Noregur: Efni frá neytendum fær stöðugt minna vægi á netfréttamiðlum

Arne Krumsvik
Arne Krumsvik

Í nýrri samantektarskýrslu  Samands norskra netfréttamiðla kemur fram að veffréttamiðlar eru í vaxandi mæli að leggja áherslu á „hefðbundið“ ritstjórnarefni, þ.e. efni sem unnið er  undir formerkjum blaðamennsku. Efni frá notendum hins vegar, s.s. blogg, myndir og athugasemdadálkar, er sífellt að minnka í mikilvægi.  Samkvæmt skýrsluhöfundinum, Arne Krumsvik, prófessor við fjölmiðladeild í  fagháskólans í Ósló, hefur sú tilhneiging fest sig í sessi að netmiðlar reiði sig í stöðugt  minna mæli á efni frá notendum og allir  þessir miðlar ritstýra betur því sem birt er. Efni af því tagi sem kemur frá notendum  hefur flust að mestu leyti yfir á samfélagsmiðlana. Krumsvik bendir á að kenningar sem þóttu framsæknar fyrir nokkrum árum þess efnis að ritstýrt efni og óritstýrt væri að renna saman og fjölmiðlaneytendur væru að verða sem á ensku kallaðist „prosumers“ (producer + consumer) eða hvoru tveggja í senn neytendur og framleiðendur ritstjórnarefnis, væri einfaldlega ekki að ganga eftir. 
 Sjá meira hér