Fréttir

Mogens Blicher Bjerregard, formaður EFJ

EFJ lýsir áhyggjum af LuxLeak máli

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hefur lýst verulegum áhyggjum  af þeirri ákvörðun saksóknara í Lúxemborg að gagnáfrýja málarekstri gegn uppljóstrurunum Antoine Deltour og Raphaël Halet blaðamanninum Edouard Perrin í hinu svokallaða „LuxLeaks“ máli, sem snerist um uppljósrtun á gögnum frá PwC endurskoðunarskrifstofunni sem sýndi víðtæk skataundanskot. Mogens Blicher Bjerregard, formaður EFJ segir það ótrúlegt að stjórnvöld hyggist nota meira af almannafé til að eltast við Perrin og félaga „sem hafi unnið í almannaþágu. Það verði einfaldlega að falla niður þessa áfrýjun.“    Í undirrétti fengu þeir skilorðsbundna dóma og áfrýjunðu þeir  niðurstöðunni og nú hefur ákæruvaldið einnig gert það. Sjá nánar hér  
Lesa meira
Starfsmenn senda frá sér ályktun

Starfsmenn senda frá sér ályktun

Eftirfarandi álktun var samþykkt einróma á fundi starfs­manna Frétta­blaðs­ins og Vís­is í gær, 8. ágúst 2016, en umtalsverð óánægja er vegna uppsagnar Pjeturs Sigurðssonar yfirmanns ljósmyndadeildar: "Til stjórn­ar­for­manns 365, for­stjóra og aðal­rit­stjóra. Við, starfs­menn Frétta­blaðs­ins og Vís­is, mót­mælum harð­lega óverð­skuld­aðri upp­sögn yfir­manns ljós­mynda­deildar 365, Pjet­urs Sig­urðs­son­ar. Jafn­framt eru hörmuð óásætt­an­leg vinnu­brögð aðal­rit­stjóra og yfir­stjórnar fyr­ir­tæk­is­ins í aðdrag­anda upp­sagnar Pjet­urs og við kynn­ingu á henni til sam­starfs­manna hans.  Við beinum því til stjórnar og stjórn­enda 365 að tryggja að slík fram­ganga, sem grefur undan fag­legum grunni og trú­verð­ug­leika frétta­stof­unn­ar, geti ekki end­ur­tekið sig.  Pjetur Sig­urðs­son hefur þriggja  ára­tuga reynslu sem blaða­ljós­mynd­ari. Þar af þrettán ára starfs­feril hjá Frétta­blað­inu og Vísi. Hann á að baki far­sælan feril og hefur reynst góður sam­starfs­mað­ur.  Við teljum að öll með­ferð máls­ins hafi skaðað alvar­lega það traust sem verður að ríkja innan rit­stjórn­ar­inn­ar."  
Lesa meira
Fleet Street um 1890

Síðustu blaðamennirnir flytja úr Fleet Street

Þegar blaðamennirnir Gavin Sheriff og Darryl Smith, sem báðir vinna fyrir skoska vikublaðið The Sunday Post, lokuðu  ritstjórnarskrifstofudyrnum á eftir sér á dögunum, var lokið meira en 300 ára sögu blaðamennsku á Fleet Street í London. Þeir voru síðustu blaðamennirnir sem höfðu aðstöðu í þessari fornfrægu dagblaðagötu.  Báðir gerðu þeir sér grein fyrir því að um sögulega stund var að ræða  og sagði Sheriff að nafn götunnar og breskrar blaðamennsku myndu ávallt tengjast  í breskri blaðasögu,  sögu þar sem þeir tveir væru í raun síðustu geirfuglarnir. Dagblaðaútgáfa í götunni hófst árið 1702 með útgáfu blaðsins Daily Courant og blöðunum átti eftir að fjölga þarna og á blómatíma götunnar iðaði hún af fréttaþyrstum blaðamönnum. Sjá einnig hér  
Lesa meira
BNA: Flestir treysta staðbundnum miðlum

BNA: Flestir treysta staðbundnum miðlum

Í nýlegri könun PEW stofnunarinnar í Bandaríkjunum á ýmsu er varðar fjölmiðlanotkun þarlendra kemur fram að almenningur treystir staðbundnum fjölmiðlum best.  Í könnuninn var spurt hvort fólk treysti fjölmiðlum vel eða hvort það treysti þeim nokkuð (some)  og svo hvorki/né og síðan hvort það treysti þeim ekki og alls ekki. Í ljós kom að  fólk sagðist flest treysta staðbundnum miðlum, en um 22% sögðust treysta þeim vel en um 60% treystu þeim nokkuð. Sambærileg tala fyrir landsdekkandi miðla var 18% sem treystu þeim vel og 59 sem treystu þeim nokkuð. Sú niðurstaða er svipuð því sem kom út þegar spurt var um traust á fréttum sem vinir og vandamenn segðu þeim.  Áberandi er hins vegar að traust á fréttum sem komu á samfélagsmiðlum er mun sjaldgæfara, en aðeins 4% svarenda sögðust treysta fréttum þaðan vel og 30% kváðust treysta þeim nokkuð. Sjá einnig hér  
Lesa meira
Mette Cornelius Mynd: Politiken

