Fréttir

Faten Mahdi Al-Hussaini

Noregur: Deilt um klæðaburð í sjónvarpi

Athyglisvert mál er komið upp hjá norska ríkisútvarpinu NRK, en á morgun mun útvarpsráð funda sérstaklega um gríðarlegan fjölda kvartana, alls um 6000 talsins, sem borist hafa vegna klæðaburðar eins þáttastjórnana.
Lesa meira
Rætt um ráð gegn fölskum fréttum

Rætt um ráð gegn fölskum fréttum

Besta mótefnið gegn fölskum fréttum er að berjast gegn slæmri blaðamennsku og styrkja góða og siðferðilega blaðamennsku,” Þetta sagi Ricardo Gutiérrez, framkvæmdastjóri Evrópusambands blaðamanna (EFJ) meðal annars á ráðstefnu sem haldin var fyrir helgina á vegum Evrópuþingsins að tilstuðlan  flokkahóps sósíal demokrata. Fjölmargir tóku þátt í ráðstefnunni bæða stjórnmálamenn og sérfræingar af ýmsu tagi.
Lesa meira
Ný vefsíða BÍ

Ný vefsíða BÍ

Blaðamannafélag Íslands tekur í dag í notkun nýjan vef, en félagið hefur undanfarnar vikur verið að uppfæra vefsíðu sína og breyta henni nokkuð í leiðinni. Er það von okkar að nýja síðan verði aðgengilegri, en sú gamla en samhliða hefur verið útbúin útgáfa sem hentar fyrir síma og spjaldtölvur.
Lesa meira
Bann við umræðu vegna uppreist æru: Trúlega brot á stjórnarskrá

Bann við umræðu vegna uppreist æru: Trúlega brot á stjórnarskrá

RÚV birtir athugsliverða frétt í gær þar sem Skúli Á Sigurðsson, lögfræðingur dregur í efa að lagagrein sem gerir umræðu um brot manna sem fengið hafa uppreist æru refsiverð standist tjáningarfrelsisákvæði stjórnarskrárinnar.
Lesa meira
Fjölmiðlamótið í golfi

Fjölmiðlamótið í golfi

Fjölmiðlamótið i golfi verður haldið föstudaginn 1. september í Hveragerði.
Lesa meira
Siðanefnd: Kærufrestur útrunninn

Siðanefnd: Kærufrestur útrunninn

Siðanefnd Blaðamannafélagsins hefur vísað frá kæru Róberts Spencers á hendur Fréttastofu Útvarps þar sem kærufrestur var runnin út þegar kæra barst.
Lesa meira
Afmælisfagnaður BÍ í haust

Afmælisfagnaður BÍ í haust

Blaðamannafélagið hyggst standa fyrir afmælisfagnaði í lok nóvember eða byrjun desember, en félagið fagnar 120 ára afmæli í ár. BÍ var stofnað 19. nóvember 1897 á Hótel Borg í Reykjavík. Þetta er meðal þess sem kemur fram í starfsáætlun stjórnar BÍ fyrir árið 2017 – 2018 sem birt er hér á vefnum.
Lesa meira
Hjálmar Jónsson, formaður BÍ

Stjórn BÍ undirbýr stofnun Neyðarsjóðs

Stjórn Blaðamannafélags íslands hefur ákveðið að setja á laggirnar Neyðarsjóð BÍ til þess að geta betur mætt þörfum félagsmanna sinna þegar félagið eða sjóðir þess hafa ekki yfir öðrum úrræðum að búa. Höfuðstóll sjóðsins er 10 milljónir króna.
Lesa meira
Oddur Ólafsson

Oddur Ólafsson látinn

Oddur Ólafsson, blaðamaður og handhafi blaðamannaskírteinis númer 8, lést þann 19. ágúst síðastliðinn, 84 ára að aldri. Oddur fæddist þann 28. júlí 1933. Foreldrar hans voru Ólafur A. Kristjánsson, verkamaður og síðar bæjargjaldkeri í Hafnarfirði, f. 25. júlí 1904 d. 16. janúar 1986 og Sigurborg Oddsóttir, húsmóðir, f. 5. júlí 1908 d. 18. maí 1995
Lesa meira
Stöð 2 ekki brotleg við siðareglur

Stöð 2 ekki brotleg við siðareglur

Siðanefnd hefur úrskurðað í máli þar sem barnsmóðir Ólafs William Hand kærði 365 miðla/Fréttastofu Stöðvar 2.
Lesa meira