Fréttir

Aðalfundur BÍ verður fimmtudaginn 6. apríl 

Aðalfundur BÍ verður fimmtudaginn 6. apríl 

Aðalfundur Blaðamannafélags Íslands árið 2017 verður haldinn fimmtudaginn 6. apríl n.k. að Síðumúla 23 3. hæð, 108 Reykjavík þar sem félagið er til húsa og hefst fundurinn stundvíslega kl. 20.00  Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörfSkýrslur frá starfsnefndum Kosningar*LagabreytingarÖnnur mál  *Framboð til formanns BÍ þarf að berast skrifstofu BÍ ekki síðar en tveimur vikum fyrir boðaðan aðalfund.  
Lesa meira
Ráðhúsið: Blaðamannaverðlaun afhent

Ráðhúsið: Blaðamannaverðlaun afhent

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, Tryggvi Aðalbjörnsson, Sigrún Ósk Kristjánsdóttir og Jóhannes Kr. Kristjánsson fengu í dag Blaðamannaverðlaun BÍ  fyrir árið 2016 hvert í einum þeirra fjögurra flokka sem verðlaunin eru veitt í. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, Stundinni,  fékk verðlaun í flokknum Viðtal ársins 2016  fyrir viðtalið Engillinn sem villtist af leið. Í rökstuðningi dómnefndar segir:  „Viðmælandinn, Berglind Ósk Guðmundsdóttur, rekur örlög systur sinnar, Kristínar Gerðar, sem svipti sig lífi eftir langa og harða baráttu við eiturlyfjafíkn og geðsjúkdóma. Í kjölfar misnotkunar í æsku leiddist Kristín Gerður út í vændi og árum saman glímdi hún við afleiðingar þess; yfirþyrmandi angist, vonleysi og hræðslu. Ingibjörg Dögg nálgast vandmeðfarinn efnivið af nærgætni og fagmennsku. Hún nær góðu sambandi við viðmælanda sinn og dýpkar frásögnina með heimildavinnu. Þannig styðst Ingibjörg Dögg meðal annars við dagbókarfærslur hinnar látnu systur og nafnlaus viðtöl sem Kristín Gerður veitti í lifanda lífi. Engillinn sem villtist af leið er áminning um hversu erfitt það er að komast út úr svo erfiðum aðstæðum, hve litla aðstoð er að fá og hvernig kerfið brást Kristínu Gerði á ögurstundu.“ Tryggvi Aðalbjörnsson, RÚV, fékk verðlaunin í flokknum Rannsóknarblaðamennska ársins 2016 fyrir umfjöllun sína um Brúnegg. Í rökstuðningi dómnefndar segir: „Tryggvi fletti ofan af einu stærsta neytenda- og dýravelferðarmáli undanfarinna ára með umfjöllun sinni um illa meðferð á varphænsnum hjá Brúneggjum. Mánuðum saman safnaði Tryggvi miklum upplýsingum frá Matvælastofnun sem sýndu marg ítrekuð brot Brúneggja á lögum um velferð dýra og reglugerð um velferð alifugla. Einnig sýndu gögnin hvernig neytendur hafa verið blekktir árum saman með merkingum Brúneggja um vistvæna framleiðslu, þrátt fyrir að hafa aldrei uppfyllt reglur um slíkt. Af þessu vissi Matvælastofnun, en upplýsti ekki. Eftirlitsstofnanir eru mikilvægar stofnanir í nútímasamfélagi en til þess að þær virki sem skyldi þurfa þær að hafa bit þegar á þarf að halda. Það er hlutverk fjölmiðla að upplýsa almenning um brotalamir fyrirtækja og blekkingar. Það er ekki síður mikilvægt að fjölmiðlar upplýsi um máttleysi eftirlitsstofnana þegar að þær bregðast svo hægt sé að krefjast úrbóta.“ Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, Stöð 2, fékk verðlaunin í flokknum Umfjöllun ársins 2016 fyrir þáttaröðina Leitin að upprunanum.  Í rökstuðningi dómnefndar segir: „Sigrún uppfyllti ósk þriggja ættleiddra kvenna um að hitta líffræðilegar mæður sínar. Um leið gaf hún landsmönnum einstakt tækifæri til að upplifa tilfinningaríka endurfundi eftir áratuga aðskilnað. Það sýnir metnað að ráðast í leitina og elju að árangur náðist, enda margra mánaða undirbúningur að baki og vinna sem margir hefðu talið óvinnandi verk. Vandað var til þáttanna og útsjónarsemi sýnd í rannsókn sem náði til ólíkra landa, þar sem fátækrahverfi Srí Lanka og fjallaþorp í Tyrklandi komu við sögu. Upplifun kvennanna var reifuð af virðingu og náðust myndir af einstökum augnablikum í lífi þeirra. Leit Sigrúnar Óskar að uppruna kvennanna sýnir að blaðamenn geta af litlum efnum áorkað miklu. Verkefnið á sér ekki hliðstæðu hér á landi og er Leitin að upprunanum besta umfjöllun ársins.“ Jóhannes Kr. Kristjánsson, Reykjavík media,  fékk verðlaunin í flokknum Blaðamannaverðlaun ársins 2016 fyrir ítarlega rannsókn á Panama-skjölunum.  Í rökstuðningi dómnefndar segir: „Birting Panama-skjalanna á síðasta ári olli gífurlegu umróti hér á landi. Hér urðu ein mestu mótmæli sem um getur, forsætis¬ráðherrann varð að segja af sér, efnt var til þingkosninga fyrr en áætlað var og ný stjórn tók við völdum. Jóhannes vann einn í marga mánuði í samvinnu við erlenda rann-sóknarblaðamenn að rannsókn á Panama-skjölunum sem margir helstu fjölmiðlar heims birtu fréttir upp úr á sama tíma. Við úrvinnslu fréttanna naut hann samvinnu við sænska sjónvarpið, RÚV, Kastljós, Stundina, Kjarnann og Fréttatímann, sem birtu fjölmargar fréttir byggðar á Panama-skjölunum og frumvinnu Jóhannesar. Auk þess fékk hann Aðalsteinn Kjartansson til liðs við sig stuttu fyrir Kastljós-þáttinn fræga. Allt þetta byggði á vandaðri blaðamennsku, samvinnu margra fjölmiðla og fyrst og fremst mikilli undirbúningsvinnu. Jóhannes hefur um áraraðir lagt stund á rannsóknarblaðamennsku, sótt fjölmargar ráðstefnur og fundi um efnið og byggt upp tengslanet sem leiddi til þessara frétta.“ Einnig voru í dag afhent verðlaun fyrir Myndir ársins í ýmsum flokkum, en verðlaun fyrir Mynd ársins 2016 fékk Heiða Helgadóttir.    
Lesa meira
Blaðamannahátíð í Ráðhúsinu