Politiken: Afturkallar viðtal sem búið var að birta

Danski miðillinn Politiken birti á vef sínum á sunnudag viðtal við Mette Cornelius, en hún er íþróttafréttamaður á Discovery Networks. Slíkt væri í sjálfu sér ekki í frásögur færandi nema fyrir það að viðtalið var dregið til baka og tekið út af heimasíðunni þar sem ákveðnar (meintar) villur komu fram eftir birtingu – það hafði ekki verið haft alls kostar rétt etir henni í einhverjum tilvikum. Það er afar sjaldgæft að Politiken eða stórblöð yfirleitt  afturkalli í heild sinni efni sem búið er að birta – ekki síst efni eins og viðtöl sem alla jafna eru ekki unnin undir mikilli tímapressu og staðreyndir og atburðarrás hugsanlega óljós líkt og gerist með fréttir sem eru að gerast (braking news). Því vakti þetta athygli hjá dönsku fjölmiðlaáhugafólki og samkvæmt umfjöllun í danska Blaðamanninum þá útskýrir Jakob Nielsson aðalritstjóri Politiken þetta þannig að fyrir mistök hafi siðareglum blaðsins ekki verið fylgt og viðmælandinn ekki látinn lesa yfir það sem haft var eftir honum áður en það er birt. Slíkt er hins vegar regla hjá Politiken.  “Og þegar það gerist samtímis að það er misræmi milli blaðamannsins og viðmælandans og ekki heldur nein segulbandsupptaka þá er ekkert að mínu mati annað að gera en  raga viðtalið til baka,” segir Nielsson. Sjá umfjöllun danska Blaðamannsins hér  Sjá tilkynningu Politiken
Lesa meira
Mogens Blicher Bjerregård

Blaðamenn og útgefendur eiga samleið í baráttu fyrir frelsi fjölmiðla

Mogens Blicher Bjerregård, formaður Evrópusambands blaðamanna (EFJ) segir í leiðara nýjasta fréttabréfs sambandsins, EFJ Focus,  að ýmsar ógnir steðji að frjálsi fjölmiðlun í álfunni og blaðamenn og útgefendur hafi sameiginlega hagsmuni af því að berjast gegn slíkum ógnum. Báðir aðilar vilji tryggja fjölbreytni og fjölræði  á fjölmiðlamarkaði og að þessu leyti sé brýnt að ná samstöðu um slík mál.  Hann segist munu beita sér fyrir samtali sem hafi þetta að markmiði, en bendir líka á að vissulega fari hagsmunir ekki alltaf saman og nefnir í því sambandi kjaramál og höfundaréttamál, þar sem blaðamenn þurfi að standa fastir fyrir. Leiðara Bjerregård  og fréttabréfið í heild má sjá hér.  
Lesa meira
Enn eru blaðamenn skotmark í aðför að tyrknesku lýðræði

Enn eru blaðamenn skotmark í aðför að tyrknesku lýðræði

 Mustafa Cambaz, sem starfaði sem blaðaljósmyndari á dagblaðinu Yeni Safak í Tyrklandi var drepinn af hermönnum  í valdaránstilrauninni sem gerð var um helgina.  Í valdaránstilrauninni var einnig ráðist inn í ríkissjónvarpið TRT, sjálfstæðar fréttastofur s.s. CNN-Turk og Kanal D, og dagblaðið Hurriyet. Í myndveri TRT var fréttaþulurinn Tijen Karas neyddur til að lesa upp tilkynningu frá valdaránsmönnum á meðan á hann var miðað byssu. Margir blaðamenn urðu fyrir árásum í átökunum sem fylgdu valdaránstilrauninni og í Isanbúl börðu æstir mótmælendur blaðaljósmyndarann  Selçuk ?amilo?lu  en hann starfar fyrir Hurriyet og Assiciated press. Bæði formenn Evrópusambands blaðamanna Blicher Bjerregård og Alþjóðasambands blaðamanna Philippe Leruth hafa kvatt sér hljóðs vegna þessara atburða og segja „að enn einu sinni hafi fjölmiðlar orðið skotmark þegar atlaga er gerð að tyrknesku lýðræði“. „Mustafa Cambaz var drepinn þegar hann var að sinna skyldustörfum sínum við að uplýsa“, segja formennirnir og bæta við að nafn hans bætist nú við langan lista píslarvotta tjáningarfrelsisins. „Þeir sem drápu han voru að reyna að drepa lýðræðið í Tyrklandi. Blaðamenn um allan heim krefjast þess að réttlætið nái fram að ganga,“ segja formenn þessara alþjóðlegu blaðamannasamtaka.  Sjá einnig hér
Lesa meira
Ljósmynd: Chris Arnade

