Fréttir

TV2 í Danmörku með pósthólf fyrir uppljóstrara

TV2 í Danmörku með pósthólf fyrir uppljóstrara

Sjónvarpsstöðin TV2 í Danmörku hefur nú opnað sérstakt dulkóðað pósthólf  fyrir uppljóstrara.  Uppruna gagna sem skilað er í þetta pósthólf mun ekki hægt að rekja og hefur stöðin sett af stað ákveðna kynningarherferð af þessu tilefni og til þess að vinna tiltrú þeirra sem hugsanlega búa yfir upplýsingum sem varða almannaheill en treysta sér ekki til að koma á framfæri undir nafni. Meðal annars hefur TV2 gefið út myndband og sett upp sérstaka síðu þar sem kynning er á mikilvægi og eðli uppljóstrunar. Myndbandið má sjá hér að neðan. Sjá einnig hér  
Lesa meira
Norðmenn ræða um að slaka á skilyrðum fyrir félagsaðild að NJ

Norðmenn ræða um að slaka á skilyrðum fyrir félagsaðild að NJ

Talsverð umræða fer nú fram í hópi norskra blaðamanna um hver eigi að vera inntökuskilyrði í Blaðamannafélag Noregs (Norsk Journalistlag). Til þessa hafa verið nokkuð ákveðin og vel skilgreind skilyrði fyrir inngöngu og þar á meðal hefur verið lagt til grundvallar að vilji einstaklingur verða félagi í NJ þurfi viðkomandi að hafa blaðamennsku að aðalstarfi.  Stjórn NJ hefur nú samþykkt að víkka út  skilyrði fyrir inngöngu og sleppa því að gera kröfu um að meðlimir hafi blaðamennsku að aðalstarfi. Þannig gerir tillagan ráð fyrir að nægjanlegt verði að félagi í NJ starfi að eitthvað við blaðamennsku. Samhliða er gerð tillaga um að taka út úr samþykktum félagsins að þeir sem starfa sem upplýsingafulltrúar geti orðið félagar í NJ. Hér á landi eru í gildi svipaðar reglur og Norðmenn ræða nú um að taka upp. Rétt að geta þess að sá sem gegnur í félagið skuldbindur sig samhliða til að starfa í samræmi við og í þjónustu tjáningarfrelsis og siðareglna  Blaðamannafélags Noregs (Vær Varsom-plakaten). Sjá einnig hér  
Lesa meira
Kenji Goto, stríðsfréttamaður

IFJ fordæmir morðið á Kenji Goto

  Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) hefur í dag gefið út yfirlýsingu þar sem tekið er undir með dótturfélagi sambandsins í Japan og grimmdarlegt morð vígamanna Íslamska ríkisins á japanska blaðamanninum Kenji Goto er fordæmt. Segir í fordæmingu IFJ að morðið á free lance blaðamanninum dragi athyglina að hinni nýju víglínu í hryðjuverkastarfsemi þar sem blaðamenn eru orðnir að helsta skotmarki.  Kenji Goto var 47 ára stríðsblaðamaður sem hafði flutt fréttir af ýmsum átakasvæðum í heiminum. Sjá einnig hér  
Lesa meira
Pew í BNA: Hvítir, karlar og repúblikanar líklegri til að telja birtingu skopmyna í lagi

Pew í BNA: Hvítir, karlar og repúblikanar líklegri til að telja birtingu skopmyna í lagi

Samkvæmt skoðanakönnun sem Pew rannsóknarstofnunin gerði í lok janúar í Bandaríkjunum höfðu um þrír af hverjum fjórum Bandaríkjamönnum (76%) heyrt um árásina á í París.  Af þeim sem höfðu heyr um árásina taldi ríflegur meirihluti eða um 60% svarenda að það hefði verið í lagi hjá tímaritinu að birta skopmyndir af Múhameð spámanni  en næstum þrír af hverjum tíu (28%) töldu að það hefði ekki verið í lagi. Um 12% neituðu að svara.   Í umfjöllun um könnunina segja aðstandendur að í henni endurspeglist aukin spenna í BNA  milli sjónarmiða tjáningarfrelsis og umburðarlyndis gagnvart trúarbrögðum.Athygli vekur að hvítir karlar og repúblikanar eru líklegri en aðrir til að telja birtingu skopmyndanna í lagi, en konur og litað fólk er síður líklegt til að telja birtinguna í lagi.Næstum helmingur Bandaríkjamanna (48%) telur – samkvæmt könnuninni – ekki líklegt að árásin á  Charlie Hebdo muni hafa nokkur áhrif á það hvort fjölmiðlar þar vestra birti efni sem telst mógandi fyrir trúarbrögð. Um það bil fjórðungur segir þó (24%) að líklegt sé að árásin munu verða til þess að fjölmiðla birti síður efni sem sé talið er trúarlega móðgandi. Nokkru færri eða um 16% telja að áhrifin muni verða þveröfug og að fjölmiðlar verðir viljugri til að birta slíkt efni.Sjá einnig hér  
Lesa meira
Egill Ólafsson