Blaðamannahátíð í Ráðhúsinu

Blaðamannaverðlaun BÍ verða veitt á morgun og á sama tíma verða verðlaun veitt fyrir Myndir ársins ásamt því að árleg sýning Blaðaljósmyndarafélagsins á bestu myndum ársins 2016 verður opnuð. Opnun sýningarinnar og verðlaunaafhending hefst klukkan 15.00 í Tjarnarsalnum í Ráðhúsinu í Reykjavík. Eins og  síðustu ár verða Blaðamannaverðlaunin veitt í fjórum flokkum en þeir eru þessir: • Besta umfjöllun ársins 2016  • Viðtal ársins 2016 • Rannsóknarblaðamennska ársins 2016  • Blaðamannaverðlaun ársins 2016 Þau sem tilnefnd eru af dómnefnd í flokkunum fjórum eru eftirfarandi: Viðtal ársins Auður Ösp Guðmundsdóttir, DV. Fyrir viðtal við Margréti Fenton um örlög dóttur hennar, Söndru Sigrúnar, sem afplánar nú 37 ára fangelsi fyrir vopnuð rán í Bandaríkjunum. Helgi Seljan, Kastljósi RÚV. Fyrir viðtal við hjónin Sigríði Eyrúnu Friðriksdóttur og Karl Olgeirsson um barnsmissi sem þau urðu fyrir vegna mistaka í fæðingu á Landspítalanum. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, Stundinni. Fyrir viðtal við Berglindi Ósk Guðmundsdóttur sem segir sögu systur sinnar, Kristínar Gerðar, sem svipti sig lífi eftir áralanga baráttu við eiturlyfjafíkn og afleiðingar misnotkunar.   Rannsóknarblaðamennska ársins Hörður Ægisson, DV.  Fyrir umfjöllun um milljarða bónusgreiðslur slitastjórna Kaupþings og ALMC sem greiddar voru í kjölfar nauðasamninga og samninga um stöðugleikaframlag.  Tryggvi Aðalbjörnsson, RÚV. Fyrir umfjöllun um brot Brúneggja ehf. gegn dýravernd og svik við neytendur og máttleysi eftirlitsstofnana til að takast á við brotin. Þórður Snær Júlíusson, Kjarnanum. Fyrir fréttaskýringar um skiptingu auðs á Íslandi og misskiptingu gæða þrátt fyrir lítinn launamun í alþjóðlegum samanburði . Umfjöllun ársins Guðrún Hálfdánardóttir, Mbl.is. Fyrir fréttaskýringar um Sýrland, vaxandi þjóðernishyggju í tengslum við flóttamenn þaðan og lítinn áhuga ráðamanna í Evrópu fyrir að taka á móti þeim. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, Stöð 2. Fyrir þáttaröðina Leitin að upprunanum sem segir sögu þriggja ættleiddra kvenna og árangursríka eftirgrennslan landa á milli um rætur þeirra. Svavar Hávarðsson, Fréttablaðinu. Fyrir fréttaröð um náttúruperluna Mývatn, þar sem mengun er margfalt yfir viðmiðum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, líkast til af mannavöldum. Blaðamannaverðlaun ársins Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, RÚV. Fyrir skilmerkilega umfjöllun um íslensk stjórnmál og vandaðar fréttaskýringar af störfum Alþingis, ekki síst á tímum pólitísks óróa. Jóhannes Kr. Kristjánsson,  Reykjavík Media. Fyrir ítarlegar rannsóknir á þeim hluta Panamaskjalanna sem vörðuðu íslenska hagsmuni og  umfjöllun, í samstarfi við aðra miðla, um mikil viðskipti í skattaskjólum. Ragnar Axelsson og Orri Páll Ormarsson,  Morgunblaðinu.  Fyrir áhrifamikla umfjöllun um áhrif loftslagsbreytinga á Norðurslóðum og sérstaklega hvernig þær breyta lífinu á túndrum Síberíu. ***  Á sýningunni Myndir ársins eru að þessu sinni 109 myndir sem valdar hafa verið af dómnefnd úr rúmlega 900 myndum 37 blaðaljósmyndara. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson mun opna sýninguna formlega. Veitt verða verðlaun í 8 flokkum, þ.e. fyrir Mynd ársins og fyrir bestu fréttamyndina, umhverfismyndina, portrett myndina, íþróttamyndina, daglegt líf, tímaritamynd og myndröð ársins. Bók með bestu blaðaljósmyndum ársins 2016 kemur út við þetta tækifæri og verður kynnt á sýningunni. Sýningin mun standa til 20. mars  
Lesa meira
Umsóknarfrestur um orlofshúsin

Umsóknarfrestur um orlofshúsin

  Athygli blaðamanna er  hér með vakin á því að umsóknarfrestur um dvöl í sumarhúsum BÍ um páska er til 6. mars næstkomandi.  Sótt er um á orlofsvef BÍ: http://www.orlof.is/press/   Jafnframt hefur verið opnað fyrir umsóknir um dvöl í sumarhúsunum í sumar.  Umsóknarfrestur er til 1. apríl nk.    
Lesa meira
Aðeins helmingur man uppruna frétta

Aðeins helmingur man uppruna frétta

Í nýrri áhugaverðri rannsókn sem Pew stofnunin  í Bandaríkjunum gerði í samstarfi við fleiri aðila kemur í ljós að fréttaneytendur á netinu, fundu fréttir sem þeir lásu í gegnum tvo álíka mikið notaða megin farvegi. Annars vegar með því að fara beint á fréttasíður fréttamiðla og hins vegar í gegnum samfélagsmiðla. Rannsóknin var að mörgu leyti óvenjuleg því fylgst var með fréttanotkun fólks í viku og haft samband við það tvisvar á dag og það spurt stuttleg um fréttanotkun og hvaðan það fékk upplýsingar um sínar fréttir.  Ýmislegt annað en ofangreint kom í ljós, m.a. að aðeins í um helmingi tilfella gat fólk tilgreint uppruna frétta, eða þær fréttastofur sem sögðu viðkomandi frétt, en slíkt er sérstaklega áhugavert í ljósi umræðu um falskar fréttir. Hér má sjá meira um þessa rannsókn  
Lesa meira
Blaðamannaverðlaun: Tilnefningar dómnefndar

