Tilnefningafrestur Umhverfis-fjölmiðlaverlauna er til 18. ágúst

Vinningshafarnir í fyrra, Páll Steingrímsson og Vigdís Finnbogadóttir ásamt Siguði inga Jóhannssyni …
Vinningshafarnir í fyrra, Páll Steingrímsson og Vigdís Finnbogadóttir ásamt Siguði inga Jóhannssyni umhverfisráðherra

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til tvennra verðlauna sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru, 16. september næstkomandi. Annars vegar er um að ræða Fjölmiðlaverðlaun umhverfis- og auðlindaráðuneytisins og hins vegar Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.Tilnefningar vegna verðlaunanna skulu berast fyrir 18. ágúst 2014

Fjölmiðlaverðlaunum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er ætlað að hvetja til hverskyns umfjöllunar um íslenska náttúru, hvort heldur er í því skyni að vekja athygli á einstakri náttúru landsins eða benda á þær ógnir sem steðja að íslenskri náttúru og mikilvægi þess að varðveita hana og vernda til framtíðar.

Verðlaunin verða veitt fjölmiðli, ritstjórn, blaða- eða fréttamanni, dagskrárgerðarfólki eða ljósmyndara sem hafa skarað fram úr með umfjöllun sinni um íslenska náttúru. Til greina koma einstök verkefni eða heildarumfjöllun um íslenska náttúru

Á síðasta ári féll Páll Steingrímsson, kvikmyndagerðarmaður þessi verðlaun en við sama tækifæri var Vigdísi Finnbogadóttur veitt Náttúruverndarviðurkenning Sigríðar í Brattholti.

Í rökstuðningi dómnefndar fyrir vali Páls sagði: „Heimildamyndir Páls Steingrímssonar skipta mörgum tugum frá Vestmannaeyjagosinu 1973 og fram á þennan dag. Megináhersla hans hefur verið á náttúrulífsmyndir, svo sem fuglasögurnar sem hann hefur fengist við hin síðustu ár, og áhrif manna á umhverfið. Starf Páls að fræðslu og vernd íslenskrar náttúru er langt og farsælt og hefur borið hróður hans og landsins um heimsbyggðina. Páll hefur enda hlotið viðurkenningar bæði hér á landi og erlendis fyrir störf sín, m.a. heiðursverðlaun Eddu.“

Sjá einnig hér