Fréttir

Réttindi og störf í blaðamennsku

Réttindi og störf í blaðamennsku

„Réttindi og störf í blaðamennsku” er yfirskrift nýs átaks sem Evrópusamband blaðamanna (EFJ) og nokkur blaða- og fjölmiðlamannasamtök í Evrópu eru að hrinda af stað.  Framkvæmdastjórn þessa átaks sem samanstendur af fulltrúum þátttökusamtakanna, kom saman í síðustu viku til að fara yfir hvaða ráðum hægt sé að beita til að bæta og tryggja möguleika blaðamannafélaga til að standa vörð um fagleg réttindi blaðamanna og ná með fagfélagsleg skilaboð til nýs fjölmiðlafólks.   Á næstu tveimur árum stendur m.a. til að skipuleggja fjórar vinnustofur þar sem þessi mál verða krufin og undirbúnar aðgerðir á fjórum sviðum.  Þessi svið eru: a. Að þróa leiðir til að ná til breiðari hóps fjölmiðlafólks en áður hefur verið gert, og marhópar í því sambandi eru ungt fólk,  konur og fjölmiðlafólk sem ekki er að vinna á hefðbundnum miðlum. b. Að bæta lagalega þekkingu og lagalegar bjargir fjölmiðla þegar kemur af viðurkenndum félagslegum og efnahagslegum réttindum og styrkja þessi réttindi gagnvart fjölmiðlafólki. c. Að berjast gegn óréttlátum starfs- og ráðningarsamningum sem svipta fjölmiðlafólk rétti til höfundagreiðslna fyrir verk þess. d. Að styrkja stöðu blaðamannafélaga til gera samninga fyrir fjölmiðlafólk sem er lausamenn eða sem starfar í óhefðbundinni fjölmiðlun. Evrópusambandið (EFJ) hyggst gefa út handbók þar sem safnað verður saman góðum fordæmum á þessu sviði  og teknar verða saman niðurstöður og ábendingar sem koma út úr vinnustofunum fjórum. Meira hér  
Lesa meira
Pressukvöld:Sviptingar á fjölmiðlamarkaði

Pressukvöld:Sviptingar á fjölmiðlamarkaði

Síðustu mánuðurnir og misserin hafa einkennst af miklum sviptingum á fjölmiðlamarkaði. Það er því miður ekki nýtt því starfsmenn fjölmiðlafyrirtækja hafa búið við einstakt óöryggi í starfsumhverfi sínu, ekki hvað síst í aðdraganda og eftirmálum hrunsins, þó sviptingar hafi alla tíð einkennt þennan starfsvettvang. Undanfarið hefur fjármögnun Ríkisútvarpsins verið í brennidepli og horfir þar til mikils niðurskurðar. Átök hafa verið um eignarhald á DV og öflugir fjölmiðlamenn hrökklast þaðan í burtu og eru með í undirbúningi stofnun nýs fjölmiðils. Þá hafa líka verið breytingar á 365 miðlum bæði í hópi stjórnenda og blaðamanna þar. Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamanna standa í sameiningu fyrir pressukvöldi þar sem þessi atriði og önnnur þeim tengd verða til umfjöllunar. Pressukvöldið verður haldið á Kornhlöðuloftinu í Bankastræti næstkomandi þriðjudag 20. janúar 2015 og hefst klukkan 20.00. Frummælendur verða: Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri RÚV Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi DV og Pressunar Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar  Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar Fundarstjóri verður Sigríður Hagalín Björnsdóttir, varafréttastjóri RÚV.  Að loknum framsögum verða umræður. Gert er ráð fyrir að pressukvöldinu ljúki um 22.30.
Lesa meira
Penninn eða sverðið - er tjáningarfrelsið í hættu?
Tilkynning

Penninn eða sverðið - er tjáningarfrelsið í hættu?

