Fréttir

Blaðamaður drepinn fimmta hvern dag!

Blaðamaður drepinn fimmta hvern dag!

  Samkvæmt skýrslu sem undirstofnun Sameinuðu þjóðanna, UNESCO,  hefur birt  þá voru að minnsta kosti 827 blaðamenn drepnir við störf sín á árabilinu frá 2006 til 2015. Þar af voru 115 drepnir í fyrra.   Innan við einn tíundi þessara drápa hafa verið upplýst þrátt fyrir að fjölmörg lönd hafi lýst sig viljug til að berjast með virkum hætti gegn ofbeldi og drápum á blaðamönnum.  Á árunum 2014 og 2015 voru 213 blaðamenn drepnir í Arabaríkjum, 51 var drepinn í Rómönsku Ameríku og í ríkjum Karabíahafsins, 34 í Asíu, 27 í Afríku og 12 í Mið- og Austur-Evrópu.  Næstum helmingur þeirra net-blaðamanna, sem drenir hafa verið á síðustu tveimur árum voru að dekka ástandið í Sýrlandi. Sjá skýrslu hér Sjá einnig hér  
Lesa meira
EFJ: Blaðamannafélög í lykilhlutverki

EFJ: Blaðamannafélög í lykilhlutverki

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hefur nú gefið út handbók um störf og réttindi í blaðamennsku og er þessi útgáfa liður í átaki sem staðið hefur yfir á vegum sambandsins um nokkurt skeið. Í handbókinni er tekin dæmi af nokkrum aðferðum sem þykja til fyrirmyndar við að tryggja réttindi blaðamanna og störf í blaðamennsku.  Tilefni þessa átaks og útgáfu eru þær gríðarlegu breytingar sem orðið hafa í starfsumhverfi blaðamanna í álfunni, bæði vegna tæknibreytinga og nýrra tegunda miðlunar, m.a. með fjölbreyttum gáttum og mikilli útbreiðslu samfélagsmiðla ásamt harðnandi rekstrarumhverfis. Í inngangi handbókarinnar segir meðal annars:  „ En eitt helst óbreytt – réttidi blaðamanna og störf í blaðamennsku haldast í hendur. Ef blaðamenn njóta ekki sanngjarnra kjara og nauðsynlegra rétinda, þá verður ekki hægt að tryggja gæði í blaðamensku. Blaðamannafélög eru mikilvæg til að verja réttindi blaðamanna og gera þeim kleift að mæta þeim áskorunum sem breytingar á starfsumhverfi hafa skapað....  Þessi handbók er hluti af tveggja ára verkefni EFJ sem kallast „Rétindi og störf í blaðamennsku – sterkari  blaðamannafélög“  og er hugsað sem verkfæri til að takast á við  breytt umhverfi.“ Þess má geta að forysta Blaðamannafélags  vinnur nú að útgáfu á nýrri og uppfærðri Réttheimtu, sem er einmitt eins konar handbók fyrir félaga í BÍ þar  sem tekin hafa verið saman allar reglur og samningar sem snerta kjör og réttindi blaðamanna. Réttheimtan er hugsuð sem handhægt verkfæri sem kallast á við upplýsingar á heimasíðu BÍ og upplýsingar sem veittar eru á skrifstofu félagsins.  Hún mun einnig verða á rafrænu formi á heimasíðunni.  Stefnt er að útkomu Réttheimtunnar í nóvember. Sjá meira hér  
Lesa meira
Frá verðlaunaafhendingunni í dag. (Mynd: RÚV)

Fjölmiðlaviðurkenning Jafnréttisráðs

Ríkisútvarpið, Björg Einarsdóttir og Kynjabilið hlutu fjölmiðlaviðurkenningu Jafnréttisráðs. Hana hljóta aðilar sem skarað hafa fram úr þegar kemur að umfjöllun um mál sem tengjast jafnrétti kynjanna. Þetta er í annað sinn sem fjölmiðlaviðurkenning Jafnréttisráðs er veitt. Sjá nánar hér
Lesa meira
Umfjöllun um innflytjendur sé varkár og rétt

