Fréttir

Mogens Blicher Bjerregard, frá Danmörku

Alvarleg staða blaðamennskunnar rædd

Í dag, 1. júli, hefst í Wroclaw í Póllandi – menningarhöfuðborg Evrópu – alþjóðleg ráðstefna þar sem rædd verða grundvallaratriði frjálsrar fjölmiðlunar á tímum þar sem tækni, markaðsvæðing og stjórnmálaafskipti hafa meiri áhrif á fjölmiðlana en oftast áður. Það eru forustumenn blaðamannafélaga, fjölmiðlafræðingar, frummkvöðlar í margmiðlun ásamt hátt settum stjórnmálamönnum sem munu fara yfir stöðuna. Forseti Evrópusambands blaðamanna, Mogens Blicher Bjerregard, frá Danmörku, verður frummælandi í pallborði á ráðstefnunni og hann segir fjölmiðlafrelsið grundvallarrétt í lýðræðissamfélagi. „Allar tilraunir stjórnvalda til að hafa áhrif á fjölmiðlana eru óhjákvæmilega ógn við lýðræði. Blaðamenn hafa lykilhlutverki að gegna í hinu lýðræðislega ferli og því er það grundvallaratriði að hvorki stjórnvöld í einstökum ríkjum né á evrópska vísu trufli þá í að sinna faglegum skyldum sínum,“ segir Bjerregard. Fleiri aðstandendur ráðstefnunnar taka í sama streng, m.a. Jane Wyhatt sem starfar hjá Samtökum um fjölmiðlafrelsi í Evrópu: „ Á óvissutímum, þar sem rasismi og hatursorðræða færast í aukana og stjórnmálamenn eru að missa tiltrú, er brýnna en nokkru sinni að fjölmiðlar geti starfað eðlilega. Við þurfum að skapa strafsskilyrði fyrir sjálfstæða rannsóknarblaðamenn sem geta veitt valdinu aðhald. Fjölmiðlar verða að geta ögrað, gagnrýnt og jafnvel gert grín að valdafólki án þess að verða fyrir pólitískum þrýstingi, niðurskurði eða sjálfs-gagnnrýni. Í Wroclaw ætlum við að ræða hvernig hægt er að koma þessum háleitu markmiðum í framkvæmd,“ segir hún. Sjá einnig hér
Lesa meira
Jarðarberið: Verðlaunagrip fjölmiðlaverðlauna umhverfis- og auðlindaráðuneytisins hannaði Finnur Arn…

Auglýst eftir tilnefningum til fjölmiðlaverðlauna

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til tvennra verðlauna sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru, 16. september næstkomandi. Annars vegar er um að ræða Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og hins vegar Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti. Fjölmiðlaverðlaunum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er ætlað að hvetja til hverskyns umfjöllunar um íslenska náttúru, hvort heldur er í því skyni að vekja athygli á einstakri náttúru landsins eða benda á þær ógnir sem steðja að íslenskri náttúru og mikilvægi þess að varðveita hana og vernda til framtíðar. Verðlaunin verða veitt fjölmiðli, ritstjórn, blaða- eða fréttamanni, dagskrárgerðarfólki eða ljósmyndara sem hafa skarað fram úr með umfjöllun sinni um íslenska náttúru. Til greina koma einstök verkefni eða heildarumfjöllun um íslenska náttúru. Sjá einnig hér
Lesa meira
Skrifstofa BÍ lokuð vegna sumarleyfa

Skrifstofa BÍ lokuð vegna sumarleyfa

Skrifstofa Blaðamannafélags Íslands verður lokuð vegna sumarleyfa  frá mánudeginum 20. júní  og út mánuðinn. Skrifstofan opnar aftur mánudaginn 4. júlí.
Lesa meira
Philippe Leruth

