér
Lesa meira