Fréttir

Prentmiðlar með stærstan hluta auglýsingakökunnar á Íslandi

Prentmiðlar með stærstan hluta auglýsingakökunnar á Íslandi

Mjög áhugaverðar upplýsingar um auglýsingamarkaðinn á Íslandi árið 2014  hafa verið birtar á vef Fjölmiðlanefndar en þar er í fyrsta sinn tekið saman hvernig auglýsingar  eða birtingarfé skiptis milli miðla á Íslandi.  Í ljós kemur að prentmiðlar fá stærstan hluta auglýsingakökunnar en sjónvarp fylgir fast á eftir. Þá  kemur í ljós að 2,6% alls birtingarfjár rennur til erlendra veffyrirtækja s.s. Google og Facebook sem er minna en í nágrannalöndum okar.  Samantektin er unnin í samstarfi Fjölmiðlanefndar og fimm stærstu birtingarhúsanna á Íslandi.  Sjá nánar hér  
Lesa meira
Al-Jazzeera í London

Al-Jazzeera skorið niður?

Búist er við að  Al-Jazeera  muni skera niður starfsemina hjá sér víðs vegar um heiminn og segja upp hundruðum manna vegna þess að olíuverð hefur fallið og vegna þess að búist er við miklum breytingum í fjárfestingastefnu. Þessi tíðindi koma nokkuð á óvart  því ekki eingöngu er talað um fækkun starfa um 800-1000 heldur hugsanlega líka að emírinn af Quatar muni draga verulega úr stuðningi við og hafi minni áhuga á fréttaþjónustu fyrirtækisins en faðir hans hafði, en Al Jazzeera hefur verið árangursrík leið til að hafa áhrif í arabaheiminum og raunar mun víðar.  Sjá nánar hér  
Lesa meira
Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra ásamt þeim Erlendi Bogasyni og Pétri Halldórssyni. Mynd: umhve…

"Lífríkið í sjónum við Ísland" fær verðlaun

Þáttaröðin „Lífríkið í sjónum við Ísland“ eftir þá Erlend Bogason og Pétur Halldórsson  fékk í gær fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Við sama tækifæri fengu  annars vegar hjónin Björn Halldórsson og Elisabeth Hauge á Valþjófsstöðum í Öxarfirði og hins vegar Völundur Jóhannesson á Egilsstöðum Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Í rökstuðningi dómnefndar fjölmiðlaverðlauna segir að þættirnir „Lífríkið í sjónum við Ísland“ séu dæmi um metnaðarfulla þáttagerð þar sem kastljósinu sé beint að heimi undir yfirborði sjávar sem flestum er hulinn. Myndefnið sé einstakt og handritið vel unnið og samvinna höfunda hafi skilað frábærum árangri sem eftir sé tekið og hafi borið hróður þeirra langt út fyrir landsteinana. Verkefnið sé „bæði skemmtilegt og fróðlegt og hefur meðal annars sérstöðu að því leyti að það er afrakstur framtaks sem var unnið umfram skyldu, af metnaði og áhuga og aðdáunarverðri seiglu.“ Þeir sem höfðu verið tilnefndir til fjölmiðlaverðlaunanna voru: Hallgrímur Indriðason, fréttamaður á RÚV, sem gerði deiluefni um virkjanakosti í Þjórsá góð skil í sjónvarpsfréttum 17. maí sl. Iceland Review, sem sagði frá eldgosinu í Holuhrauni í fjölda vandaðra og upplýsandi greina og með ljósmyndum sem komu hrikafegurð eldsumbrotanna og áhrifum þeirra á viðkvæma náttúru vel til skila. Þáttaröðin „Lífríkið í sjónum við Ísland“, sem er röð stuttra þátta ætluð til vekja athygli á fjölbreyttu náttúrulífi neðansjávar og sýnd var á sjónvarpsstöðinni N4.  
Lesa meira
Tækifæri til að hafa áhrif á nýjan stjórnarráðsvef

Tækifæri til að hafa áhrif á nýjan stjórnarráðsvef

Ástæða er til að benda blaðamönnum á tækifæri sem þeim gefst til að hafa áhrif á endurbætur sem nú er verið að gera á stjórnarráðsvefnum, en það er vefur sem blaðamenn þurfa mikið að nota.  Áhrifin geta þeir haft í gegnum könnun sem gerð er í tengslum við breytingarnar. Á vef forsætisráðuneytisins segir: „Bætt þjónusta við notendur og aukin hagkvæmni eru helstu markmið í vinnu sem hafin er og miðar að því að hleypa um mitt næsta ár af stokkunum nýjum og sameinuðum vef allra ráðuneyta.   Með sameiningu vefjanna batnar aðgengi til muna með því að notendur geta á einum stað sótt upplýsingar og þjónustu á vegum ráðuneyta með auðveldum hætti. Um leið er þess vænst að talsvert hagræði sé af því að viðhalda einum vef, en í dag eru vefir á vegum Stjórnarráðsins á fimmta tug þegar allt er talið.“ Sjá könnun hér Sjá frétt hér   
Lesa meira
Bild var myndalaust í gær

