Fréttir

DJ í vill breyta upplýsingalögum

DJ í vill breyta upplýsingalögum

Blaðamannafélagið í Danmörku (DJ) hefur sett af stað herferð þar sem krafist er endurskoðunar á dönsku upplýsingalöggjörinni og hefur félagið tengt herferðina við kosningarnar sem fram fóru þar í landi í síðustu viku. Herferðin gengur út á að aukið verði gegnsæi í stjórnsýslunni og aðgegni  bæði almennings og blaðamanna verði bætt að skjölum og upplýsingum. Þessi herferð Dananna hefur fengið stuðning frá Evrópusambandi blaðamanna (EFJ) sem segir mikilvægt að dönsk stjórnvöld vinni samkvæmt evrópskum viðmiðum um upplýsingagjöf.  Sjá einnig hér  
Lesa meira
Ekki bort gegn siðareglum

Ekki bort gegn siðareglum

Siðanefnd BÍ hefur úrskurðað að Lóa Pind Aldísardóttir hafi ekki brotið gegn siðareglum BÍ þegar hún birti skjáskot af Facebooksíðu í sjónvarpsþættinum „Brestir“ fyrr á þessu ári. Sjá úrskurðinn  hér
Lesa meira
Magnús Geir útvarpsstjóri tekur við verðlaununum frá  Sigurði Inga umhverfisráðherra í fyrra.

Auglýst eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til Fjölmiðlaverðlauna sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru þann 16. September í haust. Samhliða er auglýst eftir tilnefniningum til Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Fjölmiðlaverðlaunum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er ætlað að hvetja til hverskyns umfjöllunar um íslenska náttúru, hvort heldur er í því skyni að vekja athygli á einstakri náttúru landsins eða benda á þær ógnir sem steðja að íslenskri náttúru og mikilvægi þess að varðveita hana og vernda til framtíðar. Óskað er eftir tilnefningum til beggja viðurkenninga í síðasta lagi 16. ágúst 2015. Tilnefningar með rökstuðningi sendist umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík, eða á netfangið postur@uar.is Í fyrra hlaut  RÚV, hljóðvarp og sjónvarp Fjölmiðlaverðlaunin fyrir ítarlega og vandaða umfjöllun um almannarétt og gjaldtöku fyrir aðgang að náttúruperlum. Sjá einnig hér og hér 
Lesa meira
Halldór Halldórsson

Halldór Halldórsson látinn

 Halldór Halldórsson blaðamaður er látinn, en hann lést 11. júní, , eftir langa baráttu við lungnasjúkdóm. Hann varð 65 ára. Halldór var um skeið varaformaður BÍ og átti á sínum tíma sæti í siðanefnd félagsins. Hann starfaði á Alþýðublaðinu, RÚV, Íslendingi og var ritstjóri Helgarpóstsins. Árni Þórarinsson blaðamaður og rithöfundur tók athyglisvert viðtal við Halldór, m.a. um rannsóknarblaðamennsku  í útvarpsþættinum „Segðu mér“ á Rás 1 í síðasta mánuði og má hlusta á það viðtal hér. Sjá meira um Halldór hér
Lesa meira
Flestir fara á mbl.is og visir.is