Umfjöllun um innflytjendur sé varkár og rétt

 Siðanet blaðamanna,  (Ethical Journalism Network, EJN) hefur beitt sér nokkuð í umræðunni um innflytjenda og flóttamannamál í Evrópu og varað við óígrundaðri umræðu. Í þem efnum hafa samtökin birt fimm punkta með spurningum og atriðum til umhugsunar fyrir blaðamenn að skoða þegar þeir eru að fjalla um þennan málaflokk. Þessi atriði hafa verið rædd að undanförnu á ýmsum fundum í Evrópu, nú síðast í Helsinki í Finnlandi í síðustu viku.  Þessi fimm atriði EJN eru eftirfarandi:    Staðreyndir – ekki fordóma Erum við nákvæm, óhlutdræg,  yfirveguð og byggjum á staðreyndum  í umfjöllun okkar? Vinnum við óháð efnistökum sem eiga rætur sínar í stjórnmálum og tilfinningum en ekki staðreyndum? Erum við að segja frá áhrifum innflyjenda á samfélög okkar á gegnsæjan og sanngjarnan hátt?   Þekkjum lagabókstafinn Hælisleitandi?   Innflytjandi í leit að betri afkomu? Flóttamaður? Fórnarlamb mansals?   Þekkjum við þessi hugtök og segjum við lesendu/hlustendum okkar rétt frá hver réttindi ólíkra hópa innflytjenda eru?     Sýnum mannúð Mannúð er kjarninn í siðlegri blaðamennsku. En við verðum að halda tilfinningunum í skefjum og gæta okkar á því að skapa ekki fórnarlömb eða ofureinfalda hluti í framsetningu okkar þanig að úr verði einangruð mannleg dæmi eða sögur, sem ekki eru í neinu samhengi við hina stærri mynd mála.   Rödd fyrir alla Hafa innflytjendur rödd? Erum við að hlusta á hvað samfélg innflytjenda, tímabundin eða varanleg, hafa að segja? Spyrjum okkur ávallt að því hversu vel sjálfskipaðir talsmenn innflytjenda endurspegla raunverulega stöðu þeirra.   Spornum gegn hatri Höfum við forðast öfgar?  Höfum við staldrað við og lagt mat á hvort æsilegt efni um innflytjendur eða um þá sem vilja sporna við komu innflytjenda geti leitt til aukins haturs? Orð eins og „svermur“, „flóð“, eða  „flóðbylgja“ innflytjenda verða að vera notuð með varúð, og einnig er slæmt að nota orð eins og „rasismi“ eða „útlendingahatur“ ógætilega. Sjá einnig hér  
Lesa meira
ATH: Þetta er leirétt tafla en innsláttarvilla var í fyrri töflu.

Noregur: Deilt um skerðingu á fjölmiðlastyrkjum

Umræða á sér nú stað í Noregi um það hvort  réttlætanlegt sé að skera niður styrki til fjölmiðla um 10 milljónir norskra króna, eða rúmlega 140 milljónir íslenskra króna, eins og gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi fyrir 2017.  Talsmenn dagblaða hafa sagt þetta koma á erfiðum tíma, þegar auglýsingamarkaðurinn sé blöðunum óhagstæður og rekstrastaða fjölmiðla ekki góð. Það er sá hluti styrkjakerfisins sem flokkast undir framleiðslustyrki sem skera á niður en heildar styrkir til fjölmiðlakerfisins í Noregi verða eftir sem áður rúmir 5,2 milljarðar samkvæmt frumvarpinu. Styrkir til fjölmiðla hafa verið hluti af norrænu umhverfi um áratuga skeið og í Noregi eru þessir styrkir taldir grundvallaratriði til að halda úti fjölbreytni og fjölræði í fjölmiðlum sem sé síðan forsenda lýðræðislegrar umræðu í samfélaginu.  Norska ríkisútvarpið NRK er ekki á augýsingamarkaði. Í töflunni með þessari færslu má sjá hverig fjölmiðlastyrkir í Noregi skiptast milli einstakra þátta eins og þeir birtast í fjálögum og í fjárlagafrumvarpi 2017. Miðað er við gegni norsku krónunnar eins og það er í dag. Sjá einnig hér  
Lesa meira
Styrkur fyrir blaðamenn til starfa í Berlín

Styrkur fyrir blaðamenn til starfa í Berlín

 Blaðamannastyrkur til að starfa í Berlin hjá  Journalisten-Kolleg  við Freie Universitaethefur nú verið auglýstur til umsóknar og er styrkurin eyrnamerktur því að viðkomandi sé tímabundinn fréttaritari„The European Obesrvatory (www.ejo-online.eu) og sjái um að fylgjast með þróun í blaðamennskurannsóknum í Þýskalandi og þeim öru breytingum sem eru að verða á fjölmiðlalandslaginu í Berlin.  Styrkurinn nemur 1.100 evrum mánaðarlega  í 10 mánuði, eða sem nemur  um 140 þúsund íslenskum krónum á mánuði. Sjá allar nánari upplýsingar hér      
Lesa meira
Minnt á meistaranám í fjölmiðla- og boðskiptafræði
Tilkynning

