Vill fjölbreytni í fjölmiðlana

Ricardo Gutiérrez
Ricardo Gutiérrez

Ricardo Gutiérrez, framkvæmdastjóri Evrópusambands blaðamanna (EFJ), sagði í ræðu á ráðstefnu um fjölmiðla sem Evrópusambandið stóð fyrir í upphafi vikunnar, að eigendur og stjórnendur fjölmiðlafyrirtækja yrðu að fjárfesta í fjölbreytni í þjálfun blaðamanna og að ráð inn á ritstjórnir blaðamenn sem sem fjölbreyttastan bakgrunn.

„Fjölmiðlar endurspegla ekki lengur vaxandi fjölbreytni samfélagsins. Fyrir blaðamenn, sem eiga að upplýsa og tjá fjölbreytni í allri sinni breidd, þá er það siðferðileg skylda að segja frá margbreytileikanum án fordóma gagnvart uppruna, kyni, trúarbrögðun eða einhverjum líkamlegum einkennum. Stjórnendur fjölmiðlafyrirtækja, sem standa iðulega frammi fyrir minnkandi lestri og/eða áhorfi, hljóta að gera sér grein fyrir því að það er efnahagslega hagkvæmt fyrir þá að endurspegla fjölbreytnina. Fjölmiðlar hafa ekki lengur efni á því að hunsa tiltekna hluta samfélagsins.“

Sjá einnig hér