Fréttir

Gullmedalía Pulitzer

Pulizer verðlaunin voru kynnt í dag

Pulizerverðlaunin voru tilkynnt í BNA í dag en þau eru veitt í 21 flokki, 7 flokkum fyrir bókmenntir/tónlist/leiklist og 14 flokkum fyrir blaðamennsku. New York Daily News og ProPublica fengu verðlaun I flokknum umfjöllun í almannaþágu fyrir umfjöllum um misnotkun á útburðarreglum þar sem hundurð manna, mest fátækt fólk og fólk sem tilheyrir minnihlutahópum er borið út. Í þessum flokki er "Gullmedalían" veitt, sem er til að undirstrika mikilvægi hans. Í flokknum um fréttaskýringar (Explanatory Reporting) fengu Alþjóðasamt0k rannsóknarblaðamanna (International Consortium of Investigative Journalists, ICIJ), McClatchy og Miami Herald verðlaun fyrir umfjöllun um Panamaskjölin. Fyrir fréttaumfjöllun (breaking news) fékk ritstjorn East Bay Times, í Okland verðlaun fyrir  ítarlega umfjöllun um “Drauagaskips eldsvoðann” þar sem 36 manns létust  og fyrir eftirfylgni með því máli sem sýndi hvernig borgaryfirvöld höfðu trassað að grípa til forvarnaraðgerða sem komið hefðu í veg fyrir þennan harmleik. Fyrir rannsóknarblaðamennsku fékk Eric Eyre blaðamaður hjá Charleston Gasatte-Mail verðlaunin fyrir hugrakka umfjöllun um ótrúlegr flæði opiod-lyfja ( tegund verkjalyfja) í Vestur Virginíu þar sem efnhags- og félagslegt ástand er slakt og þar sem hlutfall ofnotkunar er hæst í Bandaríkjunum. Fleiri verðlaunaflokka má sjá hér.  
Lesa meira
Hjálmar Jónsson, formaður BÍ

Óbreytt forusta BÍ

Hjálmar Jónsson var endurkjörinn formaður Blaðamannafélags Íslands á Aðalfundi félagsins í gærkvöldi. Stjórn félagsins er jafnframt óbreytt eftir fundinn. Fram kom á fundinum að afkoma félagsins á síðasta ári var góð og fjárhagsstaða félagsins er sterk.  Staða fjölmiðla og þar með blaðamennsku er ínokkrum mótvindi um þessar mundir og ítrekar Hjálmar mikilvægi blaðamanna sem fagstéttar og faglegra vinnubragða í fjölmiðlum sem hafi aukist á tímum með tilkomu mikils fjölda óritstýrðra upplýsingagátta og falsfrétta. Hér á eftir fer listi yfir fólk í helstu trúnaðarstörfum fyrir BÍ eftir kosningar á fundinum í gær: Aðalstjórn:Hjálmar Jónsson, form. Óli Kristján Ármannsson, KOM, varaform. Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, Fréttatíminn, ritari Höskuldur Kári Schram, Stöð 2, gjaldkeri Helga Arnardóttir, RÚV Ingveldur Geirsdóttir, Morgunblaðið Ragnhildur Aðalsteinsdóttir, BirtingurVaramenn: Trausti Hafliðason, Viðskiptablaðið Björn Jóhann Björnsson, Morgunblaðið Jóhann Hlíðar Harðarson, RÚV Samningaráð:Hjálmar Jónsson, formaður BÍ Óli Kristján Ármannsson, varaformaður BÍ Guðni Einarsson, Mbl. Höskuldur Schram, Stöð 2 Jón Hákon Halldórsson, Vísi Kolbeinn Þorsteinsson, DV Kristín Dröfn Einarsdóttir, BirtingiVaramenn: Lillý Valgerður Pétursdóttir, Stöð 2 Guðjón Guðmundsson, Viðskiptablaðið Guðmundur Bergkvist, RÚV Siðanefnd:Björn Vignir Sigurpálsson, formaður Hjörtur Gíslason, varaformaður Friðrik Þór Guðmundsson Ásgeir Þ. Árnason Róbert HaraldsonVaramenn: Jóhannes Tómasson Valgerður Jóhannsdóttir Sigríður Árnadóttir Dómnefnd Blaðamannaverðlauna: Björn Vignir Sigurpálsson, formaður Arndís Þorgeirsdóttir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Kári Jónasson Svanborg Sigmarsdóttir Menningar- og orlofshúsasjóður:Fríða Björnsdóttir, formaður Lúðvík Geirsson Hilmar KarlssonVaramaður: Guðmundur Sv. Hermannsson Stjórn Styrktarsjóðs:Arndís Þorgeirsdóttir, formaður Guðni Einarsson, Morgunblaðið Lillý Valgerður Pétursdóttir, Stöð 2Varamenn: Baldur Guðmundsson, DV Hjálmar Jónsson, BÍ Ragnhildur Aðalsteinsdóttir, Birtingur Skoðunarmenn reikninga:Sigtryggur Sigtryggsson, Morgunblaðið Sigurður Hreiðar HreiðarssonVaramaður: Guðmundur Sv. Hermannsson, Morgunblaðið Kjörnefnd:Arndís Þorgeirsdóttir, formaður Guðmundur Ólafur Ingvarsson Kristján Hjálmarsson Trúnaðarmenn á helstu vinnustöðumMorgunblaðið: Guðni Einarsson, Kristín Heiða KristinsdóttirDV: Kolbeinn ÞorsteinssonStöð 2/Bylgjan:  Höskuldur Kári SchramBirtingur: Kristín Dröfn EinarsdóttirFréttablaðið: Snærós SindradóttirViðskiptablaðið: Guðjón Guðmundsson  
Lesa meira
Aðalfundur BÍ í kvöld!

