Fréttir

EFJ: Fordæmir ákæru fyrir að birta Lúxemorgar-lekagögn

EFJ: Fordæmir ákæru fyrir að birta Lúxemorgar-lekagögn

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hefur fordæmt ákvörðun stjórnvalda í Lúxemborg að ákæra franska blaðamanninn Édouard Perrin fyrir að birta trúnaðarupplýsingar frá endurskoðunarfyrirtækinu PricewaterhouseCooper (PwC) um skattasamninga sem fjölþjóðafyrirtæki gerðu þar í landi, upplýsingar sem þekktar eru undir nafninu „Luxleaks“.  Málið er mjög sérstakt og minnir á umkvartanir  og umræðu hér á landi árið 2009 þegar Fjármálaeftirlitið sendi saksóknara mál fimm blaðamanna á þeirri forsendu að þeim væri óheimilt að birta upplýsingar úr lánabók Kaupþings sem lekið hafði til þeirra.  Samkvæmt ákærunni á hendur Perrin er honum gefið að sök að hafa verið meðhöfundur ef ekki vitorðsmaður í leka frá fyrrum starfsmönnum PwC.   Ricardo Gutierrez framkvæmdastjóri EFJ segir það skammarlegt að stjórnvöld í Luxemborg skulu elta uppi blaðamann fyrir að gera skyldu sína sem sé að birta upplýsingar sem þjóni almannahagsmunum. Sjá einnig hér
Lesa meira
Aðalfundur BÍ: Kjaraviðræður komnar til sáttasemjara

Aðalfundur BÍ: Kjaraviðræður komnar til sáttasemjara

 Blaðamannafélagið hefur vísað kjaradeilu sinni við SA  til ríkissáttasemjara og hefur þegar verið haldinn einn fundur þar sem kröfugerð var kynnt. Þetta kom fram í máli Hjálmars Jónssonar formanns Blaðamannafélagsins á aðalfundi BÍ sem haldinn var í nýuppgerðum húsakynnum félagsins að Síðumúla 23 í gærkvöldi. Hjálmar  sagði ljóst að blaðamenn myndu gera kröfu um kauphækkanir til jafns við þá hópa sem verið hafa að semja á umliðnum vikum og mánuðum en auk þess yrði endurskoðun vaktakerfis og vaktaálags áherslumál.  Formaður BÍ kynnti miklar breytingar sem gerðar hafa verið á húsakynnum félagsins en félagið á nú alla þriðju hæðina í húsinu og þar er nú kominn mjög glæsilegur funda- og veislusalur auk þess sem aðgegni fyrir fatlaða hefur verið stórbætt í húsinu almennt og lyfta komin í stigaganginn. Tilkynnti formaður að nýju húsakynninn yrðu formlega tekin í notkun við hátíðlega athöfn í haust þegar öllum framkvæmdum verður lokið. Fundarmenn gerðu góðan róm að þessum breytingum og töldu að vel hefði til tekist. Hjálmar var einn í framboði til formann og var því sjálfkjörinn, en nýjar inn í stjórn félagsins komu þær Ragnhildur Aðalsteinsdóttir og Ingveldur Geirsdóttir, sem báðar höfðu verið í varastjórn. Í varastjórn komu inn nýir þeir Björn Jóhann Björnsson  og Jóhann Hlíðar Harðarson. Katrín Rut Bessadóttir kemur ný inn í samningaráð og Arndís Þorgeirsdóttir kemur inn í dómnefnd blaðamannaverðlauna í stað Örnu Schram sem hættir.    Hér má sjá  uppfærðan lista yfir nefndaskipan og trúnaðarmenn félagsins.  
Lesa meira
Hjálmar Jónsson

Aðalfundur á miðvikudagskvöld: Hjálmar einn í framboði

Hjálmar Jónsson, formaður Blaðamannafélagsins er einn í framboði til formanns á aðalfundi félagsins sem haldinn verður nú á miðvikudaginn, 22. apríl í Síðumúla 23 kl 20:00.  Samkvæmt lögum þarf tilkynning um framboð til formanns að berast tveimur vikum fyrir aðalfund og samkvæmt upplýsingum frá skrifstofunni hefur Hjálmar einn gefið kost á sér. Hann mun því verða sjálfkjörinn á fundinum. Félagar í BÍ eru hvattir til að mælta á aðalfundinn en þar munu venjuleg aðalfundarstörf verða a´dagskrá.  
Lesa meira
Aðalfundur Blaðamannafélagsins

Aðalfundur Blaðamannafélagsins

Aðalfundur Blaðamannafélagsins verður haldinn 22. apríl 2015 að Síðumúla 23 kl. 20.00.   Dagskrá:  Venjuleg aðalfundarstörfSkýrslur frá starfsnefndum Kosningar Önnur mál  Framboð til formanns BÍ þarf að berast skrifstofu BÍ ekki síðar en tveimur vikum fyrir boðaðan aðalfund. BÍ-félagar eru hvattir til að mæta.  
Lesa meira
Aðalfundur BÍ

