Bresku blaðamannaverðlaunin

Laura Kuenssberg, blaðamaður ársins í Bretlandi
Laura Kuenssberg, blaðamaður ársins í Bretlandi

Laura Kuenssberg, ritstjóri pólitískrar umfjöllunar hjá BBC fékk í vikunni útnefningu sem blaðamaður ársins hjá bresku blaðamannaverðlaununum „Press Gazette's British Journalism Awards.“  Verðlaunin fær hún fyrir „að hafa staðið í lappirnar“, eins og dómnefnd orðar það, í umfjölluninni um Brexit.  Um er að ræða tiltölulega ný verðlaun, fyrst afhent árið 2012,  sem sett voru á fót í kjölfar símahlerunar-hneykslisins og Leveson rannsóknarinnar. Hugmyndin er að þetta séu hin „bresku Pulizer-verðlaun“. Verðlaunin eru veitt í 13 flokkum.

Fyrir rannsóknarblaðamennsku deildu Guardian og Panoramaþátturinn á BBC verðlaununum fyrir umfjöllun sína byggða á Panamaskjölunum, sem hafði gríðarleg áhrif á stjórnmál í Bretlandi.  Panamaskjölin höfðu mikil áhrif á æðstu stöðum stjórnkerfa nokkurra landa, þar á meðal í Bretlandi, Rússlandi og á Íslandi.

Sjá meira hér