Aðalfundur BÍ í kvöld!

Rétt er að minna félaga í BÍ á að aðalfundur félagsins  verður í kvöld, haldinn fimmtudaginn 6. apríl, að Síðumúla 23. Hefst fundurinn stundvíslega kl. 20.00  Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörfSkýrslur frá starfsnefndum Kosningar*LagabreytingarÖnnur mál
Lesa meira
Umsóknarfrestir í framhaldsnám í fjölmiðla- og boðskiptafræði nálgast
Tilkynning

Umsóknarfrestir í framhaldsnám í fjölmiðla- og boðskiptafræði nálgast

Athygli félaga í Blaðamannafélagi Íslands er vakin á því að frestur til sækja um meistaranám í blaða- og fréttamennsku - og meistaranám í fjölmiðla- og boðskiptafræðum við HÍ (umsóknarfrestur í HA er 5. júní) rennur 15.apríl næstkomandi. Umsóknarfrestur í Diplómanám er til 5. júní. Sótt er um rafrænt á vef HÍ: http://www.hi.is/adalvefur/umsokn_i_framhaldsnam Blaða- og fréttamennskunámið er hagnýtt nám sem býr fólk undir störf við margskonar miðlun. Í meistaranámi í fjölmiðla- og boðskiptafræðum er áherslan á að mennta fólk til að rannsaka fjölmiðla og stöðu þeirra í samfélaginu. Þar er einnig í boði 30 eininga Diplómanám:   Námið er einnig er í boði við Háskólann á Akureyri, en þar er umsóknarfrestur til 5. júní: http://www.unak.is/hugogfelagsvisindasvid/felagsvisindadeild/framhaldsnam_ma_diploma/fjolmidla-og-bodskiptafraedi-ma-diploma Kynningarbæklingur þar sem báðum námsleiðum er lýst ítarlega:   Ekki eru tekin skólagjöld í HÍ en nemendur greiða sn. innritunargjöld kr. 75.000.- fyrir námsárið. Frekari upplýsingar varðandi HÍ veita Margrét S. Björnsdóttir s. 5254254, tölvupóstur msb@hi.is um nám í fjölmiðla- og boðskiptafræðum og Valgerður A. Jóhannsdóttir síma 525-4229, tölvupóstur vaj@hi.is um báðar námsleiðir,en einkum nám í blaða- og fréttamennsku. Um nám í fjölmiðla- og boðskiptafræðina frá Háskólanum á Akureyri eru veittar upplýsingar þar. sjá: http://www.unak.is/hugogfelagsvisindasvid/felagsvisindadeild/framhaldsnam_ma_diploma/fjolmidla-og-bodskiptafraedi-ma-diploma   Yfirlitsbæklingur um allt framhaldsnám Stjórnmálafræðideildar HÍ er á slóðinni: http://www.hi.is/sites/default/files/elva/framhalds_2017-18_stjornmal_web.pdf og þar eru einnig lýsingar á ofangreindum námsleiðum á bls. 37-51
Lesa meira
Heimildamyndin Opposition sýnd í Reykjavík