Aðalfundur BÍ

Aðalfundur Blaðamannafélagsins verður haldinn 22. apríl 2015 að Síðumúla 23 kl. 20.00.   Dagskrá:  Venjuleg aðalfundarstörfSkýrslur frá starfsnefndum Kosningar Önnur mál  BÍ-félagar eru hvattir til að mæta.
Lesa meira
Styrkir hækkaðir

Styrkir hækkaðir

Stjórn Styrktarsjóð Blaðamannafélagsins hefur ákveðið að uppfæra og hækka greiðslur vegna nokkurra liða í starfsreglunum.  Þannig vour hámarksgreiðslur vegna launa í veikindum hækkaður í 452.777 kr.á mánuði í eitt ár.  Strkur til gleraugnakaupa var hækkaður í 75 þúsund á tveggja ára fresti og sömuleiðis voru greiðslur vegna sálfræðiþónustu hækkaðar.Sjá uppfærðar starfsreglur hér
Lesa meira
Hlutfall blaðakvenna hækkar

Hlutfall blaðakvenna hækkar

Vakin er athygli á þeirri áhugaverðu staðreynd á Vísi í dag að hlutfall kvenna í blaðamannastétt hefur hækkað  mikið á síðastu 20 árum.  Í frétt Vísis segir: "Hlutfall kvenna í hópi blaða- og fréttamanna hefur aldrei verið hærra. Af fullgildum félagsmönnum í félögum blaða- og fréttamanna við lok síðasta árs var hlutfall kvenna tæplega 43 prósent. Af samanlögðum félagmönnum beggja félaga voru konur 250 á móti 337 körlum."Sjá fréttina alla hér
Lesa meira
Belgía: Umgjörð fyrir lausamenn

Belgía: Umgjörð fyrir lausamenn

Samtök blaðamanna í frönskumælandi Belgíu (AJP/AGJPB), spurðu þess á dögunum hvernig væri hægt að bæta starfsskilyrði lausamanna í blaðamennsku (freelance)? Svarið sem samtökn komu fram með var að „búa til varanlega umgjörð“ fyrir þessa starfsemi.  Þessari umgjörð var síðan ýtt úr vör á dögunum með því að búa til vefsetur þar sem lausamönnum standa til boða ýmis tæki til að auðvelda þeim að bjóða þjónustu sína og koma viðskiptahlið hennar á fastari grundvöll.  Meðal þess sem þarna er að finna er reiknivél til að finna verð á efni sem búið er til -  hversu mikið eðlilegt sé að greiða fyrir hverja skrifaða línu, fréttir af málefnum lausamanna, upplýsingar um ráðstefnur, atvinnutorg þar sem sérgreinar lausamanna eru tíundaðar (svipað því sem er hér á press.is)   og vettvangur til að skiptast á upplýsnigum Sjá nánar hér  
Lesa meira
Kaffispjall í dag með Óskars- og Pulitzer verðlaunahafanum Lauru Poitras

Kaffispjall í dag með Óskars- og Pulitzer verðlaunahafanum Lauru Poitras

Miðstöð um rannsóknarblaðamennsku á Íslandi og Blaðamannafélag Íslands bjóða í óformlegt kaffispjall með verðlaunahafanum Lauru Poitras í Gym and Tonic á KEX hostel frá kl.  1700 til ca. 1800 í dag föstudag. Blaða og kvikmyndagerðarmenn hvattir til að líta við og spjalla við Lauru. Á morgun laugardag er mynd hennar um Edward Snowden, Citizen Four, frumsýnd á Reykjavík Shorts and Docs hátíðinni í Bíó Paradís. Eftir sýninguna situr Laura fyrir svörum.  
Lesa meira
Norðurlandaráð og norræna ráðherranefndin leita að upplýsingastjóra
Tilkynning