CJR: Siðfræði og blaðaljósmyndun

Í vefritinu Columbia Journalism Review birtist nýlega áhugaverð grein þar sem farið er yfir sjónarmið um siðfræðilegar spurningar þegar kemur að blaðaljósmyndun. Útgangspunkturinn er tekinn í myndum eftir Chris Arnade, sjálfstætt stafandi ljósmyndara sem tekur myndir af fátækt og götulífi sem fjölmargir Bandaríkjamenn búa við. Hann myndar persónuleg tengsl við þetta fólk og hjálpar því jafnvel með mat og peninga. Gamalreyndir blaðaljósmyndarar s.s. Michael Kamber gagnrýna hins vegar Arnade fyrir að misnota traust og kaupa fólk sem orðið hefur undir til að vera á myndum hans.  Hér á eftir fer örlítið sýnishorn af sjónarmiðum Kamber en í greininni er ítarleg grein líka gerð fyrir sjónarmiðum Arnade: „Blaðaljósmyndarar, sérstaklega þeir sem vinna við hefðbundna miðla, vilja fá tima, fjarlægð og ritstjórn milli þess að þeir smella af mynd og þar til hún birtist á prenti eða á vefsíðu.  Kamber segir að þegar hann vann á New York Times, hafi í þau fáu skipti sem hann hafi tekið myndir af konum sem höfðu verið misnotaðar kynferðisl ega eða voru í einhverri sambærilegri viðkvæmri aðstöðu hafi það ekki verið óalgengt að „ margir ritstjórnendur hefðu haft samband við hann áður en myndin var birt.  Þeir spurðu þá spurninga eins og þessara:  „Áttu einhverja mynd þar sem andlit konunnar sést ekki? Veit konan hvað hún er að samþykkja með myndbirtingunni? Á þessi kona fjölskyldu? Á hún börn sem myndbirtingin gæti sært? Mun myndbirting hafa áhrif á lagalega stöðu hennar á einhvern hátt?“   Kamber segir að þetta sé raunveruleg blaðamennska.“ Sjá greinina í heild hér  
Lesa meira
Reuters Institute: Rekstrarmódel fjölmiðla í vanda

Reuters Institute: Rekstrarmódel fjölmiðla í vanda

Helstu straumarnir í stafrænni fréttamiðlun á þessu ári virðast vera þrenns konar samkvæmt Reuters Institute Digital News Report 2016.  Þessir þrír þættir eru: a) mikill vöxtur í því að fréttum er deilt og lesendur sjá þær annars staðar en á upphafssíðum þeirra,  b) mikill vöxtur í farsíma og snjalltækjanotkun og  c)  vaxandi notkun á auglýsingavörnum. Þessi þrjú atriði í sameiningu hafa aukið verulega á grundvallarvanda við rekstur fjölmiðla, í raun sjálft  grundvallar rekstrarmódelið,  bæði hefðbundinna fjölmiðla og fjölmiðla sem eru fyrst of fremst á netinu.  Auk þess hefur þetta breytt verulega hvernig fréttir eru setta fram og þeim dreift. Könnun Reuters Institute nær til 26 landa (þó ekki Íslands) og myndir sem hún dregur upp sýnir að störf eru að tapast í greininni, sparnaðaraðgerðir eru víðtækar, og rekstraráætlanir standast ekki þar sem minnkandi tekjur í prentmiðlun í bland við erfiðan rekstur netmiðla skapa rekstralegt illviðri fyrir alla.  Hver sem litið er má sjá nýjar gáttir opnast fyrir fréttaefni, yfirleitt sem einhvers konar viðbót við útvarps og sjónvarpsrekstur og oft þá á kostnað prentmiðla. Sjá meira hér  
Lesa meira
Dómur í LuxLeaks máli slæmt fordæmi

Dómur í LuxLeaks máli slæmt fordæmi

Bæði Evrópusamband blaðamana (EFJ) og Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) hafa lýst þeirri skoðun að nýleg niðurstaða dómstóls í Luxemborg um að dæma tvo uppljóstrara, í 12 mánaða og 9 mánaða skilorðsbundið fangelsi, í hinu svokallaða „LuxLeaks“ máli, sendi mjög röng skilaboð út í samfélagið og sérstaklega til þeirra sem hugsanlega vilja ljóstra upp um spillingu í kerfinu. Um er að ræða tvo uppljóstrara, þá Antoine Deltour og Raphaël Halet sem veittu blaðamönnum upplýsingar úr endurskoðunarfyrirtækinu PwC sem sýndu að 340 fjölþjóðleg fyrirtæki höfðu notað leynileg skattaundanskot til að komast hjá því að greiða í almannasjóði. Philippe Leruth, forseti IFJ segir þetta mjög röng skilaboð hjá dómstólnum og geri framtíðarsamskipti blaðamanna og uppljóstrara enn áhættumeiri. Sjá meira hér
Lesa meira