Heimildamyndin Opposition sýnd í Reykjavík

Blaðamannafélag Íslands og Miðstöð um rannsóknarblaðamennsku standa fyrir sýningu á heimildarmyndinni The Opposition. Í maí 2012 ruddust eitt hundrað lögreglumenn vopnaðir sveðjum og byssum, ásamt stórvirkum vinnuvélum inná Paga Hill landnemabyggðirnar í borginni Port Moresby á Papúa Nýju Gíneu til að ryðja burt húsum íbúanna. Lögreglumennirnir skutu á mannfjöldann, lömdu og hjóu til fólks með sveðjunum. Svæðið átti að rýma fyrir byggingu fimm stjörnu ferðamannastaðar með hótelum, glæsiíbúðum, verslunum og veitingastöðum. Íslendingur er í forsvari fyrir fyrirtækið sem stóð að framkvæmdinni. Í heimildarmyndinni The Opposition er fylgst með baráttu Joe Moses leiðtoga þeirra 3000 íbúa sem bjuggu á svæðinu. Þrátt fyrir að Joe væri í lífshættu vegna baráttu sinnar gegn stjörnvöldum hélt hann áfram og barðist fyrir fólkið sitt fyrir dómstólum í Papúa Nýju Gíneu í þrjú ár. Heimildarmyndinn hefur verið sýnd víða við mikið lof, meðal annars á Hot Docs í Toronto. Aðstandendur myndarinnar hafa þurft að standa í ströngu fyrir dómstólum til að hrinda tilraunum til að hindra sýngu hennar. Miðstöð um rannsóknarblaðamennsku og Blaðamannafélag Íslands standa fyrir sýningu á heimildarmyndinni The Opposition í Bíó Paradís fimmtudagskvöldið 6. apríl klukkan 20:00. Að lokinni sýningu myndarinnar munu aðstandendur myndarinnar taka við spurningum frá áhorfendum. Umræðum stjórnar Kristinn Hrafnsson blaðamaður. Hér má sjá sýnishorn úr myndinni
Lesa meira
Orlofshús í sumar: Umsóknarfrestur er til 1. apríl

Orlofshús í sumar: Umsóknarfrestur er til 1. apríl

Áréttað er hér með fyrir blaðamönnum að umsóknarfrestur um dvöl í sumarhúsum BÍ í sumar er til laugardagsins 1. apríl næstkomandi.  Sótt er um á orlofsvef BÍ hér á síðunni: http://www.orlof.is/press/    
Lesa meira
BNA: Hlutur kvenna í fréttum minni en karla

BNA: Hlutur kvenna í fréttum minni en karla

Fjölmiðlamiðstöð kvenna í Bandaríkjunum (Women’s Media Center, WMC) hefur sent frá sér nýja skýrslu stöðu kvenna hjá 20 stærstu fréttastöðvum landsins. Er þar að finna tölfræði yfir þær stöður sem konur hafa, vinnuna sem þær framkvæma, ávinning varðandi stöðu kvenna sem orðið hefur og afturfarir frá síðustu skýrslu samtakanna. Þarna er að finna að mörgu leyti sambærilegar upplýsingar og birtar hafa verið um stöðu kvenna í fjölmiðlum í Evrópu. Þessi skýrsla er mjög ítarleg og fjallar um fjölda karl- og kvennfréttamanna  auk þess að greina viðfangsefni kynjanna og framlag þeirra á ýmsan hátt. Samkvkæmt skýrslunni  vinna karlar 62.3% af fréttaefni því sem kannað var  fyrir árið 2016 en konur unnu 37.77%. Þetta eru nánast nákvæmlega sömu hlutföll og komu fram í könnuninni fyrir 2015. Séu ljósvakamiðlar einir og sér skoðaðir kemur í ljós að hlutur kvenna í fréttum, sem þulir, fréttamenn eða fréttaritarar, beinlínis minnkakði úr 32% árið 2015 niður í 25,2% í fyrra.  Sjá skýrsluna í heild hér  
Lesa meira
Formaður BÍ: Undirstrikar mikilvægi faglegra vinnubragða

