Blaðamenn settir í erfiða stöðu

Kjersti Løken Stavrum, framkdæmdastjóri Blaðamannafélags Noregs
Kjersti Løken Stavrum, framkdæmdastjóri Blaðamannafélags Noregs

Framkvæmdstjóri Blaðamannafélagsins í Noregi, Kjersti Løken Stavrum, hefur vakið máls á áhugaverðu máli sem varðar þá stöðu sem blaðamenn lenda iðulega í, bæði þar í landi, hér á Íslandi og víðar. Þetta er það þegar blaðamenn eru beðnir að vinna fréttir upp úr lesendakönnunum um útbreiðslu eign blaðs eða miðils. Bendir framkvæmdastjórinn á að með þessu séu blaðamenn settir í mjög erfiða stöðu. Hún hefur fullan skilning á að blöðin eða ýutgáfufyrirtækin vilji túlka og segja frá lesendakönnunum á þann veg að það líti sem best út fyrir viðkomandi miðil eða útgáfu enda sé það vísbending um hvernig gengur í rekstrinum. Hins vegar sé staðreyndin sú að þessar fréttir séu settar fram eins og aðrar unnar og óháðar fréttir og jafnvel með nafni viðkomandi blaðamanns (byline). Bendir Kjersti Løken Stavrum á að í raun sé mun eðlilegra að þessar upplýsingar séu þá skrifaðar af ritstjóranum sjálfum eða útgáfustjóra en ekki blaðamanni.
Sjá einnig hér