Fréttir

Arne Krumsvik

Noregur: Efni frá neytendum fær stöðugt minna vægi á netfréttamiðlum

Í nýrri samantektarskýrslu  Samands norskra netfréttamiðla kemur fram að veffréttamiðlar eru í vaxandi mæli að leggja áherslu á „hefðbundið“ ritstjórnarefni, þ.e. efni sem unnið er  undir formerkjum blaðamennsku. Efni frá notendum hins vegar, s.s. blogg, myndir og athugasemdadálkar, er sífellt að minnka í mikilvægi.  Samkvæmt skýrsluhöfundinum, Arne Krumsvik, prófessor við fjölmiðladeild í  fagháskólans í Ósló, hefur sú tilhneiging fest sig í sessi að netmiðlar reiði sig í stöðugt  minna mæli á efni frá notendum og allir  þessir miðlar ritstýra betur því sem birt er. Efni af því tagi sem kemur frá notendum  hefur flust að mestu leyti yfir á samfélagsmiðlana. Krumsvik bendir á að kenningar sem þóttu framsæknar fyrir nokkrum árum þess efnis að ritstýrt efni og óritstýrt væri að renna saman og fjölmiðlaneytendur væru að verða sem á ensku kallaðist „prosumers“ (producer + consumer) eða hvoru tveggja í senn neytendur og framleiðendur ritstjórnarefnis, væri einfaldlega ekki að ganga eftir.  Sjá meira hér  
Lesa meira
EFJ: Lækkun virðisauka nýtist ritstjórnarefni á netinu

EFJ: Lækkun virðisauka nýtist ritstjórnarefni á netinu

Á nýlegum fundi fulltrúa úr framkvæmdastjórn Evrópusambands blaðamanna (EFJ) og Evrópusamtaka blaðaútgefenda (ENPA)   kom fram að blaðamenn og útgefendur gætu átt sameiginlegara hagsmuna að gæta varðandi breyttar reglur um útgáfu blaða og fjölmiðla almennt.  Blaðamenn hafa verið að benda á að aðhalds og hagræðingaraðgerðir í fjölmiðlum sé farið að  bitna á gæðum blaðamennskunnar á meðan útgefendur draga slíkt í efa en benda á að umhverfi fjölmiðlarekstrar sé sífellt að verða erfiðara. ENPA hefur í því sambandi verið að benda á að brýnt sé að fá viðrisaukaskatt á fjölmiðla lækkaðan og óskaði eftir fulltingin EFJ og annarra blaðamannasambata við slíka kröfu á fundinum á dögunum. EFJ  telur að slíkur stuðningur og sameiginleg krafa komi mjög sterklega til greina að því gefnu að sá ávinningur sem náist með lækkuðum virðisaukaskatti verði nýttur til að búa til ritstjórnarefni, ekki síst efni sem geti verið á stafrænu formi fyrir netið.  Sjá einnig hér  
Lesa meira
EFJ hyggst ræða hlutverk fagfélaga

EFJ hyggst ræða hlutverk fagfélaga

Aðalfundur Evrópusambands blaðamanna verður haldinn í Budva í Svartfjallalandi þann  1-2 júní næstkomandi.  Gestgjafi verður aðildarfélag EFJ, Fjölmiðlasamband Svartfjallalands.   Viðfangsefnið á þessum aðalfundi verður umræða um hlutverk og möguleika blaðamannafélaga og er yfirskrift fundarins: „Styrkari starfsréttindi fyrir blaðamenn:  aukinn styrkur fagfélaga á tímum breytinga.“   Þá hefur verið skipulagður  á mánudagskvöldinu sérstakur viðburður þar sem rætt verður ástandið milli Úkraínu og Rússlands. Sjá bráðabirgðadagskrá hér   
Lesa meira
Úrskurður siðanefndar í

Úrskurður siðanefndar í "Grímseyjarmáli"

Siðanefnd BÍ hefur úrskurðað í máli nr. 2 fyrir starfsárið 2014-2015, en það er svokallað „Grímseyjarmál“  sem er umfjöllun Akureyrar vikublaðs  frá því í vetur.  Siðanefnd úrskurðar að blaðið hafi ekki brotið siðareglur í þeim atriðum sem nefndin tekur afstöðu til. Úrskurðurinn er ítarlegur hann má sjá í heild sinni á siðavefnum hér á vefnum.
Lesa meira
Fréttirnar á ferðinni

