Fréttir

Helgi H Jónsson

Helgi H Jónsson látinn

Helgi H. Jónsson, fyrrum varafréttastjóri Sjónvarpsins, er látinn sjötíu og tveggja ára að aldri. Helgi var blaðamaður á  Tímanum 1973 til 1976. Síðan fór hann að vinna hjá Ríkisútvarpinu og vann þar til ársins 2007.  Helgi varð varafréttastjóri Sjónvarpsins 1986 og um skeið fréttastjóri.    
Lesa meira

Ályktun frá BÍ og FF vegna Vestmannaeyja

Stjórnir Blaðamannafélags Íslands og Félags fréttamanna lýsa yfir furðu sinni á málflutningi lögreglustjórans í Vestmannaeyjum og þeim sjónarmiðum sem liggja honum til grundvallar varðandi fréttaflutning af kynferðisbrotamálum sem upp kunna að koma á Þjóðhátíð.  Sú tilraun til þöggunar sem þar er lögð til er algerlega úr takt við þau meginsjónarmið um upplýsta og opna umræðu sem lýðræðissamfélög hljóta að styðjast við vilji þau standa undir nafni.  Það er skylda fjölmiðla að segja frá ofbeldisglæpum og það þjónar hagsmunum engra nema ofbeldismannanna að þegja um þá.  Um það þekkjum við því miður alltof mörg dæmi frá liðnum áratugum.  Það er engin betri aðferð til að fyrirbyggja og lágmarka ofbeldi heldur en að tala um það af hreinskilni.  Hvernig eigum við með öðrum hætti að takast á við fordóma og ranghugmyndir og fyrirbyggja gróusögur af öllu tagi?  Stjórnir BÍ og FF hvetja lögreglu og aðra viðbragðsaðila til þess að ræða þau ofbeldisbrot, kynferðisbrot jafnt sem önnur, sem upp kunna að koma á þjóðhátíð með opinskáum hætti með hagsmuni almennings að leiðarljósi.   Það er beinlínis samfélagsleg og lýðræðisleg skylda þeirra að greina skilmerkilega frá því sem gerist og fréttnæmt þykir á þjóðhátíð í þágu þeirra sem sækja hátíðina heim og heimamanna í Vestmannaeyjum. 
Lesa meira
Skiljanleg eftirgjöf?

Skiljanleg eftirgjöf?

 Þrátt fyrir mjög blendin viðbrögð við yfirlýsingu aðaritstjóra franska skopmyndatímaritsins Charlie Hebdo um að blaðið myndi ekki teikna fleiri myndir af Múhameð spámanni, ákvörðun sem margir segja að sé sögulegur ósigur fyrir tjáningarfrelsið,  er umræðan um málið hvergi nærri hætt.  Þannig segir Michael Moynihan í áhugaverðri grein ákvörðunina vera skiljanlega og að það sé í raun leitt að hún sé rædd í upphöfnum tilfinningatón.    Sjá greinina hér  
Lesa meira
Umfjöllun Kastljóss  ekki brot á siðareglum

Umfjöllun Kastljóss ekki brot á siðareglum

 Kastljós braut ekki siðareglur Blaðamannafélags Íslands þegar það fjallaði um óhefðbundnar lækningar í þættinum 3. maí slíðastliðinn. Þetta er niðurstaða siðanefndar sem nú hefur birt úrskurð sinn.  Sjá úrskurðinn hér  
Lesa meira
Samningar við SA samþykktir

Samningar við SA samþykktir

Atkvæði voru greidd um kjarasamning Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins sem gerður var 2. júlí 2015 á kjörfundi 14. Júlí 2015. Á kjörskrá voru 365. Atkvæði greiddu 67 eða 18,4%. Já sögðu 61 eða 91,0%Nei sögðu 6 eða 9%Auðir og ógildir 0  Á sama tíma voru greidd atkvæði um fyrirtækjasamning við Árvakur:Á kjörskrá voru 85. Atkvæði greiddu 31 eða 36,5%Já sögðu 26 eða 83,9% Nei sögðu 5 eða 16,1%Auðir og ógildir 0 Þá voru einnig greidd atkvæði um sérsamning Blaðamannafélags Íslands við Birting.  Á kjörskrá voru 29.  Atkvæði greiddu 11 eða 37,9%.Já sögðu 11 eða 100%Nei sögðu 0 eða 0%   Þetta tilkynnist hér með. Virðingarfyllst,  Hjálmar Jónsson      
Lesa meira
Samningar voru samþykktir