Bild var myndalaust í gær

Það voru engar myndir í þýska blaðinu Bild í  gær.  Bild tók einnig út allar ljósmyndir á heimasíðunni.    „Með þessu vildi ritstjórn blaðsins vekja fólk til umhugsunar um stöðu flóttafólks og einnig að mótmæla þeirri gagnrýni sem það fékk fyrir að birta mynd af látnum sýrlenskum dreng“, segir í áhugaverðri umfjöllun Þorvaldar Arnar Kristmundssonar ljósmyndara í pistli á fréttavef fjölmiðlafræðinema við Háskólann á Akureyri, Landpóstinum. Hér má sjá pistil Þorvaldar Hér má sjá annan pistil frá Þorvaldi um breytinguna á útliti Fréttablaðsins   http://www.landpostur.is/is/frettir/almennt/mynd-an-mynda
Lesa meira
Starfsfólk DB í upphafi

40 ár frá stofnun Dagblaðsins

  Í dag eru 40 ár liðin frá því að Dagblaðið var stofnað. Stofnun DB  markaði mikil tímamót í íslenskri fjölmiðlasögu og er tvímælalaust mikilvæg varða á leið blaðanna frá flokksblaðamennsku yfir í markaðsfjölmiðlun.  DV minnist stofnunar DB með veglegum hætti í dag og þar er m.a. að finna hringborðsumræður fimm starfsmanna DB  sem voru með frá byrjun sem Björn Jón Bragason stýrir. Þetta eru umræður þeirra  Jóhannesar Reykdal, útlitsteiknara blaðsins (JR), Jóns Birgis Péturssonar fréttastjóra (JBP), Sigurðar Hreiðars blaðamann (SH), Más E. M. Halldórssonar afgreiðslustjóra (MH) og Sveins R. Eyjólfssonar framkvæmdastjóra (SRE). Hér má sjá þessar hringborðsumræður  
Lesa meira
Blaðamaður með myndavél
Tilkynning

Blaðamaður með myndavél

„Blaðamaður með myndavél“ er heiti sýningar á ljósmyndum Vilborgar Harðardóttur blaðamanns. Sýningin er sett upp í Þjóðminjasafni Íslands með styrk fúr Menningarsjóði Blaðamannafélags Íslands og verður hún opnuð nú á laugardag, 12. september kl. 15.00. Í framhaldinu, eða laugardaginn 3. október munu Rauðsokkur halda málþing til heiðurs Vilborgu Harðardóttur í fyrirlestrarsal Þjóðminjasafnsins      
Lesa meira
Ógnir við tjáningarfresli í ÖSE

Ógnir við tjáningarfresli í ÖSE

Mánudaginn 7. september verður haldinn fundur í fundarsal Þjóðminjasafnsins undir yfirskriftinni „Ógnir við tjáningarfrelsi  í fjölmiðlum og á internetinu“. Dunja Mijatovic, fulltrúi ÖSE fyrir frelsi fjölmiðla, mun fjalla um þær áskoranir sem frjálsir fjölmiðlar og tjáningarfrelsi standa frammi fyrir á ÖSE svæðinu. Í erindi sínu mun hún meðal annars ræða um hvernig áróðri er markvisst beitt í milliríkjaátökum og segja frá því hvernig öryggi blaðamanna og bloggara  er víða ógnað, ekki síst kvenna sem starfa í fjölmiðlum. Fundurinn hefst kl 12.15 og stendur til kl 13.30. Um Dunja Mijatovic hér  
Lesa meira
Khadija Ismayilova

Dómi yfir blaðamanni mótmælt

Fjölmargir aðilar, þar á meðal  Bandaríkin, Evrópuráðið og ÖSE,  hafa fordæmt dóm yfir Khadija Ismayilova sem er  azerbajdanískur blaðamaður hjá Radio Free Europe/Radio Liberty, en hún var fyrr í vikunni dæmd  í   sjö og hálfs árs fangelsi.  Ismayilova hefur sagt margar  fréttir á undanförnum misserum sem hafa komið stjórnvöldum í  Azerbajdan illa.  Fjölmiðlanefnd fjallar um málið í frétt á heimasíðu sinni.  
Lesa meira
EFJ: Orðanotkun skiptir máli

EFJ: Orðanotkun skiptir máli

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hefur sent frá sér áminningu til félagsmanna sinna og fjölmiðla almennt þar sem minnt er á ákvæði siðareglna Alþjóðasambands blaðamanna um hættuna á að umfjöllun geti stuðlað að mismunun. Í siðareglunum segir m.a. að blaðamenn “skuli vera meðvitaðir um hættuna á því að mismunun gagnvart tilteknum hópum  aukist fyrir tilverknað fjölmiðla og að fjölmiðlafók eigi að gera alt sem í þess valdi stendur til að forðast mismunun á grundvelli kynþáttar, kynferðis, kynhneigðar, tungumáls, trúar, stjórnmála- eða annarra skoðana og uppruna” (IFJ Declaration of Principles on the Conduct of Journalists). Tilefni þessarar áminningar er umfjöllun evrópskra fjölmiðla um fljóttamannamál og mikinn fjölda flóttamanna sem  leitar skjóls í Evrópu. EFJ segir að nú sé sérstaklega mikilægt að fjölmiðlar gæti orða sinna og noti hugtök og orð sem séu í samræma við ástandið en ýki það ekki eða skapi óþarfa ótta hjá fólki, enda geti verið stutt í útlendingahatur og hatursorðræðu. Ricardo Gutiérrez, framkvæmdastjóri EFJ, segir brýnt að ritstjórar og blaðamenn ræði um orðanotkun og velti henni fyrir sér vegna þess að orð skipti miklu máli. Hann vitnar í heimspekinginn, skáldið og útlærðan blaðamanninn Albert Camus sem sagði að það "að nefna hluti röngum nöfnum bætti á böl heimsins”.   Sjá einnig hér  
Lesa meira