Fréttir

James Foley

Myndskeið af hryllilegu morði blaðamanns talið ekta

Sérfræðingar stjórnvalda í Bandaríkjunum hafa staðfest að myndband sem sýnir grimmilegt morð  liðsmanna Isis á blaðamanninum James Foley sé ekta. Morðið hefur verið fordæmt víða um heim og það vekur sérstakan ugg í Bretlandi að sá sem talar á myndbandinu virðist tala með breskum hreim og vera breskur.  Philip Hammond utanríkisráðherra Bretlands segir þátttöku  fjölmargra breskra þegna í  baráttu Isis áhyggjuefni sem undirstriki alþjóðlegt eðli málsins – og að Íslamska ríkið sé raunveruleg ógn við öryggi í Bretlandi. Í myndbandinu bregður einnig fyrir myndum af öðrum fanga sem virðist vera bandaríski blaðamaðurinn Steven Sotloff og þeirri mynd fylgir viðvörun og skilaboð  til Baraks Obama um að örlög blaðamannsins velti á viðbrögðum forsetans. James Foley var mjög reyndur blaðamaður og hafði sagt fréttir af stríðshrjáðum svæðum lengi. BBC tók meðal annars viðtal við hann árið 2012 um mikilvægi fréttaflutnings af átakasvæðum og birtir það viðtal í samantekt um málið sem sjá má hér í heild sinni Sjá frekari umfjöllun hér og hér  
Lesa meira
Færri blaðamenn hafa að aðalstarfi að fylgjast með stjórnsýslu og pólitík í fylkjum BNA

Færri blaðamenn hafa að aðalstarfi að fylgjast með stjórnsýslu og pólitík í fylkjum BNA

Umræða hefur skapast um gæði fréttaflutnings af opinberum stofnunum (Statehouse buildings) í hinum 50 fylkjum Bandaríkjanna vegna sílækkandihlutfalls blaðamanna  sem hafa hafa það að aðalstarfi að fylgjast með málum þar. Vekur þetta upp spurningar um aðhaldshlutverk fjölmiðla og stöðu fjölmiðlanna í lýðræðisferlinu í BNA.  Með "statehouse bulindings" er verið að vísa til stjórnsýslustofnana fylkjanna og löggjafasamkoma þeirra.  Samkvæmt nýrri rannsókn Pew Research Center þá eru 1,592 blaðamenn sem dekka þessar stofnanir og starfsemi þeirra í Bandaríkjunum og þar af er aðeins tæpur helmingur, eða 741 sem gerir það í fullu starfi. Aðrir eru í hlutastarfi eða lausamennsku við að sinna þessum málum. Það þýðir að um 15 blaðamenn sem hafa að aðalstarfi að fylgjast með stjórnsýslu og stjórnmáum í hverju ríki, en það er þó mjög misjafnt milli ríkja. Í Texas þar sem þessi tala er hæst eru 53 blaðamenn í fullu starfi við þetta, en fæstir í Suður Dakóta þar sem þeir eru bara tveir. Undanfarin ár hefur blaðamönnum sem sinna þessum mikilvægu málaflokkum verið að fækka mikið og  hefur þeim fækkað um 35% á síðusta áratug. Sjá ítarlegri umfjöllun hér  
Lesa meira

"Rukka" fyrir aðgang að fréttum á netinu

Í Danmörku hyggst blaðið Metroxpress prufa nýjar leiðir til að „rukka“ lesendur fyrir lestur frétta þess á netinu.  Ekki er þó hugmyndin að fara fram á peningalega greiðslu heldur verða væntanlegir lesendur rukkaðir um upplýsingar og aðgang að stafrænum vinahópi þeirra.  Til þess að fá möguleika til að lesa fréttir og umfjallanir munu menn þurfa að  gefa upp netfang og deila efni  á samfélagsmiðlum. Að sögn framkvæmdastjóra Metroxpress, Thomas Raun, þá er um tilraunaverkefni að ræða sem verður í gangi í tvær vikur og kannað hvernig lesendur bregðast við. Tilgangurinn er að sögn framkvæmdastjórans að fá frekari upplýsingar um lesendahópinn til að geta sniðið efni  og ekki síður auglýsingar að þörfum hans. Sjá nánar hér
Lesa meira
Húsarústir í Gazaborg eftir sprengingar

Átak til aðstoðar blaðamönnum á Gaza

Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) hefur sent út ákall til blaðamannafélaga vítt um heim um að styðja sérstakt samstöðuátak sem ýtt hefur verið úr vör til að aðstoða fjárhagslega blaðamenn á Gaza, sem eru í mikilli þörf fyrir hjálp. Alþjóða blaðamannasambandið segir að hið takmarkaða vopnahlé sem nú er í gildi kunni að koma í veg fyrir frekari blóðsúthellingar en fjöldi blaðamanna og fjölskyldur þeirra séu heimilislaus eftir að sprengjuárásir sem jafnað hafi hús þeirra og eigur við jörðu. Samkvæmt Blaðamannasambandi Palestínu, sem er aðili að IFJ eru í það minnsta 42 blaðamenn og fjölskyldur þeirra á vergangi á Gaza, heimili14 þeirra eru gjörónýt og þurfa þeir að finna eitthvað neyðarskýli.   Sjá nánar hér   
Lesa meira
Hatursorðræða ekki mikil en þekkist í ummælakerfum

