EFJ: Átak gegn hatri

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) í félagi við nokkur samtök sem láta sig tjáningarfrelsi og mannréttindi varða ýtti i vikunni af stað átaki gen hatri og mismunun í fjölmiðlum.  Það er mat EFJ að vegna gríðarlega mikilvægs hlutverks fjölmiðla í opinberri stefnumörkun og á skoðanamyndun almennings sé vert að vekja athygli á hættunni sem skapast hefur með vaxandi tilhneiginu í opinberri umræðu til að kenna flóttafólki, hælisleitendum og ýmsum minnihlutahópum um hvaðeina sem miður fer.  Bendir sambandið á að þrátt fyrir mjög góða blaðamennsku og hetjulega framgöngu margra blaðamanna sé þörf á átaki til að gera slíkum siðferðilegum viðmiðum blaðamennskunnar enn hærra undir höfði.

Sjá einnig hér