Ritstjórnarlegar ákvarðanir um myndbirtingar

Hin sorglega mynd af hinum unga Aylan Kurdi hefur orðið tilefni mikilla umræðna um myndbirtingar.
Hin sorglega mynd af hinum unga Aylan Kurdi hefur orðið tilefni mikilla umræðna um myndbirtingar.

Hvernig fer ákvarðanataka fram um myndbirtingu,  hvort heldur sem er í formi ljósmynda eða myndskeiðs, á prenti, í sjónvarpi eða á netinu, af flóttamönnum og fórnarlömbum stríðsátaka? Eiga blaðamenn að vera gagnrýnni á það hvernær birta á slíkat myndir eð atúlka það sem þar er sýnt?  Þessum og fleiri spurningum er varpað fram í áhugaverðri tiltölulega stuttri samantekt sem  Siðanet blaðamennskunnar (Ethical Journalism Network, EJN) hefur birt og ber yfirskriftina „Refugee Images – Ethics in the Picture“.

Að greinargerðinni ásamt EJN standa Maud van de reijt,  sem er hollenskur rannsóknarblaðamaður og sagnfræðingur og Misja Pekel sem er dagskrárgerðarmaður og höfundur heimildamynda. Fyrr á þessu ári gerðu þessir tveir  heimildarmyndina „Sea of pictures“ sem vakt talsverða athygli og umræður en hún fjallaði um ritstjórnarlegar ákvarðanir varðandi birtingu hinna átakanlegu myndar af Aylan Kurdi.  Sú mynd og raunar ýmsar fleiri hafa orðið tilefni umræðu  vítt um heim um ritstórnarákvarðanir varðandi myndbirtingu í tengslum við flóttamenn og þá miklu þjóðflutninga sem orðið hafa á síðustu misserum.  

Sjá greinargerðina í heild hér