Andlát: Egill Ólafsson

Egill Ólafsson, gjaldkeri stjórnar Blaðamannafélags Íslands og blaðamaður á Morgunblaðinu og mbl.is, varð bráðkvaddur síðastliðinn miðvikudaginn 28. janúar, 52 ára að aldri. Egill fæddist 16. nóvember 1962, sonur hjónanna Ólafar Guðmundsdóttur og Ólafs Egilssonar. Hann ólst upp í Borgarnesi og á Mýrum, gekk í Fjölbrautaskólann í Breiðholti og lauk BA-prófi í sagn­fræði frá HÍ árið 1989. Að námi loknu hóf Egill feril sinn sem sem blaðamaður, fyrstu árin  á Tímanum. Eg­ill hóf síðan störf á Morgunblaðinu árið 1993 og starfaði þar til dánardags, aðallega á mbl.is seinni árin. Hann gegndi um hríð starfi fréttastjóra Morgunblaðsins. Í ársbyrjun árið 2014 fór hann í tveggja ára leyfi til að skrifa sögu Borgarness og var kominn vel á veg með það verk er hann féll frá. Egill var á námsárum sínum formaður nemendafélags FB, formaður félags sagnfræðinema við HÍ, sat í stjórn Sagnfræðinga­félags Íslands um tíma og sat um árabil í stjórn Blaðamannafélags Íslands. Hann var afkastamikill og sérstaklega vandaður blaðamaður og vel liðinn samstarfsmaður. Egill var kvæntur Unni Lárusdóttur, upplýsingafræðingi hjá innanríkisráðuneytinu, og eignuðust þau tvö börn; Ólaf Lárus sem starfar í veitinga­rekstri og sinnir myndlist og Urði menntaskólanema. Stjórn og aðrir félagar Egils í Blaðamannafélagi Íslands senda aðstandendum hans innilegar samúðarkveðjur.  
Lesa meira
Silenced sýnd annað kvöld!

Silenced sýnd annað kvöld!

Ástæða er til að minna á að annað kvöld, laugardagskvöldið 31. janúar (20:00) mun IMMI standa að sérstakri frumsýningu heimildarmyndarinnar Silenced í Tjarnarbíói. Myndin fjallar um þrjá uppljóstrara – þau Jesselyn Radack, áður hjá dómsmálaráðuneyti BNA, Thomas Drake, áður hjá NSA og John Kiriakou, áður hjá CIA, en Kiriakou var fyrstur til að opinberlega greina frá vatnspyntingum CIA og afplánar nú fangelsisdóm í kjölfar þessa. Athyglinni er beint að þeim breytingum sem átt hafa sér stað í Bandaríkjunum í kjölfar árásanna 11. september 2001 og stöðu uppljóstrara þar í landi. Myndin er eftir leikstjórann James Spione sem áður hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir mynd sína An Incident in New Baghdad. Sjá trailer hér
Lesa meira
Gvozden Srećko Flego, þingmaður á Evrópuráðsþinginu

