Noregur: Almenningsútvarp í deiglunni

Norðmenn ræða nú fjármögnunaraðferðir  fyrir NRK, norska ríkisútvarpið og eru uppi skiptar skoðanir um hvaða leiðir eigi að fara. Umræðan er ekki ósvipuð því sem var hér á landi fyrir nokkrum árum enda sambærilegar tillögur á borðinu, þ.e. að hafa annars vegar afnotagöld og hins vegar að taka upp sérstakt útvarpsgjald og fjármögnun fari í gegnum fárlögin. Thor Gjermund Eriksen, útvarpsstjóri NRK hefur lýst sig andvígan því að fjármögnun fari í gegnum fjárlög enda telfli það óhæði stofnunarinnar í hættu. Ýmsir þingmenn Verkamannaflokksins hafa einnig viðrað svipaðar áhyggjur, og bent á að um leið og fjárveitingin komi úr hinu pólitíska umhverfi opnist fyrir þann möguleika að fréttir og dagskrárstefna taki  – raunverulegt eða ímyndað – mið af pólitískum straumum hverju sinni.

Þetta gerist samhliða því að verið er að skoða möguleika á að koma upp einkarekinni almennings sjónvarpsstöð með línulega útsendingu sem myndi veita NRK ákveðið aðhald. Ýmsar útfærslur hafa verið ræddar varðandi slíkan möguleika, en í öllum tilfellum væri þá veittur stuðningur gegn ákveðnum skilyrðum um hlutfall frétta og upplýsingarefnis í dagskránni.

Sjá einnig hér