Blaðamannaverðlaun: Tilnefningar dómnefndar

 Dómnefnd Blaðamannaverðlauna Blaðamannafélags Íslands hefur nú birt tilnefningar sínar til verðlaunanna sem afhent verða á laugardaginn eftir viku, þann 4. mars. Samkvæmt reglugerð um verðlaunin skal dómnefnd birta þrjár tilnefningar í hverjum af fjórum flokkum verðlaunanna. Tilnefningar dómnefndar eru þessar: Viðtal ársins Auður Ösp Guðmundsdóttir, DV. Fyrir viðtal við Margréti Fenton um örlög dóttur hennar, Söndru Sigrúnar, sem afplánar nú 37 ára fangelsi fyrir vopnuð rán í Bandaríkjunum. Helgi Seljan, Kastljósi RÚV. Fyrir viðtal við hjónin Sigríði Eyrúnu Friðriksdóttur og Karl Olgeirsson um barnsmissi sem þau urðu fyrir vegna mistaka í fæðingu á Landspítalanum. Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, Stundinni. Fyrir viðtal við Berglindi Ósk Guðmundsdóttur sem segir sögu systur sinnar, Kristínar Gerðar, sem svipti sig lífi eftir áralanga baráttu við eiturlyfjafíkn og afleiðingar misnotkunar. Rannsóknarblaðamennska ársins Hörður Ægisson, DV. Fyrir umfjöllun um milljarða bónusgreiðslur slitastjórna Kaupþings og ALMC sem greiddar voru í kjölfar nauðasamninga og samninga um stöðugleikaframlag.  Tryggvi Aðalbjörnsson, RÚV. Fyrir umfjöllun um brot Brúneggja ehf. gegn dýravernd og svik við neytendur og máttleysi eftirlitsstofnana til að takast á við brotin. Þórður Snær Júlíusson, Kjarnanum. Fyrir fréttaskýringar um skiptingu auðs á Íslandi og misskiptingu gæða þrátt fyrir lítinn launamun í alþjóðlegum samanburði . Umfjöllun ársins Guðrún Hálfdánardóttir, Mbl.is Fyrir fréttaskýringar um Sýrland, vaxandi þjóðernishyggju í tengslum við flóttamenn þaðan og lítinn áhuga ráðamanna í Evrópu fyrir að taka á móti þeim. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir, Stöð 2 Fyrir þáttaröðina Leitin að upprunanum sem segir sögu þriggja ættleiddra kvenna og árangursríka eftirgrennslan landa á milli um rætur þeirra. Svavar Hávarðsson, Fréttablaðinu Fyrir fréttaröð um náttúruperluna Mývatn, þar sem mengun er margfalt yfir viðmiðum Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, líkast til af mannavöldum. Blaðamannaverðlaun ársins Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir, RÚV. Fyrir skilmerkilega umfjöllun um íslensk stjórnmál og vandaðar fréttaskýringar af störfum Alþingis, ekki síst á tímum pólitísks óróa. Jóhannes Kr. Kristjánsson,  Reykjavík Media. Fyrir ítarlegar rannsóknir á þeim hluta Panamaskjalanna sem vörðuðu íslenska hagsmuni og  umfjöllun, í samstarfi við aðra miðla, um mikil viðskipti í skattaskjólum. Ragnar Axelsson og Orri Páll Ormarsson,  Morgunblaðinu. Fyrir áhrifamikla umfjöllun um áhrif loftslagsbreytinga á Norðurslóðum og sérstaklega hvernig þær breyta lífinu á túndrum Síberíu.  
Lesa meira
Noregur: Almenningsútvarp í deiglunni

Noregur: Almenningsútvarp í deiglunni

Norðmenn ræða nú fjármögnunaraðferðir  fyrir NRK, norska ríkisútvarpið og eru uppi skiptar skoðanir um hvaða leiðir eigi að fara. Umræðan er ekki ósvipuð því sem var hér á landi fyrir nokkrum árum enda sambærilegar tillögur á borðinu, þ.e. að hafa annars vegar afnotagöld og hins vegar að taka upp sérstakt útvarpsgjald og fjármögnun fari í gegnum fárlögin. Thor Gjermund Eriksen, útvarpsstjóri NRK hefur lýst sig andvígan því að fjármögnun fari í gegnum fjárlög enda telfli það óhæði stofnunarinnar í hættu. Ýmsir þingmenn Verkamannaflokksins hafa einnig viðrað svipaðar áhyggjur, og bent á að um leið og fjárveitingin komi úr hinu pólitíska umhverfi opnist fyrir þann möguleika að fréttir og dagskrárstefna taki  – raunverulegt eða ímyndað – mið af pólitískum straumum hverju sinni. Þetta gerist samhliða því að verið er að skoða möguleika á að koma upp einkarekinni almennings sjónvarpsstöð með línulega útsendingu sem myndi veita NRK ákveðið aðhald. Ýmsar útfærslur hafa verið ræddar varðandi slíkan möguleika, en í öllum tilfellum væri þá veittur stuðningur gegn ákveðnum skilyrðum um hlutfall frétta og upplýsingarefnis í dagskránni. Sjá einnig hér
Lesa meira
Almenningur fylgdist grannt með máli Birnu. Mynd mbl.is