EFJ fagnar samþykkt Evrópuráðs um réttindi fjölmiðla

 Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hefur fagnað tilkomu skýrslu þings Evrópuráðsins um  „Vernd réttinda fjölmiðla í Evrópu“, en lýsir um leið yfir áhyggjum vegna þróunar fjölmiðlafrelsis víða um álfuna.  „Þó svo að við fögnum samþykkt þessarar skýrslu, þá verður að hafa í huga að þar er athyglinni líka beint að þróun í Evrópu sem ástæða er til að hafa miklar áhyggjur af. Sérstaklega á þetta við um lönd þar sem alvarleg brot gegn fjölmiðlaréttindum eru ekki óalgeng,“ segir Mogens Blicher Bjerregård, forseti EFJ. Hann bætir við að lönd sem sérstaklega séu nefnd í skýrslunni, þar á meða Azerbajan, Ungverjaland, Rússland, Tyrkland og Úkraína þurfi að gera átak í sínum málum og koma réttindamálum fjölmiðla í lag. Gvozden Sre?ko Flego, þingmaður á Evrópuráðsþinginu og talsmaður nefndarinnar sem stóð að skýrsluni er frá Króatíu og hefur han n tekið mjög einarða afstöðu í þessum málum og gagnrýnt harðlega tilraunir fulltrúa nokkurra ríkja til að neita því að fjölmiðlafrelsi sé skert í löndum þeirra.  Hann bendir á að skýrslan sé byggð á staðreyndum sem aflað hafi verið af sérfræðingum og öðru fólki sem sé á staðnum og að vinna í því umhverfi sem um ræðir.  Sjá frumvarp og skýrslu hér  
Lesa meira
Heimildamyndin Silenced í Tjarnarbíói

Heimildamyndin Silenced í Tjarnarbíói

Ástæða er til að minna á að annað kvöld, laugardagskvöldið 31. janúar (20:00) mun IMMI standa að sérstakri frumsýningu heimildarmyndarinnar Silenced í Tjarnarbíói. Myndin fjallar um þrjá uppljóstrara – þau Jesselyn Radack, áður hjá dómsmálaráðuneyti BNA, Thomas Drake, áður hjá NSA og John Kiriakou, áður hjá CIA, en Kiriakou var fyrstur til að opinberlega greina frá vatnspyntingum CIA og afplánar nú fangelsisdóm í kjölfar þessa. Athyglinni er beint að þeim breytingum sem átt hafa sér stað í Bandaríkjunum í kjölfar árásanna 11. september 2001 og stöðu uppljóstrara þar í landi. Myndin er eftir leikstjórann James Spione sem áður hefur verið tilnefndur til Óskarsverðlauna fyrir mynd sína An Incident in New Baghdad.    
Lesa meira
Björn Ingi Hrafnsson og Magnús Geir Þórðarson. Mynd: sbs

Fjölmenni á Pressukvöldi

  Fjölmenni var á Pressukvöldi Blaðamannafélags Íslands og  Félags fréttamanna á Kornhlöðuloftinu í Reykjavík í gær. Umræðuefnið var sviptingar á fjölmiðlamarkaði og voru frummælendur þau  Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri RÚV, Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi DV og Pressunar, Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar  og Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar. Fundarstjóri var Sigríður Hagalín Björnsdóttir, varafréttastjóri RÚV. Að loknum framsöguerindum fóru fram almennar umræður og var spurningum beint til allra frummælenda.  Fjárhagsleg staða fjölmiðla og rekstragrundvöllur til framleiðslu á ritstjórnarefni virtist fundarmönnum nokkuð ofarlega í huga og hvernig unnt væri að búa fjölmiðlum eða sjálfstæðum blaðamönnum umgjörð sem tryggði fjárhaglegan grundvöll fyrir sjálfstæðri blaðamennsku. Elfa Ýr Gylfadóttir og Jón Trausti Reynisson á Pressukvöldinu. Mynd:sbs Sigríður Hagalín Björnsdóttir var fundarstjóri. Mynd:sbs
Lesa meira
EFJ kvartar til Umboðsmanns ESB vegna TTIP

EFJ kvartar til Umboðsmanns ESB vegna TTIP

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) í samstarfi við nokkur önnur  borgarasamtök lagði í gær fram kvörtun til umboðsmanns Evrópusambandsins  vegna stjórnsýslu Framkvæmdastjórnar ESB varðandi aðgang að upplýsingum um Viðskiptaviðræður ESB og BNA, svokallaðar TTIP viðræður. Er í kvörtunin fagnað afskiptum umboðsmanns af upplýsingagjöf um viðræðurnar en bent á að upplýsingagjöfin sé hvergi nærri nægjanleg og svari ekki þeim óskum og beiðnum um skjöl sem lagðar hafa verið fram. Sjá einnig hér
Lesa meira