Norðurlandaráð og norræna ráðherranefndin leita að upplýsingastjóra

Norræna ráðherranefndin og skrifstofa Norðurlandsráðs í Kaupmannahöfn auglýsa eftir yfirmanni upplýsingadeildar, sem hæfi störf þann 1. október 2015. Umsóknarfrestur um þessa stöðu er til 30. apríl 2015 klukkan 12:00  Formleg auglýsing um starfið fer hér á eftir:   Nordiska rådet och Nordiska ministerrådet söker en kommunikationschef  Sekretariaten för Nordiska rådet och Nordiska ministerrådet i Köpenhamn söker en chef till den gemensamma kommunikationsavdelningen, med tillträde senast 1 oktober 2015. Titel: Nordiska rådet och Nordiska ministerrådet söker en kommunikationschef Stad: Köpenhamn Ansökningens sista datum: den 30 april 2015 12:00 Anställningsvillkor: Nordiska villkor Jobb kategori: Avdelningschef    Nordiska ministerrådets sekretariat har till uppgift att bistå de fackministerråd som tillsammans utgör Nordiska ministerrådet. Dessutom skall Nordiska ministerrådet självständigt arbeta för att främja det nordiska samarbetet. Nordiska ministerrådets sekretariat är ett redskap för att förverkliga samarbetet mellan de nordiska regeringarna. Vi ska bidra till resultat som skapar mervärde och gör Norden synligt inåt och utåt genom att initiera, verkställa och följa upp politiska beslut utveckla kunskap till grund för gemensamma lösningar bygga nätverk för utbyte av erfarenheter och idéer. Sekretariatet består av tre fackavdelningar, en avdelning för HR, administration och juridik samt en kommunikationsavdelning som är gemensam med Nordiska rådet. Sekretariatet är lokaliserat i Köpenhamn, har runt 100 medarbetare och leds av generalsekreteraren. Nordiska rådets sekretariat har som uppgift att koordinera och administrera det nordiska parlamentarikersamarbetet och att betjäna rådets 87 medlemmar och dess organ samt de fem utskotten. Sekretariatet är samlokaliserat med ministerrådet och har 15 medarbetare under ledning av rådsdirektören. Arbetsuppgifter Som kommunikationschef leder du det strategiska och operativa kommunikationsarbetet för Nordiska rådet och Nordiska ministerrådet. Du har det överordnade kommunikationsstrategiska ansvaret för såväl regeringssamarbetet inom ramen för ministerrådet som för parlamentarikersamarbetet inom ramen för Nordiska rådet. Du har till uppgift att föreslå, utforma och genomföra strategiska planer för kommunikation enligt beslut från Nordiska ministerrådets generalsekreterare respektive Nordiska rådets rådsdirektör baserat på principen om ett integrerat kommunikationsansvar. Det gemensamma arbetet leds och koordineras av kommunikationsschefen som i innehållsmässiga frågor rapporterar både till generalsekreteraren och till rådsdirektören. I administrativa frågor rapporterar kommunikationsschefen till generalsekreteraren. Som kommunikationschef har du även det dagliga ansvaret för den interna och externa kommunikationen och informationen om det nordiska samarbetet, både inom och utanför Norden. Du ansvarar för avdelningens personal, budget samt ekonomisk uppföljning och ingår i generalsekreterarens ledningsgrupp. Utöver detta ska kommunikationschefen   ansvara för www.norden.org vid behov delta i olika beredningsorgan inom Nordiska rådet ansvara för informations- och PR-material för organisationernas bruk planera, arrangera och leda presskonferenser, -resor och -seminarier inom och utanför Norden ansvara för koordinering av kommunikationsfrågor och rådgivning till de nordiska institutionerna Kravprofil Du ska ha en gedigen och långvarig erfarenhet som chef med personal- och budgetansvar inom kommunikation, PR och media. Arbetet förutsätter mycket goda ledaregenskaper både vad gäller att leda, coacha och stödja dina medarbetare som att ansvara för det innehållsmässiga, strategiska och administrativa arbetet. Det är viktigt att du har en solid erfarenhet av att arbeta med kommunikation inom större företag eller organisationer. Du har stor kunskap om det nordiska medielandskapet och ett väldokumenterat nätverk främst bland nordiska opinionsbildare och journalister. Du ska ha intresse för och kunskap om politik liksom en god förmåga att navigera i en politiskt styrd organisation. Det är meriterande med erfarenhet från offentlig sektor och internationell verksamhet. Som person ska du ha lätt för att samarbeta på alla nivåer och kunna bygga och behålla starka nätverk. Du ska vara kreativ och flexibel. I arbetet företräder du dina uppdragsgivare och du ska vara utåtriktad och van att framträda inför media och publik Övrig erfarenhet Du ska ha en relevant akademisk utbildning som journalist, kommunikatör, informatör eller annan utbildning som vi bedömer vara likvärdig. Du ska vara en bra skribent och flytande i tal och skrift på minst ett av våra officiella språk (danska, norska och svenska), samt ha goda kunskaper i engelska. Arbetet kräver att du behärskar sedvanliga IT-system inklusive Officepaketet. Anställning förutsätter medborgarskap i ett av de nordiska länderna. I tjänsten ingår en del reseaktiviteter, främst inom Norden. Kommunikationsavdelningen har 18 medarbetare som rapporterar direkt till kommunikationschefen. I avdelningen finns kommunikations- och webbrådgivare, tolkar och översättare samt koordinatorer. Vidare finns en publikationsenheten som är en självständig resultatenhet. Inom avdelningens ansvarsområde ingår även Köpenhamnskontoret för "Norden i fokus” samt upplysningstjänsten ”Hallå Norden”. Vi erbjuder Ett spännande arbete i en nordisk och internationell miljö med kollegor från hela Norden. Vi är anställda på tidsbegränsade kontrakt på maximalt åtta år och erbjuder speciella villkor för den som flyttar till Danmark i samband med anställningen. Den som har en statlig anställning i ett av de nordiska länderna har rätt till tjänstledighet för att arbeta vid Nordiska ministerrådet. Intervjuer genomförs i Köpenhamn 20-22 maj.    Kontaktpersoner: Om du vill veta mer om tjänsten kan du kontakta HR-chef Gisle Norheim, gino@norden.org   Upplysningar om arbetsvillkoren kan fås av senior rådgivare/HR Monica Donde (modo@norden.org).  För mer information se www.norden.org      
Lesa meira