Hatursorðræða ekki mikil en þekkist í ummælakerfum

 „Fjöldi ummæla sem gætu flokkast sem hatursorðræða er ekki mikill en það finnast þó nokkur dæmi í flestum efnisflokkum sem skoðaðir voru“.  Þetta er ein af megin niðurstöðum greiningar á hatursorðræðu í ummælakerfum netmiðlanna, dv.is, eyjan.is og visir.is, sem unnin var af Bjarneyju Friðriksdóttur fyrir Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar. Athugunin náði til  ofangreindra þriggja miðla, sem hafa opin athugsemdakerfi og stóð yfir frá mars 2013 til júlí 2014.  Ummæli í fimm flokkum voru skoðuð en þeir voru þessir:  Hælisleitendur/flóttafólk; Fólk af erlendum uppruna/innflytjendur; Bygging mosku í Reykjavík;  Jafnrétti kynjanna/feminismi/kynferðislegt ofbeldi; Hinsegin fólk.  Í niðurstöðu greiningarskýrslunnar segir m.a.: „Töluvert ber á fordómafullum ummælum sem einkennast af kynþáttafordómum, byggðum á staðalmyndum um hópa fólks. Einnig eru ummæli sem einkennast af þjóðernishyggju og ný-rasisma algeng. Algengast er að fordómafull ummæli séu sett fram í garð múslima. Fyrir hver fordómafull ummæli þar sem settar eru fram alhæfingar um hópa fólks byggt á staðalmyndum eru að jafnaði 2-3 ummæli þar sem ummælunum er svarað með rökum og upplýsingum. Fordómafullu ummælin eru iðulega ómálefnaleg og oft dónaleg, því ber meira á þeim eða þau fá meiri athygli. Umræðukerfið á netfréttamiðlunum er sjálfbært samfélag að þessu leyti, það eru margir sem leggja sig fram við að koma í veg fyrir að fordómafull ummæli standi án þess að þeim sé svarað.“ Sjá skýrsluna hér  
Lesa meira
Vinningshafarnir í fyrra, Páll Steingrímsson og Vigdís Finnbogadóttir ásamt Siguði inga Jóhannssyni …

Tilnefningafrestur Umhverfis-fjölmiðlaverlauna er til 18. ágúst

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til tvennra verðlauna sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru, 16. september næstkomandi. Annars vegar er um að ræða Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og hins vegar Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.Tilnefningar vegna verðlaunanna skulu berast fyrir 18. ágúst 2014 Fjölmiðlaverðlaunum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er ætlað að hvetja til hverskyns umfjöllunar um íslenska náttúru, hvort heldur er í því skyni að vekja athygli á einstakri náttúru landsins eða benda á þær ógnir sem steðja að íslenskri náttúru og mikilvægi þess að varðveita hana og vernda til framtíðar. Verðlaunin verða veitt fjölmiðli, ritstjórn, blaða- eða fréttamanni, dagskrárgerðarfólki eða ljósmyndara sem hafa skarað fram úr með umfjöllun sinni um íslenska náttúru. Til greina koma einstök verkefni eða heildarumfjöllun um íslenska náttúru Á síðasta ári féll Páll Steingrímsson, kvikmyndagerðarmaður þessi verðlaun en við sama tækifæri var Vigdísi Finnbogadóttur veitt Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti. Í rökstuðningi dómnefndar fyrir vali Páls sagði: „Heimildamyndir Páls Steingrímssonar skipta mörgum tugum frá Vestmannaeyjagosinu 1973 og fram á þennan dag. Megináhersla hans hefur verið á náttúrulífsmyndir, svo sem fuglasögurnar sem hann hefur fengist við hin síðustu ár, og áhrif manna á umhverfið. Starf Páls að fræðslu og vernd íslenskrar náttúru er langt og farsælt og hefur borið hróður hans og landsins um heimsbyggðina. Páll hefur enda hlotið viðurkenningar bæði hér á landi og erlendis fyrir störf sín, m.a. heiðursverðlaun Eddu.“ Sjá einnig hér  
Lesa meira
Times gagnrýnt fyrir að vilja ekki birta auglýsingu gegn Hamas

Times gagnrýnt fyrir að vilja ekki birta auglýsingu gegn Hamas

The Times í Bretlandi sætir nú nokkurrri gagnrýni fyrir að vilja ekki birta auglýsingu í blaðinu þar sem Hamas samtökin eru gagnrýnd.  Fullyrt er að með þessu sé blaðið að taka þátt í mikilli bjögun á umfjöllum breskra miðla um málefni Gaza þar sem Ísrael er látið líta illa út.   Í auglýsingunni tala Elie Wiesel, Nóbelsverðlaunahafi og Shmuley Boteach, bandarískur rabbíi til lesenda og skora á Hamas samtökin að hætta að nota saklaus börn sem skildi fyrir hermenn sína. Auglýsingi hefur verið birt í ýmsum bandarískum stórblöðum og Guardian mun hafa fallist á að birta hana eftir helgina. Sjá meira hér  
Lesa meira
Síðsdegisskil á dagblöðum í sparnaðarskyni?