Fréttirnar á ferðinni

 Segja má að í Bandaríkjunum hafi fréttaneytendur netfrétta verið á ferðinni  í ársbyrjun þessa árs, samkvæmt niðurstöðum PEW rannsóknarstofnunarinnar um Stöðu fréttamiðla 2015 (State of the News Media 2015).  Þá voru heimsóknir á 39 af 50 stærstu fréttasíðum landsins að meirihluta frá snjallsímum og öðrum slíkum tækjum en ekki frá borðtölvum.  Hins vegar dvöldu fleiri þeirra sem skoðuðu netfréttir  úr borðtölvu mun lengur á  um 25 þessara 50 fréttasíðna, en þeir sem heimsóttu  síðurnar úr snjallsímum eða slíkum tækjum.  Á tíu þessara síðna voru farsímanotendur lengur inni á síðunni en borðtölvunotendur og a 15 síðum voru báðar þessar tegundir notenda álíka lengi inni á síðunum. Í samræmi við vaxandi notkun á ýmis konar snjalltækjum hefur notkun á samfélagsmiðlum aukist mikið varðandi fréttir og þróunin er í raun komin á nýtt stig.  Þannig sýna tölur rannsóknarinnar að á árinu 2014 sé svo komið að um helmingur fullorðinna netverja fái fréttir af stjórnmálum og stjórnvöldum í gegnum samfélagsmiðilinn Facebook, en það þýðir að fréttamatið sem stýrir fréttadagskrá þessa hóps er komið frá „Facebook-vinum“ eða af   síunarvélum samfélagsmiðlanna, svokölluðum „algoriðmum“ (algorithms). Sjá meira um könnunina hér  
Lesa meira
Norskir blaðamenn bera traust til fjölmiðla

Norskir blaðamenn bera traust til fjölmiðla

Um helmingur norskra blaðamanna ber mikið traust til fjölmiðla þar í landi og ef teknir eru saman þeir blaðamenn sem hafa nokkuð traust og mikið traust þá kemur í ljós að um 95% blaðamanna ber traust til fjölmiðlanna.  Þetta er meðal þess sem fram kemur í Fjölmiðlakönnun 2015 sem kynt var á dögunum og byggir á svörum frá 738 blaðamönnum. Þegar blaðamenn eru spurðir um hvaða fjölmiðlagáttir þeir nýta sér mest og þjóni best áhuga þeirra og þörfum kemur í ljóa að  flestir segja að prentmiðlar eða um 37% en fast á eftir koma netmiðlar með 33% blaðamanna sem nefna þá og þá ljósvakamiðlar en 25% nefna þá. Sjá meira hér  
Lesa meira
Námskeið um rannsóknarblaðamennsku

Námskeið um rannsóknarblaðamennsku

  Íslenskum blaðamönnum stendur nú til boða að taka þátt í “Matsterclass” um rannsóknarblaðamennsku, sem boðinn er af Norræna blaðamannaskólanum  í Árósum og Network, en námskeiðið er sérstaklega stílað upp á blaðamenn frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum.  Lögð er áherala á aðferðir og vinnubrögð í rannsóknarblaðamennsku og hvernig hægt er að tengjast sívaxandi tengslaneti rannsóknarblaðamanna. Námskeiðið mun fara fram um mánaðarmótin ágúst/september í Reykjavík en seinni hluti þess verður í október í Lillehammer í Noregi.  Félagar í BÍ eru minntir á möguleika sem þeir hafa  á að sækja um styrki fyrir hluta af kostnaði í Endurmenntunarsjóð.  Sjá meira um málið hér   
Lesa meira
Heimildamynd um stöðu blaðamanna í Tyrklandi

Heimildamynd um stöðu blaðamanna í Tyrklandi

 Athyglisverð  um 40 mínútna heimildamynd um vinnuaðstæður og starfsskilyrði blaðamanna í Tyrklandi hefur nú verið frumsýnd. Myndin, sem gerð var af leikstjóranum Tuluhan Tekelio?u og studd af Átaki um sjálfstæða blaðamennsku (P24) sýnir hvernig allir blaðamenn, frá óbreyttum fréttaritara til stjörnublaðamanna búa við þrýsting og áreiti, pólitíska afskiptasemi og vaxandi sjálfs-ritskoðun og yfirvofandi starfsmissi ef þeir dekka viðkvæm málefni. Myndina má sjá hér  
Lesa meira
Frá vinstri: Sergey Tomilenko,  starfandi formaður Blaðamannafélags Úkraínu, Mogens Blicher Bjerregå…

Alþjóðadagur fjölmiðlafrelsis: Samvinna yfir landamæri

Alþjóðlegur dagur fjölmiðlafrelsis var haldinn hátíðlegur víða um heim í gær, 4. maí og að undirlagi Evrópusambands blaðamanna og blaðamannafélaga í Rússlandi og Úkraínu  var haldið málþing í Stokkhólmi til að draga fram og beina athyglinni að samstarfi og samvinnu blaðamanna í þessum tveimur löndum. Öryggis og samvinnustöfun Evrópu var einnig bakhjarl málþingsins. Formleg samvinna milli blaðamannafélaga í þessum tveimur löndum er nokkurra ára og í evrópsku samhengi þykir mikilvægt að draga athyglina að því að blaðamenn og blaðamennska upphefur landamæri.Sjá umfjöllun hér  
Lesa meira
Orlofsuppbót 2015

Orlofsuppbót 2015

Að gefnu tilefni er það ítrekað hér að orlofsuppbótin sem greiðast á í sumar er 39.500 krónur.  Þessa uppbót ber að greiða samkvæmt kjarasamningum blaðamanna. þann 1. júlí  og ekki síðar en 15. júlí.  
Lesa meira