Fréttir

Færri bera traust til fjölmiðla

Færri bera traust til fjölmiðla

Færri treysta  fjölmiðlum í dag heldur en fyrir tveimur árum ef marka má könnun MMR á trausti til fjölmiðla sem lauk þann 14. desember síðastliðinn.  Ríkisútvarpið ber höfuð og herðar yfir aðra fjölmiðla en traust til Fréttastofu RÚV mælist 69%  og til ruv.is  67%.  Í frétt frá MMR segir að í flokki netfréttamiðla naut mbl.is næst mest trausts meðal almennings (á eftir ruv.is). Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 41% bera mikið traust til mbl.is. Traust til mbl.is hefur þó dregist nokkuð töluvert saman frá nóvember 2013 þegar 50% aðspurðra sögðust bera mikið traust til mbl.is. Af þeim sem tóku afstöðu nú sögðust 33% bera mikið traust til visir.is, 31% sögðust bera mikið traust til kjarninn.is, 28% til stundin.is, 17% til vb.is og 8% til dv.is. Sá prentmiðill sem flestir báru mikið traust til var Morgunblaðið (37%). Þar á eftir fylgdi Fréttablaðið (30%), en þeim sem sögðust bera mikið traust til Fréttablaðsins hefur fækkað um 9% síðan árið 2013. 27% svarenda sögðust bera mikið traust til Viðskiptablaðsins, 26% sögðust bera mikið traust til Stundarinnar og 25% til Fréttatímans. 7% svarenda sögðust bera mikið traust til DV Sjá einnig hér  
Lesa meira
Jólakveðja!

Jólakveðja!

  .
Lesa meira
EFJ: Átak gegn hatri

EFJ: Átak gegn hatri

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) í félagi við nokkur samtök sem láta sig tjáningarfrelsi og mannréttindi varða ýtti i vikunni af stað átaki gen hatri og mismunun í fjölmiðlum.  Það er mat EFJ að vegna gríðarlega mikilvægs hlutverks fjölmiðla í opinberri stefnumörkun og á skoðanamyndun almennings sé vert að vekja athygli á hættunni sem skapast hefur með vaxandi tilhneiginu í opinberri umræðu til að kenna flóttafólki, hælisleitendum og ýmsum minnihlutahópum um hvaðeina sem miður fer.  Bendir sambandið á að þrátt fyrir mjög góða blaðamennsku og hetjulega framgöngu margra blaðamanna sé þörf á átaki til að gera slíkum siðferðilegum viðmiðum blaðamennskunnar enn hærra undir höfði. Sjá einnig hér  
Lesa meira
Aukin áhersla á mjúkar fréttir

Aukin áhersla á mjúkar fréttir

Í nýútkomnu hefti af tímaritinu Stjórnmál og stjórnsýsla er grein eftir Valgerði A. Jóhannsdóttur kennara í blaðamennsku við Háskóla Íslands um markaðsvæðingu frétta. Það er gerð grein fyrir hluta af rannsókn sem hún hefur gert á innihaldi fjölmiðla og segir í útdrætti m.a. um niðurstöðurnar: „Þær benda til þess að umfang frétta af pólitík og efnahagsmálum sé hlutfallslega minna nú en var fyrir hrun, en svokallaðar mjúkar fréttir, af íþróttum, afþreyingu og frægu fólki séu að sama skapi hlutfallslega fleiri. Það á einkum við um vefmiðlana en síður um dagblöðin.“ Sjá greinina í heild hér
Lesa meira
Hin sorglega mynd af hinum unga Aylan Kurdi hefur orðið tilefni mikilla umræðna um myndbirtingar.

Ritstjórnarlegar ákvarðanir um myndbirtingar

Hvernig fer ákvarðanataka fram um myndbirtingu,  hvort heldur sem er í formi ljósmynda eða myndskeiðs, á prenti, í sjónvarpi eða á netinu, af flóttamönnum og fórnarlömbum stríðsátaka? Eiga blaðamenn að vera gagnrýnni á það hvernær birta á slíkat myndir eð atúlka það sem þar er sýnt?  Þessum og fleiri spurningum er varpað fram í áhugaverðri tiltölulega stuttri samantekt sem  Siðanet blaðamennskunnar (Ethical Journalism Network, EJN) hefur birt og ber yfirskriftina „Refugee Images – Ethics in the Picture“. Að greinargerðinni ásamt EJN standa Maud van de reijt,  sem er hollenskur rannsóknarblaðamaður og sagnfræðingur og Misja Pekel sem er dagskrárgerðarmaður og höfundur heimildamynda. Fyrr á þessu ári gerðu þessir tveir  heimildarmyndina „Sea of pictures“ sem vakt talsverða athygli og umræður en hún fjallaði um ritstjórnarlegar ákvarðanir varðandi birtingu hinna átakanlegu myndar af Aylan Kurdi.  Sú mynd og raunar ýmsar fleiri hafa orðið tilefni umræðu  vítt um heim um ritstórnarákvarðanir varðandi myndbirtingu í tengslum við flóttamenn og þá miklu þjóðflutninga sem orðið hafa á síðustu misserum.   Sjá greinargerðina í heild hér
Lesa meira
Frá mótmælum í Póllandi

EFJ mótmælir takmörkun fjölmiðlaaðgengis

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hefur í dag mótmælt harðlega áformum stjórnarflokksins í Póllandi, flokks Laga og reglu (PiS), um að takmarka verulega aðgengi fjölmiðla að pólska þinginu. Mótmæli hafa staðaið yfir í Pollandi vegna þessa máls alla helgina þar sem mörg þúsund manns hafa tekið þátt. Sjá einnig hér
Lesa meira
Rupert Murdoch. Ítök hans á breskum fjölmiðlamarkaði aukast enn.

