Fordæma ógnanir Gullnar dögunar í Grikklandi

Öfgahreyfing Gullnar dögunar hefur náð talsverðu fylgi í Grikklandi einkum meðal ungs fólks.
Öfgahreyfing Gullnar dögunar hefur náð talsverðu fylgi í Grikklandi einkum meðal ungs fólks.

 Bæði Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) og Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hafa fordæmt ógnanir og hótanir sem blaðamenn sem eru að skrifa um hægri öfgaflokkinn „Gullin dögun“ í Grikklandi hafa orðið fyrir. Samtökin lýsa fullum stuðningi við þá félag sem órauðir halda áfram að birta og opinbera upplýsingar um samtökin og fjalla um morðið á hipp hopp tónlistarmanni þann 18. september síðast liðinn þrátt fyrir hótanir um obeldi. Samkvæmt upplýsingum frá Blaðamannafélagi dagblaða í Aþenu, JUADN, hafa blaðamenn fengið hótanir og orðið fyrir árásum frá þingmönnum og forustumönnum „Gullnar dögunar.“

Sjá einnig hér