Er penninn máttugri en sverðið? Hverjar eru mögulegar ástæður voðaverkanna á ritstjórnarskrifstofum Charlie Hebdo?  Af hverju er myndbirtingabann í islam? Hvaða áhrif geta voðaverkin haft á tjáningarfrelsi okkar og önnur mannréttindi? Er tjáningarfrelsið aðeins mikilvægt á tyllidögum? Þetta og fleira verður rætt á hádegisfundi fjölmiðlanefndar og Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands sem fram fer í stofu 101 í Odda, Háskóla Íslands, þriðjudaginn 20. janúar 2015. Fundurinn hefst kl. 11:50 og eru allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.  Frummælendur verða Róbert H. Haraldsson, prófessor í heimspeki, Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri fjölmiðlanefndar og Þórir Jónsson Hraundal sagnfræðingur. Þórir Jónsson Hraundal talar um bakgrunn myndbirtingabanns í islam, ýmsar algengar hugmyndir Vesturlandabúa um múslima og trú þeirra, og veltir upp nokkrum spurningum um mögulegar undirliggjandi ástæður voðaverkanna í París. Elfa Ýr Gylfadóttir fjallar um hvaða áhrif voðaverkin í París geti haft á tjáningarfrelsi og borgaraleg réttindi á Vesturlöndum. Elfa Ýr fjallar jafnframt um hvað beri að varast og leggur áherslu á að tjáningarfrelsi eru réttindi sem við höfum aflað okkur á löngum tíma og þau þurfi að verja og vernda. Róbert H. Haraldsson fjallar um tjáningarfrelsið og mörk þess í heimspekilegu samhengi og rétt einstaklingsins til að hugsa frjálslega og tjá hugsanir sínar óþvingað og óttalaust. Hannt fjallar sérstaklega um tjáningarfrelsið í tengslum við birtingu trúarlegra skopmynda í Jyllands-Posten og í tímaritinu Charlie Hebdo. Að framsögum loknum verða fyrirspurnir og almennar umræður. Fundarstjóri verður Salvör Nordal forstöðumaður Siðfræðistofnunar HÍ og nefndarmaður í fjölmiðlanefnd. Miðað er við að fundurinn standi til kl. 13:10.  
Lesa meira
Breytingar hjá DV

Breytingar hjá DV

Baldur Guðmundsson og Einar Þór Sigurðsson hafa verið ráðnir fréttastjórar á DV og dv.is. Þeir eru fjölmiðlafræðingar úr HA, hafa langa starfsreynslu á DV og hafa verið lykilmenn í útgáfu blaðsins um árabil m.a. sem vaktstjórar. Samhiða breytist starfsvettvangur Jóhanns Haukssonar sem færist úr stöðu fréttastjóra yfir í stöðu ritstjórnarfulltrúa. Þá er blaðið að flytja ritstjórnarskrifstofur sínar úr miðbænum og upp í Kringlu  þar sem þær verða í húsnæði ásamt öðrum miðlum sem tengjast nýjum eigendum. Sjá einnig frétt hér
Lesa meira
Öryggi blaðamanna

Öryggi blaðamanna

Í þessu myndbandi frá vefsjónvarpi Evrópuráðsins er fjallað um hættur sem steðja að öryggi blaðamanna, en þetta er viðvarandi vandamál í Evrópu ekki síður en annars staðar í heiminum. Evrópuráðið vinnur að því að setja saman viðmiðunarreglur um öryggi blaðamanna þar sem það er gert  að lagalegri skyldu að vernda rannsóknarblaðamenn gegn hótunum og ógn og að sækja til saka þá sem brjóta á þeim. Your browser does not support JavaScript! JavaScript is needed to display this video player!
Lesa meira
Tilnefningafrestur styttist!

Tilnefningafrestur styttist!

Ástæða er til að minna á að  skilafrestur tilnefninga til dómnefndar vegna Blaðamannaverðlauna 2014 er föstudagurinn 23. janúar. Hægt er að senda inn tilnefningar  til verðlaunanna á skrifstofu Blaðamannafélagsins í Síðumúla  23 á auglýstum skrifstofutíma ásamt gögnum með röksemdafærslu fyrir tilnefningunni. Jafnframt er hægt að tilnefna með rafrænum hætti – með hnappnum „Tilnefnið hér“ hér til hliðar á síðunni. Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands verða veitt í 12. skipti þann 28. febrúar næstkomandi. Eins og á síðasta ári verða verðlaunin veitt í fjórum flokkum en þeir eru þessir:  • Besta umfjöllun ársins 2014• Viðtal ársins 2014• Rannsóknarblaðamennska ársins 2014• Blaðamannaverðlaun ársins 2014 Tilnefningar dómnefndar verða síðan gerðar kunnar í laugardaginn 21. febrúar og viku síðar, þann 28. febrúar  verða verðlaunin sjálf afhent samhliða því að sýning Blaðaljósmyndarafélagsins „Myndir ársins“ verður opnuð.  
Lesa meira
EFJ: Pólitísk viðbrögð verði í anda samstöðugöngu