Formaður BÍ: Undirstrikar mikilvægi faglegra vinnubragða

Enn einu sinni hefur Mannréttindadómstóll Evrópu snúið við niðurstöðu Hæstaréttar Íslands þegar kemur að tjáningarfrelsi blaðamanns.  Í morgun var birt niðurstaða dómstólsins þar sem segir að Hæstiréttur hafi brotið á tjáningarfrelsi Steingríms Sævars Ólafssonar með því að dæma hann árið 2013 fyrir ummæli sem birtust á Pressuni í aðdraganda kosninga til  Stjórnlagaráðs. Steingrímur var þá ritstjóri Pressunnar og ummælin beindust að Ægi Geirdal sem þá var í framboði. Hæstiréttur dæmdi Steingrím til að greiða Ægi 200 þúsund krónur í miskabætur auk 800 þúsund króna málskostnaðar.  Héraðsdómur hafði áður sýknað Steingrím af stefnunni en Hæstiréttur sneri niðurstöðunni við og nú hefur Mannréttindadómstóll Evrópu snúið við niðurstöðu Hæstaréttar með svipuðum rökum og komu fram hjá Héraðsdómi. „Dómur Mannréttindadómstólsins er mikið fagnaðarefni og undirstrikar enn og aftur mikilvægi faglegra vinnubragða í blaðamennsku þegar fjallað er um vandmeðfarin mál,“ segir Hjálmar Jónsson, formaður BÍ.  „Það er full ástæða til að óska Steingrími til hamingju með niðurstöðuna.  Sú þrautseigja sem hann hefur sýnt í þessu máli er aðdáunarverð og er okkur öllum sem berum hagsmuni vandaðrar blaðamennsku fyrir brjósti til eftirbreytni.“ Hjálmar sagði einnig að því miður væri niðurstaða Mannréttindadómstólsins enn einn áfellisdómurinn yfir skilningi Hæstaréttar Íslands á lömálum faglegrar blaðamennsku og mikilvægi tjáningarfrelsins fyrir lýðræðið.  Liðin tíð og fyrri dómar mannréttindadómstólsins bæru þeirri staðreynd sorglegt vitni og undirstrikuðu mikilvægi þess að Hæstiréttur tileinkaði sér ný viðhorf í þessum efnum og léti tjáningarfrelsið njóta vafans.  Þá væri það athyglisvert að í dómi Mannréttindadómstólsins nú væri vitnað í fyrri mál hérlend  sem unnist hefðu fyrir dómstólnum, þ.e. mál þeirra Bjarkar Eiðsdóttur og Erlu Hlynsdóttur, auk fjölda annarra fordæma frá nágrannalöndunum í Evrópu.  Hæstiréttur hefði það þannig ekki sér til afsökunar að þessi viðhorf væru ný af nálinni. Sjá niðurstöðu Mannréttindadómstólsins hér Dóma Hæstaréttar og Héraðsdóms Reykjavíkur má sjá hér Sjá viðtal RÚV við Steingrím Sævar hér
Lesa meira
Ingibjörg Pálmadóttir, formaður stjórnar 365 miðla, og Stefán Sigurðsson, forstjóri Vodafone, undirr…

Skrifað undir kaup Vodafone á hluta 365

Vísir greinir frá því að í morgunhafi 365 miðlar og Fjarskipti, móðurfélag Vodafone undirritað samning um kaup Fjarskipta á öllum eignum og rekstri 365 miðla, að undanskildum eignum er varða útgáfu Fréttablaðsins og tímaritsins Glamour. Þetta þýðir að bæði útvarps- og sjónvarpsreksturinn og visir.is skiptanú um eigendur þegar samþykki hefur fengist frá viðeigandi eftirlitsaðilum. Sjá frétt Vísis hér
Lesa meira
Upplýsingaréttur almennings: Úrlausn lagalegra álitaefna
Tilkynning