Flestir fara á mbl.is og visir.is

Flestir einstaklingar heimsóttur mbl.is og visir.is í maí 2015 Vefmiðlarnir mbl.is og visir.is eru þeir vefir í fjölmiðlarannsókn MMR sem flestir einstaklingar heimsóttu á meðal viku í maí 2015. Á meðal viku í maí heimsóttu 87,5% Íslendinga á aldrinum 12-80 ára mbl.is og 81,7% heimsóttur visir.is. Þegar aldurshópurinn 12-50 ára er skoðaður sérstaklega má sjá að 92,7% Íslendinga á aldrinum 12-50 ára heimsóttu mbl.is og 87,5% heimsóttu visir.is á meðal viku í maí. Samkvæmt mælingum MMR og Modernus varð veruleg aukning á síðuflettingum á fotbolta.net í maí 2015. Í apríl 2015 var vefnum fotbolti.net flett 1,3 milljón sinnum en fjölgaði í 1,8 milljón flettingar í maí (innlend umferð eingöngu). fotbolti.net er því sá íþróttavefur sem hefur flestar flettingar samkvæmt mælingum MMR og Modernus. Til samanburðar má nefna að íþróttavef mbl.is var flett 658 þúsund sinnum í maí og á íþróttavef visir.is voru gerðar 512 þúsund flettingar. Á meðal viku í maí 2015 heimsóttu 17,4% einstaklinga á aldrinum 12-80 ára vefnum fotbolti.net og fletti hver notandi vefnum að jafnaði 44 sinnum. Í apríl 2015 var vefnum fotbolti.net flett 1,3 milljón sinnum en fjölgaði í 1,8 milljón flettingar í maí (innlend umferð eingöngu). fotbolti.net er því sá íþróttavefur sem hefur flestar flettingar samkvæmt mælingum MMR og Modernus. Til samanburðar má nefna að íþróttavef mbl.is var flett 658 þúsund sinnum í maí og á íþróttavef visir.is voru gerðar 512 þúsund flettingar. Á meðal viku í maí 2015 heimsóttu 17,4% einstaklinga á aldrinum 12-80 ára vefnum fotbolti.net og fletti hver notandi vefnum að jafnaði 44 sinnum. Sjá einnig hér
Lesa meira
Fyrir utan ERT

Gríska ríkisútvarpið opnað á ný

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) fagnaði í morgun með  heimamönnum því að gríska ríkisútvarpið ERT var enduropnað eftir að það hafði verið lokað í nákvæmlega tvö ár. Það var 11. júní 2013 sem ERT var lokað og urðu þá 2600 starfsmenn stofnunarinnar atvinnulausir.  Samkvæmt nýlegum yfirlýsingum stjórnvalda er gert ráð fyrir að endurráða flesta starfsmennina sem hættu fyrir tveimur árum, en ýmsir hættu þó störfum og fóru fyrr á eftirlaun.  Alls er búist við að um 1500 manns muni verða endurráðnir en óljóst er enn á hvaða kjörum og með hvaða réttindum.  Sjá einnig hér  
Lesa meira
Frakkland: Víðtæk mótmæli en eftirlitslög samþykkt

Frakkland: Víðtæk mótmæli en eftirlitslög samþykkt

Franska þingið samþykkti í dag umdeilt frumvarp sem eykur heimildir til eftirlits og persónunjósna og er yfirlýstur tilgangur þess að auka varnir gegn árásum íslamskra öfgahópa.  Frumvarpið sem nú er orðið að lögum var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í þinginu, 438 gegn 86, heimilar m.a. miklu víðtækari söfnun upplýsinga um fólk en áður og það kemur í beinu framhaldi af röð hryðjuverka í París í janúar síðast liðnum þegar 17 manns létu lífið. Bæði Alþjóðasamband blaðamanna og Evrópusamband blaðamanna höfðu í gær sent  François Hollande forseta Frakklands bréf þar sem frumvarpinu var mótmælt og bent á að það myndir hafa stórfelldar afleiðingar fyrir frelsi fjölmiðla og möguleika blaðamanna til að vernda heimildarmenn sína. Almenn´og víðtæk mótmæli hafa að undanförnu verið í Frakklandi gegn frumvarpinu.  Sjá einnig hér  
Lesa meira
Christian Jensen ritstjóri Information sést hér afhenda gylltu stunguskólfuna fyrir 2013 til vinning…

