Meiðyrði tekin skrefi lengra!

Meiðyrðamál á Möltu hefur tekið uggvænlelga stefnu fyrir blaðamenn almennt, og hefur EFJ, Alþjóðasamband blaðamanna, ákveðið að láta málið til sín taka og leggja fram erindi á vettvagi ESB um vernd blaðamanna (Platform for the Protection of Journalists).

Málið sýst um pistil pistlahöfundarins og bloggarans Daphne Caruana Galizia sem skrifaði á síðu sína að tveir menn, Chris Cardona efnahagsmálaráðherra og aðstoðarmaður hans Joe Gerada hafi farið á vændishús í Þýskalandi þegar þeir voru þar á ferð í embættiserindum.  Þeir neita því og hafa höfðað meiðyrðamál gegn Galizia, sem í sjálfu sér er þekkt ferli. Það sem hins vegar er nýtt í málinu er að þeir fóru fram á háar miskabætur og að til öryggis verði banakareikningar Galizia frystir þar til niðurstaða er komin í málinu þannig að hægt verði að ganga að upphæð sem nemur 47.460 evrum. Sú frystin hefur nú verið samþykkt af dómstólum, en það gæti tekið nokkur ár að fá lka niðurstöðu.

Þetta er ný þróun og segir Galizia sjálf í bloggfærslu  að  verið sé að þagga niður í blaðamönnum og afleiðingar þessa geti verið gríðarlegar fyrir stétt blaðamanna. Það sem ráðherra efnahagsmála og aðstoðarmaður hans hafi gert nú geti aðrir gert öðrum blaðamönnum sem standa frammi fyrir meiðyrðamáliaf einhverju tagi.

Sjá nánar hér