Samningar voru samþykktir

Atkvæði voru greidd um kjarasamning Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins sem gerður var 2. júlí 2015 á kjörfundi 14. Júlí 2015. Á kjörskrá voru 365. Atkvæði greiddu 67 eða 18,4%. Já sögðu 61 eða 91,0%Nei sögðu 6 eða 9%Auðir og ógildir 0  Á sama tíma voru greidd atkvæði um fyrirtækjasamning við Árvakur:Á kjörskrá voru 85. Atkvæði greiddu 31 eða 36,5%Já sögðu 26 eða 83,9% Nei sögðu 5 eða 16,1%Auðir og ógildir 0 Þá voru einnig greidd atkvæði um sérsamning Blaðamannafélags Íslands við Birting.  Á kjörskrá voru 29.  Atkvæði greiddu 11 eða 37,9%.Já sögðu 11 eða 100%Nei sögðu 0 eða 0%   Þetta tilkynnist hér með. Virðingarfyllst,  Hjálmar Jónsson      
Lesa meira
Atkvæðagreiðsla um samninga - nýir samningar

Atkvæðagreiðsla um samninga - nýir samningar

Atkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning Blaðamannafélags Íslands við Samtök atvinnulífsins fer fram þriðjudaginn 14. Júlí 2015 í húsnæði félagsins að Síðumúla 23, 3. hæð. Kjördeild verður opin frá klukkan 0900-1700.  Einnig mun fara fram kynning á samningunum á Morgunblaðinu í Hádegismóum 2, 110 Rvík klukkan 10.00, þar sem einnig verður hægt að greiða atkvæði um samninginn.  Sambærileg kynning á samningunum fer einnig fram á 365 miðlum Skaftahlíð 25, 105 Rvík klukkan 11.30, þar sem einnig verður hægt að greiða atkvæði um samninginn.  Talning fer fram að loknum kjörfundi og ættu niðurstöður að liggja fyrir ekki síðar en um kvöldmat. Gengið var frá þremur sambærilegum kjarasamningum við þrjá viðsemjendur Blaðamannafélagsins sem standa utan Samtaka atvinnulísins í dag, þ.e.a.s. Birting, DV og Fréttatímann.  Kynning og atkvæðagreiðsla um þá kjarasamninga fer fram sérstaklega.  
Lesa meira
Hjálmar Jónsson, formaður BÍ

Skrifað undir samninga við SA

Í kvöld var skrifað undir samninga milli Blaðamannafélags Íslands og Samtaka atvinnulífsins vegna Morgunblaðsins, 365 og RÚV.  Samningarnir eru innan þeirra marka sem samnið var um á almennum vinnumarkaði og segir Hjálmar Jónsson formaður BÍ og samninganefndar blaðamanna að í þessum nýja samningi felist verulegar taxtahækkanir. „Ég tel að blaðamenn hafi ástæðu til að vera ánægðir með þennan samning, þetta er góð niðurstaða þótt á ýmsu hafi gengið í samningsferlinu,“ segir Hjálmar við press.is. Eins og áður segir er um verulegar taxtahækkanir að ræða og ný launatafla felst í þessum samningum. Þá er í samningnum sérstök bókun um að endurskoðaðar verði reglur um endurgreiðslu á útlögðum kostnaði.  Samningurinn er afturvirkur til 1. maí sl. og greidd verða atkvæði um hann á næstu vikum en atkvæðagreiðslu þarf að vera lokið fyrir 21. júlí. Hér má sjá kjarasamninginn í heild sinni:samningar.docx   
Lesa meira
Ráðstefna um rannsóknarblaðamennsku í Noregi (leiðrétt)

Ráðstefna um rannsóknarblaðamennsku í Noregi (leiðrétt)

Norræni blaðamannaskólinn í Árósum (NJC) styður vest-norræna rannsóknarblaðamenn sem vilja fara á alþjóðlega ráðstefnu um rannsóknarblaðamennsku (Global Investigative Journalism Conference)  í Lillehammer í Noregi í haust, frá 8-11 október 2015. (Ath ekki í nóvember eins og sagði í fyrri útgáfu af þessari tilkynningu)   Um er að ræða styrki sem blaðamenn frá Grænlandi, Færeyjum og Íslandi geta sótt um og eiga að duga fyrir þátttökugjaldi, hóteli og fæði.  Þess má geta að einnig er hægt er að sækja um styrk til fararinnar úr Endurmenntunarsjóði BÍ. Sjá nánar hér
Lesa meira
Viðræður enn í gangi

Viðræður enn í gangi

Viðræður milli samninganefnda Blaðamannafélagsins og SA hafa farið fram að undanförnu hjá sáttasemjara og eru enn í gangi. Fundað verið næst í næstu viku og eru forsvarsmenn BÍ þokkalega bjartsýnir á að niðurstaða fáist fljótlega.
Lesa meira