Vilja heiðra hina daglegu blaðamennsku

 Í Danmörku telja menn ástæðu til að reyna að lyfta upp og draga athygli að því sem gert er vel í blaðamennsku frá degi til dags, því sem kalla mætti hversdagsblaðamennsku, og hafa nú verið útbúnir tveir nýir verðlaunaflokkar í hinum svokölluðu „Stunguskólfu“ blaðamannaverðlaunum til að beina athyglinni að þessum mikilvæga þætti blaðamennskunnar. Stunguskófluverðlaunin hafa verið veitt til  svæðismiðla og staðarmiðla fyrir gagnrýna rannsóknarblaðamennsku. Þessu til viðbótar voru nú einnig veitt verðlaun í tveimur nýjum flokkum sem eiga að heiðra daglega blaðamennsku. Annars vegar er um að ræða flokk hversdagsblaðamennskuverðlauna og hins vegar  flokk umfjöllunar eða ritraðarverðlauna, en þetta er raunar stærsti hluti þeirrar blaðamennsku sem stunduð er á staðbundnum miðlum og raunar flestum miðlum.  Það eru samtök sem kalla sig „Skóflustungu dýpra“ sem standa að þessum verðlaunum og er Bruno Ingimann, aðalritstjóri Midtjyske Medier meðlimur í þeim samtökum. Hann segir: „Nýju flokkarnir eiga að hvetja til jákvæðrar þróunar á gæðablaðamennsku í staðbundnum miðlum. Oft hafa það verið stóru svæðisbundnu miðlarnir sem hafa fengið Skóflustunguverðlaunin en með þessari breytingu vonum við að smærri staðbundnir miðlar sjái tilefni til að reyna sig við verðlaunin.“ Sjá einnig hér  
Lesa meira
Erla vann í þriðja sinn!!!

Erla vann í þriðja sinn!!!

Mannréttindadómstóll Evrópu dæmdi í morgun íslenska ríkið brotlegt gegn 10. grein Mannréttindasáttmála Evrópu í máli sem Erla Hlynsdóttir blaðamaður höfðaði. Er þetta í þriðja sinn sem Erla vinnur mál fyrir MDE gegn íslenska ríkinu og er nánast einsdæmi að einn og sami einstaklingurinn vinni svo mörg mál fyrir dómstólnum. Málið snýst um grein í DV frá 2007 um kókaínsmyglmál og voru aðilar nafngreindir í umfjölluninni. Hæstiréttur hafði síðan dæmt Erlu og þáverandi ritstjóra Sigurjón M Egilsson brotleg  í máli sem reis vegna umfjöllunarinnar. Gunn­ar Ingi Jó­hanns­son, lögmaður Erlu,  var í viðtali við  mbl.is í morgun og kvaðst þar ánægður með niðurstöðuna.  Hann hefur verið lögmaður Erlu í  ölum þremur málunum auk þess sem hann var lögmaður Bjarkar Eiðsdóttur sem einnig vann mál fyrir MDE.  Sjá dóminn hér  Sjá einnig umfjöllun hér og  hér og hér  
Lesa meira
Nýstárleg og óhefðbundin umfjöllun verðlaunuð

Nýstárleg og óhefðbundin umfjöllun verðlaunuð

Evrópska blaðamannamiðstöðin (EJC) hefur tilkynnt um sigurvegara í „Frumkvöðlasamkeppni í þróunarumfjöllun“ en það er samkeppni þar sem athyglinni er beint að fréttaflutningi og umfjöllun um málefni þróunar þar sem nálgun og viðfangsefni eru nýstárleg og óhefðbundin.  Alls fengu 133 verkefni tilnefningu til verðlaunanna en 14 þeirra hafa nú verið valin til verðlauna og er verðlaunafé í heild um 250 þúsund evrur. Verðlaunaverkefnin koma frá Belgíu, Danmörku,Ítalíu, Spáni, Hollandi og Bretlandi og fjalla um mjög ólíka hluti.  Þannig má nefna umfjöllun um fjölmenningarlegt heilbrigðiskerfi í Bólivíu, tilraunir við að útrýma mænusótt, og úttekt á því hvernig rusl sem ruslatínslufólk á Haiti og á Indlandi endar sem íhlutir í 3D prentara, sem dæmi um það sem verkefnin fjalla um. Almennt er umfjöllunin í þessum verkefnum margþætt, á nýstárlegu miðlunarformi og óhefðbundin.  Sjá verkefnin hér  
Lesa meira