EFJ: Pólitísk viðbrögð verði í anda samstöðugöngu

Í tilefni af samstöðugöngunni sem farin var í París á sundaginn þar  sem  ýmsir þjóaleiðtogar gengu ásamt milljónum annarra  í nafni tjáningarfrelsis og í minningu fórnarlamba hryðjuverka  vikunnar hefur Evrópusamband blaðamanna gefið út að brýnt sé að pólitísk viðbrögð göngunnar séu í anda hennar.  Bent er á að mikilvægt sé að leiðtogar mættu í gönguna  þótt þeir kæmu frá ríkjum, sem alla jafna eru talin fjandsamleg tjáningarfrelsi, s.s. Tyrklandi, Rússlandi, Ungverkjalandi, Ísrael og Spáni  þurfi nú að fylgja þátttöku sinni eftir með pólitískum aðgerðum. EFJ varar hins vegar stjórnmálamenn í  Evrópu við því að falla í þá freistni að nota þessi voðaverk til að setja strangari þjóðaöryggislöggjöf þar sem gengið sé á rétt  einstaklinganna. Reynsla undanfarinna ára  hafi sýnt að veruleg hætta sé á að  fjölmiðlafrelsi verði fyrsta fórnarlambið í slíku „stríði gegn hryðjuverkum“ eða aðgerðum í nafni almenns öryggis. „Einu pólitísku viðbrögðin sem hæfa samstöðunni sem fram kom í samstöðugöngunni á sunnudag, eru að festa enn frekar í sessi frelsi og lýðræði. EFJ fyrir hönd 300 þúsund meðlima sinna vill gera sitt til að tryggja að svo muni verða,“ segir í tilkynningu frá samtökunum. Sjá einni hér  
Lesa meira
Samstöðu og samúðarkveðja frá BÍ

Samstöðu og samúðarkveðja frá BÍ

Hjálmar Jónsson formaður BÍ hefur á vettvangi Evrópusambands blaðamanna (EFJ)  sent frá sér stuðnings- og samúðarkveðjur vegna hryðjuverkanna í París í gær. Kveðjan er svohljóðandi: Blaðamannafélag Íslands fordæmir hryllilega árás á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í París í gær og lýsir samstöðu og samúð með þeim kollegum sem þar voru drepnir. Í  minningu fórnarlamba þessarar grimmilegu árásar er brýnt að undirstrika að táningarfrelsi verður ekki drepið með byssukúlu. Þessi atburður mun ekki ógna né þagga niður í blaðamönnum og frjálsri fjölmiðlun – í dag erum við öll Charlie!  Við sendum ættingjum og vinum fónarlambanna okkar dýpstu samúðarkveðjur.Hjálmar Jónsson, formaður BÍ  
Lesa meira
Samstöðufundur kl 18 við franska sendiráðið

Samstöðufundur kl 18 við franska sendiráðið

  „Rassemblement en hommage des victimes de l'attentat perpétré ce jour contre le journal Charlie Hebdo dans le jardin de l'ambassade de France“ ( Við skulum safnast saman fyrir framan franska sendiráðið til stuðnings fórnarlamba hryðjuverkaárásarinnar á höfuðstöðvar Charlie Hebdo í dag).   Þetta er yfirskrift fundarboðenda sem sett var á Facebook í gærkvöldi fyrir samstöðufund sem boðað hefur verið til klukk­an 18 í kvöld við franska sendi­ráðið vegna hryðju­verka­árás­ar­inn­ar í Par­ís í gær. Aðstand­end­ur hvetja fund­ar­gesti til að mæta með penna eða blý­anta en þannig hafa morðin á skop­mynda­teikn­ur­un­um verið for­dæmd á tákn­ræn­an hátt. Blaðamannafélagið tekur undir þá áskorun! Sjá einnig hér  
Lesa meira
BÍ: Forkastanlegur og hörmulegur atburður

BÍ: Forkastanlegur og hörmulegur atburður

Blaðamannafélag Íslands ásamt Alþjóðasambandi blaðamanna, Evrópusambandi blaðamanna og blaðamannafélögum um allan heim  hafa fordæmt drápin og árásina á ritstjórnarskrifstofur Charlie Hebdo í París.  “Við stöndum agndofa gagnvart þessum forkastanlega, fordæmalausa og  hörmulega atburði og óskiljanlegt og að men skuli grípa til voðaverka af þessu tagi.  Þetta brýnir okkur öll til að standa enn betur vörð um tjáningarfrelsið sem er undirstaða lýðræðislegra samfélagshátta,” segir Hjálmar Jónsson formaður Blaðamannafélags Íslands. Svipaðar yfirlýsingar hafa í dag verið að koma frá forystumönnum blaðamannafélaga um allan heim og umræða um tjáningarfrelsi og öryggi blaðamanna á eigin ritstjórnum hefur víða farið af stað. Sjá einnig hér   
Lesa meira