Minnt á meistaranám í fjölmiðla- og boðskiptafræði

Orðsending frá Meistarnámi í fjölmiðla og boðskiptafræði við HÍ og HA Ágæti félagi í Blaðamannafélagi Íslands Vek athygli á að hægt er að hefja nám um áramót og sækja um meistaranám  í fjölmiðla- og boðskiptafræðum til 15. okt. Umsóknarfrestur í Diplómanám er til 15. nóvember. Sótt er um rafrænt á forsíðu Háskóla Íslands www.hi.is <http://www.hi.is/adalvefur/umsokn_i_framhaldsnam> Eða hjá Háskólanum á Akureyri. Í meistaranámi í fjölmiðla- og boðskiptafræðum sem einnig er í boði við Háskólann á Akureyri,  <http://www.hi.is/stjornmalafraedideild/fjolmidla_og_bodskiptafraedi> er áherslan á að mennta fólk til að rannsaka fjölmiðla og stöðu þeirra í samfélaginu. Þar er einnig í boði 30 eininga Diplómanám. Kynningarbæklingur þar sem námsleiðinni er lýst ítarlega:  <http://www.hi.is/sites/default/files/helgash/hi_og_ha_baekl_20_sidur_vef.pdf> Ekki eru tekin skólagjöld en nemendur HÍ greiða sn. innritunargjöld kr. 55.000.- fyrir vormisserið. Frekari upplýsingar varðandi HÍ veita Margrét S. Björnsdóttir s. 5254254, tölvupóstur msb@hi.is og Valgerður A. Jóhannsdóttir síma 525-4229, tölvupóstur vaj@hi.is Og um nám í fjölmiðla- og boðskiptafræðina frá Háskólanum á Akureyri, skrifstofa skólans.    
Lesa meira
Davíð Þór Björgvinsson

Tjáningarfrelsið og Mannréttindasáttmáli Evrópu

Fimmtudaginn 3. nóvember næstkomandi  mun Mannréttindastofnun Íslands standa fyrir námskeiði fyrir blaða- og fréttamenn um tjáningarfrelsið og Mannréttindasáttmála Evrópu. Námskeiðið hefst kl.  16.30-19.30, en staðsetning  verður nánar auglýst síðar. Á námskeiðinu verður fjallað um ákvæði 10. gr. Mannréttindasáttmála Evrópu. Fjallað verður um dómaframkvæmd Mannréttindadómstólsins sem varðar réttindi og skyldur blaða- og fréttamanna. Þá verður rætt um dóma dómstólsins gegn Íslandi og þýðingu þeirra fyrir íslenskan rétt. Kennari á námskeiðinu verður  Davíð Þór Björgvinsson, fyrrv. dómari við Mannréttindadómstól Evrópu og prófessor við Lagadeild HÍ Verð fyrir þátttöku er kr. 25.000.  Félögum í Blaðamannafélaginu er bent á að hægt er að fá styrk úr Endurmenntunarsjóði. Skráningarfrestur til 27. október - Takmarkaður fjöldi - Skráning hér
Lesa meira
Evrópa: Aðgegni að upplýsingum ekki í lagi

Evrópa: Aðgegni að upplýsingum ekki í lagi

 Í gær var fyrsti viðurkenndi alþjóðadagur um rétt til upplýsinga og af því tilefni hafa ýmis borgarasamtök sem berjast mannréttindum ásamt samtökum sem starfa á sviði upplýsingamiðlunar – þar á meðal Evrópusamband blaðamanna – viðrað nokkrar áhyggjur af stöðu mála varðandi upplýsingafæði frá stjórnvöldum Evrópuríkja. Þessar áhyggjur tengjast meðal annars litlu gegnsæi í stjórnsýslu sem valdur vantrausti og þar með uppgani populisma í álfunni.  Samkvæmt nýrri athugun á upplýsingafæði í nokkrum löndum í Evrópu þá hafur ástandið skánað en er enn víða mjög bágborið.  Meðal þess sem  bent hefur verið á er að víða er skráning gagna og fundargerða í molum og ekki hægt að finna upplýsingar um hvað  gerðist á mikilvægum fundum eða finna út efnisatriði samskipta við hagsmunaaðila. Fyrir vikið vantar iðulega rökstuðning eða forsendur fyrir ákvörðunartöku. Sjá meira um málið hér  
Lesa meira
Sigrún Magnúsdóttir ásamt verðlaunahöfum, þeim Leifi Haukssyni, Þórhildi Ólafsdóttur og Birni Þór Si…

Samfélagið í nærmynd fær fjölmiðlaverðlaun

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigrún Magnúsdóttir, veitti á Degi íslenskrar náttúru, útvarpsþættinum Samfélaginu sem er á dagskrá Rásar 1 á RÚV, fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins. Í rökstuðningi dómnefndar segir m.a.: „Samfélagið á Rás 1, RÚV hljóðvarpi, hlýtur fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins árið 2016 fyrir að gefa íslenskri náttúru rödd á öldum ljósvakans með því að gera umhverfismál að þungamiðju í ritstjórnarstefnu sinni. Umsjónarmenn þáttarins, þau Leifur Hauksson, Þórhildur Ólafsdóttir og Björn Þór Sigbjörnsson, hafa ásamt sérfræðingum, sem þau hafa fengið til liðs við sig unnið framúrskarandi starf við að fjalla um náttúruvernd í víðum skilningi og benda á ógnir sem steðja að náttúrunni, en einnig að tengja þá umfjöllun öðrum málefnum, sem eru efst á baugi, og vekja hlustendur til vitundar um hve mikilvæg umhverfismál eru í daglegu lífi þeirra.“ Sjá einnig hér Sjá einnig hér
Lesa meira