EFJ skorar á Evrópuþingið að tryggja rétt blaðamanna

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) í félagi við fleiri samtök blaðamanna í Evrópu hefur sent Evrópuþinginu (þingi ESB) erindi þar sem áhyggjum er lýst af því að í endurskoðun á löggjöf um persónuvernd innan ESB sé ekki lengur ákvæði sem veiti blaðamönnum mikilvægar undantekningar varðandi aðgang að upplýsingum. Með því að taka í burtu þessar heimildir fullyrðir EFJ og samstarfssamtök þeirra að blaðamönnum verði gert ómögulegt að vernda heimildarmenn sína og sinna lýðræðislegu aðhaldshlutverki sínu. Evrópulþingið sem um þessar mundir situr í Strassborg, mun greiða atkvæði um endurskoðunina í næstu viku.

Sjá einnig hér