Nýr formaður IFJ

Í gær var kosinn nýr formaður Alþjóðasamtaka blaðamanna (IFJ) á fundi þeirra í Angers í Frakklandi.  Nýi formaðurinn heitir Philippe Leruth og kemur frá blaðamannasamtökunum „Association générale des tes Professionnels de Belgique“ (AGJPB) í Belgíu.  Hann var formaður AGJPB um 10 ára skeið frá 1995-2005 og var varaformaður Evrópusambands blaðamanna frá 2004- 2013. Hann er blaðamaður á belgíska blaðinu L’Avenir.   Leruth tekur við embættinu af hinum breska Jim Boumelha sem gegndi því frá 2007 – 2016. „Fyrsta áskorun mín er að endurnýja samstöðuna innan IFJ. Ég vil endurvekja samstöðu og tengsl innan Alþjóðasambandsins.  Næsta áskorun er síðan að styrkja fjárhagsstöðu sambandsins“, sagði Leruth í gær.  Sjá einnig hér
Lesa meira
Alþjóðleg könnun: Umfjöllun um mansal yfirborðsleg segja sérfróðir

Alþjóðleg könnun: Umfjöllun um mansal yfirborðsleg segja sérfróðir

Fjölmiðlaumfjöllun um mansal og nútíma þrælahald er iðulega byggð á ófullnægjandi upplýsingum, hún getur verið ósiðleg gagnvart þolendum og leggur óeðlilega áherslu á kynlífsiðnaðinn. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri alþjóðlegri könnun sem gerð var meðal ýmissa leiðandi sérfræðinga  í baráttunni við mansal víða vegar í heiminum. Í könnuninni segja 7 af hverjum 10 svarenda að léleg blaðamennska  á þessu sviði geri meira ógagn en gagn. Upphrópanir, einfaldanir og yfirborðsmennska eru lýsingar sem koma sterkt fram í svörum næstum 50 sjálfboðaliða, lögmanna, háskólafólks og löggæslufólks sem tók þátt í könnuninni og eru virkir aðilar í baráttunni gegn mansali sem talið er að hafi áhrif á um 36 milljón manns í heiminum. Sjá meira hér  
Lesa meira
EFJ fer með lögregluofbeldi í Frakklandi fyrir Evrópuráðið

EFJ fer með lögregluofbeldi í Frakklandi fyrir Evrópuráðið

Fyrir helgi lögðu Evrópusamband blaðamanna og Alþjóðasamband blaðamanna ásamt aðildarfélögum í Frakklandi fram erindi hjá Evrópuráðinu vegna vaxandi ofbeldis gagnvart blaðamönnum í Frakklandi. Málið var lagt fyrir sérstaka deild eðaverkefnisstjórn innan Evrópuráðsins sem sett var á fót til að tryggja öryggi og vernd blaðamanna.  Krefjast samtök blaðamanna skýringa frá franska innanríkisráðherranum, Bernard Cazeneuve. Síðastu 3-4 vikurnar hefur ofbeldi og harka lögreglunnar gagnvart blaðamönnum í Frakklandi valdið samtökum blaðamanna vaxandi áhyggjum og tengist það sérstaklega mótmælum sem verið hafa gegn nýrri vinnulöggjöf og undirbúningi vegna Evrópumeistaramótsins í knattspyrnu.  Hefur í því sambandi verið bent á fjölmörg dæmi þar sem fjölmiðlafólk hefur beinlínis verið gert að skotmörkum lögreglu.  „Það er engin réttlæting til fyrir ofbeldi og ógnunum af þessu tagi“ segir Mogens Blicher Bjerregård, formaður EFJ. „ Við viljum tafarlaust fá skýringar frá Cazeneuve innanríkisráðherra og að þeir sem beri ábyrgð á þessu verði látnir svara til saka. Hegðun af þessu tagi samrýmist ekki réttarríkinu,“ segir hann ennfremur. Þess má geta að OECE hefur einnig lýst áhyggjum sínum af þessari þróun. Sjá nánar hér Einnig hér  
Lesa meira
Gry Nergård

