Átök innan IFJ

Jim Boumelha
Jim Boumelha

Mikil óánægja og kurr er nú kominn upp innan Alþjóða blaðamannasambandsins IFJ, og hafa tvö þýsk  félög blaðamanna fengið lögmenn til að rannsaka fyrir sig hugsanlegt kosningasvindl í samtökunum, en kanadískt félag  sagði sig úr sambandinu fyrr á árinu. Félag frá Uruquay sagði sig síðan úr sambandinu nú í september og Blaðamannafélag Noregs mun taka ákvörðun nú í lok mánaðarins um hvort það segir sig úr sambandinu líka. Mikil óánægja og gagnrýni hefur komið fram á foseta samtakanna, Jim Boumelha, frá blaðamannafélögum á Norðurlöndum og segir t.d. Thomas Spence formaður Blaðamannafélags Noregs að samtökin séu ógagnsæ og hindri aðgang að mikilvægum skjölum og upplýsingum. Það sé komið eitur inn í kerfið, misklíð einkenni bæði samskipti milli einstaklinga og landa. Fjallað er um málið á vef danska Blaðamannsins:

Sjá umfjöllun hér