Samþjöppun eignarhalds: 21st Century Fox yfirtekur Sky

Samkomulag hefur náðst um kaup  21st Century Fox, fyrirtækis Ruperts Murdochs,  á rúmlega 60% hlut í sjónvarpsstöðinni Sky.  Þar með eignast félag Murdochs allt hlutaféð í Sky en áður átti það tæp 40%.  Þetta hefur orðið til þess að ýmsir hafa viðrað áhyggjur vegna gríðarlegra ítaka Murdocs á breskum fjölmiðlamarkaði, en stórblöðin The Sun og The Times eru nú þegar í hans eigu.  Sjá meira hér
Lesa meira
348 blaðamönnum haldið föngnum

348 blaðamönnum haldið föngnum

Samtökin Fréttamenn án landamæra hafa nú birt hina árlegu samantekt sína á því hversu margir blaðamenn eru í fangelsi, haldið sem gíslum eða er saknað í heiminum.   Mikil fjölgun, um 6% hefur orðið síðan sambærilegar tölur voru birtar í fyrra, en alls er 348 blaðamönnum haldið föngnum eða þeirra saknað nú. Fjöldi starfandi blaðamanna sem haldið er föngnum í Tyrklandi hefur aukist sérstaklega mikið eða um 22% og munar þar mest um atburðarásina sem varð eftir meinta hallarbyltingartilraun í júlí. Yfir 100 blaðamenn eru hún í haldi í tyrkneskum fangelsum og hefur samtökunum Fréttamenn án landamæra tekist að sýna fram á orsakatengsl milli fangelsunar 41 þessara blaðamanna og þess sem þeir hafa verið að fjalla um sem blaðamenn. Sjá nánar hér  
Lesa meira
Frá formlegri útgáfu bókarinnar í húsakynnum BÍ sl. föstudag.  (Mynd: Morgunblaðið/Goli)

Í hörðum slag - Íslenskir blaðamenn II

Í hörðum slag, íslenskir blaðamenn II er nafnið á nýrri bók sem Blaðamannafélagið stendur að útgáfu á.   Í þessari einstöku  bók greina 15 þjóðþekktir íslenskir blaðamenn frá  sjónarmiðum sínum og reynslu af blaðamennsku á seinni hluta 20. aldar og upphafi þessarar aldar. Formleg útgáfa bókarinnar var í húsakynnum BÍ í Síðumúlanum sl. föstudag að viðstöddum flestum þeirra sem rætt er við í bókinni. Guðrún Guðlaugsdóttir er höfundur viðtalanna og nær af næmni að skyggnast með viðmælendum sínum baksviðs í  frétta- og þjóðmálaumræðu á miklum umbrotatímum í Íslandssögunnar.  Þannig gefst einstakt tækifæri til að kynnast samtímis mikilvægum vendingum í fjölmiðlun á Íslandi og kynnast einstaklingum sem  öðrum fremur hafa stjórnað upplýsingastreymi  til almennings áratugum saman.  Viðtölunum fylgja nýjar glæsilegar portrettmyndir Kristins Ingvarssonar af viðmælendum. Bókin hefur einnig að geyma einstakan  ljósmyndakafla sem byggir á fréttaljósmyndasafni Gunnars V.  Andréssonar sem hefur skráð með myndrænum hætti sögu þjóðarinnar í 50  ár. Bókinni lýkur á fræðilegri samantekt um fagvæðingu blaðamannastéttarinnar, sem Birgir Guðmundsson dósent við Háskólann á Akureyri skrifar, en hann er jafnframt ritstjóri bókarinnar. Þeir  sem rætt er við í bókinni eru:   Björn Vignir Sigurpálsson, Magnús Finnsson, Steinar J Lúðvíksson, Kári  Jónasson, Ingvi Hrafn Jónsson, Freysteinn Jóhannsson, Árni Johnsen,  Jóhanna Kristjónsdóttir, Styrmir Gunnarsson, Kjartan L. Pálsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Gunnar V.  Andrésson, Jóhannes Reykdal, Úlfar Þormóðsson, og Sigurdór  Sigurdórsson. Bókin kemur út í tilefni afmælis  Blaðamannafélagsins sem verður 120 ára á næsta ári.  Það er Blaðamannafélagið sem gefur út bókina í samvinnu við Sögur útgáfu og Háskólann á Akureyri.  
Lesa meira
Laura Kuenssberg, blaðamaður ársins í Bretlandi

Bresku blaðamannaverðlaunin

Laura Kuenssberg, ritstjóri pólitískrar umfjöllunar hjá BBC fékk í vikunni útnefningu sem blaðamaður ársins hjá bresku blaðamannaverðlaununum „Press Gazette's British Journalism Awards.“  Verðlaunin fær hún fyrir „að hafa staðið í lappirnar“, eins og dómnefnd orðar það, í umfjölluninni um Brexit.  Um er að ræða tiltölulega ný verðlaun, fyrst afhent árið 2012,  sem sett voru á fót í kjölfar símahlerunar-hneykslisins og Leveson rannsóknarinnar. Hugmyndin er að þetta séu hin „bresku Pulizer-verðlaun“. Verðlaunin eru veitt í 13 flokkum. Fyrir rannsóknarblaðamennsku deildu Guardian og Panoramaþátturinn á BBC verðlaununum fyrir umfjöllun sína byggða á Panamaskjölunum, sem hafði gríðarleg áhrif á stjórnmál í Bretlandi.  Panamaskjölin höfðu mikil áhrif á æðstu stöðum stjórnkerfa nokkurra landa, þar á meðal í Bretlandi, Rússlandi og á Íslandi. Sjá meira hér  
Lesa meira