Aðskilnaður ritstjórnarefnis og auglýsinga á dagskrá í Noregi

Umboðsmaður neytenda í Noregi, Gry Nergård, hefur lýst þeirri skoðun að stofnunin vilji taka upp nýtt regluverk um skilin milli auglýsinga og ritstjórnarefnis í fjölmiðlum. Í dag gilda um þetta samkepnislög og útvarpslög en að mati umboðsmanns neytenda dugar slík umgjörð ekki lengur. Fjölmiðlaheimurinn sé gjörbreyttur bæði af völdum tækninýjunga og aukinnar markakðsvæðingar og því þurfi nýtt regluverk að ná jafnt til allra tekunda miðla og tækni. Gry Nergård segir ekkert samræmi vera milli þess sem falli undir reglur í samkeppnislögum og þess sem falli undir útvarpslög og í raun sé ekki hægt að hafa reglur um afmarkakða hluta fjölmiðlaheimsins því samruni og samspil fjölmiðlanna sé orðið svo mikið að flókið er orðið fyrir neytendur að fylgast með hvers eðlis þær uplýsingar sem bornar eru á borð fyrir þá eru.  Því sé orðið brýnt að setja reglur um þennan aðskilnað þannig að neytendur séu upplýstir um hvað sé raunverulegt ritsjtónarefni og hvað séu í raun auglýsingar. Sjá umfjöllun hér  
Lesa meira
Vinnustofa um rannsóknarblaðamennsku fyrir unga blaðamenn
Tilkynning

Vinnustofa um rannsóknarblaðamennsku fyrir unga blaðamenn

Auglýst hefur verið vinnustofa (worhshop) á vegum M100 Young European Journalists fyrir blaðamenn á aldrinum 18 - 26 ára.  Á vinnustofunni verður farið í bæði fræðileg og praktísk atriði varðandi vinnubrögð í blaðamennsku og stefnt að því að byggja upp og styrkja tengslanet blaðamanna. Í ár er viðfangsefnið rannsóknarblaðamennska, tilgangur, tækni og áskoranir.  Vinnustofan fer fram í Potsdam í Þýskalandi í haust, og stendur frá  9 -16 september.     Þeir sem samþykktir eru til þátttöku fá styrk fyrir kostnaði við ferðir og uppihald en umsóknir fara í gegnum eftirfarandi slóð:   http://m100potsdam.org/en/m100-en/youth-media-workshop/yej2016/application-calll.html 
Lesa meira
Fleiri fá fréttir af samfélagsmiðlum í BNA

Fleiri fá fréttir af samfélagsmiðlum í BNA

Samkvæmt nýrri könnun „Pew Research Center“ fær meirihluti Bandaríkjamanna fréttir í gegnum samfélagsmiðla. Um 18% fá fréttir oft með þessum hætti. Þetta eru mun fleiri en  .þau 49% Bandaríkjamanna sögðust fá fréttir frá þessum miðlum í svipaðri könnun árið 2012. Kannaðir voru 9 miðlar og kom þá í ljós að Reddit og Facebook eru þeir miðlar þar sem algengast era ð fólk sjái fréttir. Sjá umfjöllun hér
Lesa meira
Blaðamenn ritstýra á laun á Facebook

Blaðamenn ritstýra á laun á Facebook

Aidan White, framkvæmdastjóri Tengslanets um siðlega blaðamennsku (EJN) og fyrrum framkvæmdastjóri Alþjóðasambands blaðamanna skrifar athyglisverðan pistil á heimasíðu samtaka sinna um samanburð á blaðamennsku annars vegar og „algoryþmum“ hins vegar.  Hann gerir frétt í Guardian að umtalsefni þar sem fram kemur að Facebook hefur á laun notað blaðamenn til að ritstýra fréttum sínum. Þessi frétt vegur beint að einni stærstu goðsögn upplýsingabyltingarinnar, að tölvuforrit eða „algoryþmar“ séu jafn  fær og blaðamenn um að skilgreina og meta hvað sé fréttnæmt og hver fréttadagskráin eigi að vera. Sjá pistil White hér  
Lesa meira