Upplýsingaréttur almennings: Úrlausn lagalegra álitaefna

Námskeið "Upplýsingaréttur almennings:Úrlausn lagalegra álitaefna"  verður haldið næstkomandi föstudag, 10. mars 2017, kl. 09:00-12:30 í húsnæði Menntavísindasviðs HÍ við Stakkahlíð, stofa H-101 í Hamri.  Blaðamenn athugið að styrkur getur fengist frá BÍ upp í námskeiðsgjaldið.   SKRÁNING Á NÁMSKEIÐIÐ   Verð: kr. 16.800-   Umsjónarmaður og fyrirlesari er Kjartan Bjarni Björgvinsson, héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur.   Námskeiðið stendur einnig til boða í fjarnámi.     Markmiðið með námskeiðinu er að þátttakendur öðlist haldgóða þekkingu á því hvaða rétt almenningur á til aðgangs að upplýsingum samkvæmt upplýsingalögum nr. 140/2012. Fjallað verður um það hvenær lögin gilda og hvaða undanþágur eru frá meginreglunni um rétt almennings til aðgangs. Umfjöllunin verður studd raunhæfum dæmum um framkvæmd laganna og þá m.a. vísað til úrskurða úrskurðarnefndar um upplýsingamál, dóma Hæstaréttar og álita umboðsmanns Alþingis.   Markhópur: Stjórnendur hjá stofnunum ríkis og sveitarfélaga, sem þurfa að skipuleggja og öðlast yfirsýn um það hvernig ber almennt að vinna úr beiðnum sem berast á grundvelli laganna og hvaða kröfur slíkt gerir til stofnunar þeirra. Starfsmenn stjórnsýslunnar sem leysa þurfa úr álitaefnum um hvort veita eigi aðgang að upplýsingum. Fjölmiðlamenn, fræðimenn og allir aðrir sem áhuga hafa á að nýta sér lögin til að kynna sér gögn og upplýsingar í vörslum stjórnvalda.     Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um eftirfarandi álitaefni í tengslum við beitingu upplýsingalaga:   ·         Um hvaða starfsemi ríkis og sveitarfélaga gilda lögin? Gilda þau um eignarhald hins opinbera á fyrirtækjum og að hvaða marki?   ·         Hvernig á að setja fram beiðni um aðgang að gögnum og hvaða kröfur geta stjórnvöld gert til forms slíkra beiðna?     ·         Hvenær mega stjórnvöld að synja beiðnum um upplýsingar? Hver er munurinn á upplýsingum sem stjórnvöld mega en þurfa ekki að       láta af hendi samkvæmt lögunum og upplýsingum sem stjórnvöldum er bannað að veita aðgang að?   ·         Hvert geta menn leitað þegar beiðni þeirra um upplýsingar er synjað?   ·         Hvernig eiga stjórnvöld að standa að skráningu mála þannig að upplýsingalögin hafi tilætluð áhrif?   Í kennslunni verður að verulegu leyti stuðst við raunhæf dæmi og verkefni þannig að þátttakendur öðlist færni í því að leysa sjálfir úr þeim viðfangsefnum sem koma til kasta þeirra á grundvelli upplýsingalaga.   Kjartan Bjarni Björgvinsson er cand.jur. frá Háskóla Íslands og með meistarapróf frá London School of Economics and Political Science 2006. Kjartan starfaði sem aðstoðarmaður umboðsmanns Alþingis frá árinu 2006 til 2009 og sem lögfræðingur við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg frá 2009 til 2015. Kjartan hefur kennt stjórnsýslurétt og opinberan starfsmannarétt við Háskóla Íslands frá 2004. Hann var skipaður héraðsdómari við Héraðsdóm Reykjavíkur í apríl 2015. Nánari upplýsingar veitir Guðrún Eysteinsdóttir, verkefnisstjóri í síma 525-5434 /525-5454 eða í gegnum netfangið gudruney@hi.is
Lesa meira