Samþjöppun eignarhalds: 21st Century Fox yfirtekur Sky

Rupert Murdoch. Ítök hans á breskum fjölmiðlamarkaði aukast enn.
Rupert Murdoch. Ítök hans á breskum fjölmiðlamarkaði aukast enn.

Samkomulag hefur náðst um kaup  21st Century Fox, fyrirtækis Ruperts Murdochs,  á rúmlega 60% hlut í sjónvarpsstöðinni Sky.  Þar með eignast félag Murdochs allt hlutaféð í Sky en áður átti það tæp 40%.  Þetta hefur orðið til þess að ýmsir hafa viðrað áhyggjur vegna gríðarlegra ítaka Murdocs á breskum fjölmiðlamarkaði, en stórblöðin The Sun og The Times eru nú þegar í hans eigu.

 Sjá meira hér