EFJ styður gríska fréttamenn á ERT3

Bygging ERT3 þakin í kröfuspjöldum
Bygging ERT3 þakin í kröfuspjöldum

 Að frumkvæði Blaðamannafélags Belgíu hefur nú hópur blaðamanna úr Evrópusambandi blaðamanna(EFJ) farið til Grikklands og lýst stuðningi sínum við gríska fréttamenn á Ríkisútvarpi Grikklands ERT3, sem haldið hafa úti almannaútvarpi um nokkurt skeið þrátt fyrir ákvörðun stjórnvalda um að loka rásinni í sparnaðarskyni vegna alþjóðlegra krafna um aðhald í kjölfar fjármálakreppu. Þing Laga og almannaútvarpsdeilda Evrópusambands útvarpsstöðva (EBU) verður haldið í Aþenu á morgun og á föstudag og telja menn það kjörinn vettvang til að koma mótmælum og stuðningsyfirlýsingum við kollega á ERT3 á framfæri.

Sjá einnig hér