Sögulegur blaðamannafundur

Trump á blaðamannafundinum í gær. Mynd: CNN
Trump á blaðamannafundinum í gær. Mynd: CNN

Blaðamannafundur Trump Bandríkjaforseta í gær hefur verið tilefni fjörugra umræðna í heimi blaðamanna og blaðamennsku vestan hafs og raunar miklu víðar.  Forsetinn stóð í 77 mínútur og skammaðist yfir ósanngjarnri blaðamensku milli þess sem hann stærði sig af afrekum sínum. Colubia Journalism Review hefur tekið saman fréttir og umfjöllun sem kom út úr þessum fundi og bendir á að tímamótin sem þarna urðu voru kannski ekki að Trump hafi talað frjálslega um staðreyndir og látið ýmislegt flakka, það hafi hann iðulega gert í kosningabaráttunni. Munurinn nú og þá hafi hins vegar verið að nú var hann að tala við fullan sal af upplýstum og gagnrýnum hlustendum en ekki fylgismenn á já-fólk  á kosnigafundi.

Sjá umfjöllun CJR hér