Síðsdegisskil á dagblöðum í sparnaðarskyni?

Nokkur umræða er nú í gangi meðal norsks  blaða- og fjölmiðlafólks um leiðir til að halda úti útgáfu dagblaða í erfiðum rekstri og hvaða leiðir séu færar til að halda uppi gæðum í blaðamennskunni sjálfri á tímum sparnaðar og niðurskurðar. Ein leiðin sem byrjað var að ræða um síðast liðið vor þegar Amedia fyrirtækið hóf umfangsmikinn niðurskurð var að flýta skilum á dagblöðum. Raunar var þessi umræða farin af stað í fyrra í tengslum við það að blaðið Norlys flýtti skilum verulega og eru þau nú strax eftir dagvinnu kl 16:00 á daginn. Anders Opdahl ritstjóri hjá Nordlys segir í samtali við vefsíðu norska Blaðamannsins að engin sérstök ástæða sé til að vera að vinna blaðið á kvöldin og í raun sé þa merkilegt að þetta hafi ekki verið gert miklu víðar og miklu fyrr. Hann telur að gæðin á ritstjórnarefninu verði meiri sé það unnið þegar margir eru á vakt á ritstjórninni og fylgjast með síðustu metrunum í uppsetningu og umbroti. Þessi umræða tengist því hvernig prentútgáfa, netútgáfur og ljósvakamiðlar spila saman í fjölbreyttu og margskiptu fjölmiðlaumhverfi samtímans. Fréttir í dagblöðum eru nú orðið ekki það sem kalla má „running news“ heldur einhvers konar eftirfylgni eða opnun á málum sem bæti við það sem finna má í fjölmiðlagáttum sem opnar eru allan sólarhringinn. Sjá einnig hér.  
Lesa meira
Stress er ekki eingöngu fylgifiskur blaðamennskunnar sjálfrar heldur líka námsins í blaðamennsku. (M…

Stress áberandi hjá konum sem læra blaðamennsku í Danmörku

Danskar konur sem eru að læra blaðamennsku í háskólum virðast vera viðkvæmari fyrir stressi en karlkyns kollegar þeirra. Þetta kemur fram í bráðabirgðaniðurstöðum úr könnun sem unnið er að og verður kynnt betur í vor. Fjallað er um málið á vefsíðu danska Blaðamannsins og kemur þar fram að af tæplega 20% nemenda í blaðamennsku eru svo stressaðir að þeir þurfa á aðstoð fagfólks að halda. En af þeim hópi sem er svona stressaður þá eru 75% konur.  Þetta mikla stress kemur nokkuð á óvart og þá ekki síður hversu kynbundið það er. Blaðamennskunám er nokkuð erfitt í Danmörku, en miðað við ummæli námsráðgjafa á heimsíðu Blaðamannsins danska þá eru það ekki síst stúlkur sem hafa vanist því að standa sig mjög vel í skóla og fá háar einkunnir sem verða stressaðar.  Viðbrigðin að fá ekki áfram jafn háar einkunnir og jafnvel að lenda í vandamálum með námið virðast hafa mjög stressandi áhrif. Sjá umfjöllun danska Blaðamannsins hér  
Lesa meira
Ísraelsmenn verða að axla ábyrgð á árásum á blaðamenn

Ísraelsmenn verða að axla ábyrgð á árásum á blaðamenn

Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) hefur nú tekið undir í þeim kór ólíkra aðila sem gagnrýna Ísraelsmenn og krefjast þess að þeir verði gerðir ábyrgir fyrir árásum sem þeir gera á blaðamenn sem eru að dekka harmleikinn á Gaza.  Aðildarfélag IFJ, Blaðamannafélag Palestínu (PJS), hefur birt lista yfir þær árásir sem gerðar hafa verið á blaða- og frettamenn sem eru að fjalla um árásirnar, og á þeim lista eru meðal annars þeir fjórir fjölmiðlamenn sem hafa fallið frá því að  átökin hófust. Auk þess er þar að finna þá fjölmiðlamenn sem hafa særst og þau fjölmiðlafyrirtæki og ritstjórnir sem hafa verið skotmörk. Sjá listann og umfjöllun hér  
Lesa meira