EFJ: Lækkun virðisauka nýtist ritstjórnarefni á netinu

Á nýlegum fundi fulltrúa úr framkvæmdastjórn Evrópusambands blaðamanna (EFJ) og Evrópusamtaka blaðaútgefenda (ENPA)   kom fram að blaðamenn og útgefendur gætu átt sameiginlegara hagsmuna að gæta varðandi breyttar reglur um útgáfu blaða og fjölmiðla almennt.  Blaðamenn hafa verið að benda á að aðhalds og hagræðingaraðgerðir í fjölmiðlum sé farið að  bitna á gæðum blaðamennskunnar á meðan útgefendur draga slíkt í efa en benda á að umhverfi fjölmiðlarekstrar sé sífellt að verða erfiðara. ENPA hefur í því sambandi verið að benda á að brýnt sé að fá viðrisaukaskatt á fjölmiðla lækkaðan og óskaði eftir fulltingin EFJ og annarra blaðamannasambata við slíka kröfu á fundinum á dögunum. EFJ  telur að slíkur stuðningur og sameiginleg krafa komi mjög sterklega til greina að því gefnu að sá ávinningur sem náist með lækkuðum virðisaukaskatti verði nýttur til að búa til ritstjórnarefni, ekki síst efni sem geti verið á stafrænu formi fyrir netið.

 Sjá einnig hér