Pressukvöld: Rannsóknin á hvarfi Birnu Brjánsdóttur – Samstarf og samskipti við fjölmiðla  

Pressukvöld verður haldið nk. miðvikudag, 22.febrúar, í Blaðamannaklúbbnum, sal Blaðamannafélags Íslands Síðumúla 23,  kl. 20. Yfirskrift kvöldsins er: "Rannsóknin á hvarfi Birnu Brjánsdóttur – Samstarf og samskipti við fjölmiðla. Hvernig hjálpuðu fjölmiðlar til við málið og hvað hefði mátt fara betur? "   Sigríður Björk Guðjónsdóttir lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu og Grímur Grímsson yfirlögregluþjónn í rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verða á pressukvöldinu þar sem þau fara yfir rannsóknina á hvarfi og andláti Birnu Brjánsdóttur og þátt fjölmiðla í málinu.     Blaða- og fréttamenn eru hvattir til að mæta.  
Lesa meira
Trump á blaðamannafundinum í gær. Mynd: CNN

Sögulegur blaðamannafundur

Blaðamannafundur Trump Bandríkjaforseta í gær hefur verið tilefni fjörugra umræðna í heimi blaðamanna og blaðamennsku vestan hafs og raunar miklu víðar.  Forsetinn stóð í 77 mínútur og skammaðist yfir ósanngjarnri blaðamensku milli þess sem hann stærði sig af afrekum sínum. Colubia Journalism Review hefur tekið saman fréttir og umfjöllun sem kom út úr þessum fundi og bendir á að tímamótin sem þarna urðu voru kannski ekki að Trump hafi talað frjálslega um staðreyndir og látið ýmislegt flakka, það hafi hann iðulega gert í kosningabaráttunni. Munurinn nú og þá hafi hins vegar verið að nú var hann að tala við fullan sal af upplýstum og gagnrýnum hlustendum en ekki fylgismenn á já-fólk  á kosnigafundi. Sjá umfjöllun CJR hér  
Lesa meira
Meiðyrði tekin skrefi lengra!

Meiðyrði tekin skrefi lengra!

Meiðyrðamál á Möltu hefur tekið uggvænlelga stefnu fyrir blaðamenn almennt, og hefur EFJ, Alþjóðasamband blaðamanna, ákveðið að láta málið til sín taka og leggja fram erindi á vettvagi ESB um vernd blaðamanna (Platform for the Protection of Journalists). Málið sýst um pistil pistlahöfundarins og bloggarans Daphne Caruana Galizia sem skrifaði á síðu sína að tveir menn, Chris Cardona efnahagsmálaráðherra og aðstoðarmaður hans Joe Gerada hafi farið á vændishús í Þýskalandi þegar þeir voru þar á ferð í embættiserindum.  Þeir neita því og hafa höfðað meiðyrðamál gegn Galizia, sem í sjálfu sér er þekkt ferli. Það sem hins vegar er nýtt í málinu er að þeir fóru fram á háar miskabætur og að til öryggis verði banakareikningar Galizia frystir þar til niðurstaða er komin í málinu þannig að hægt verði að ganga að upphæð sem nemur 47.460 evrum. Sú frystin hefur nú verið samþykkt af dómstólum, en það gæti tekið nokkur ár að fá lka niðurstöðu. Þetta er ný þróun og segir Galizia sjálf í bloggfærslu  að  verið sé að þagga niður í blaðamönnum og afleiðingar þessa geti verið gríðarlegar fyrir stétt blaðamanna. Það sem ráðherra efnahagsmála og aðstoðarmaður hans hafi gert nú geti aðrir gert öðrum blaðamönnum sem standa frammi fyrir meiðyrðamáliaf einhverju tagi. Sjá nánar hér      
Lesa meira