Fréttirnar á ferðinni

 Segja má að í Bandaríkjunum hafi fréttaneytendur netfrétta verið á ferðinni  í ársbyrjun þessa árs, samkvæmt niðurstöðum PEW rannsóknarstofnunarinnar um Stöðu fréttamiðla 2015 (State of the News Media 2015).  Þá voru heimsóknir á 39 af 50 stærstu fréttasíðum landsins að meirihluta frá snjallsímum og öðrum slíkum tækjum en ekki frá borðtölvum.  Hins vegar dvöldu fleiri þeirra sem skoðuðu netfréttir  úr borðtölvu mun lengur á  um 25 þessara 50 fréttasíðna, en þeir sem heimsóttu  síðurnar úr snjallsímum eða slíkum tækjum.  Á tíu þessara síðna voru farsímanotendur lengur inni á síðunni en borðtölvunotendur og a 15 síðum voru báðar þessar tegundir notenda álíka lengi inni á síðunum.

Í samræmi við vaxandi notkun á ýmis konar snjalltækjum hefur notkun á samfélagsmiðlum aukist mikið varðandi fréttir og þróunin er í raun komin á nýtt stig.  Þannig sýna tölur rannsóknarinnar að á árinu 2014 sé svo komið að um helmingur fullorðinna netverja fái fréttir af stjórnmálum og stjórnvöldum í gegnum samfélagsmiðilinn Facebook, en það þýðir að fréttamatið sem stýrir fréttadagskrá þessa hóps er komið frá „Facebook-vinum“ eða af   síunarvélum samfélagsmiðlanna, svokölluðum „algoriðmum“ (algorithms).

Sjá meira um könnunina hér