Fréttir

Umsóknarfrestur um orlofshús BÍ

Umsóknarfrestur um orlofshús BÍ

Hér með er minnt á að umsóknarfrestur um sumarhús BÍ  fyrir sumarið er til föstudagsins 11. apríl.  Sækja skal um á orlofsvef félagsins hér neðar á síðunni undir hnappnum  "sumar 2014",  eða senda póst á netfangið orlofshús@press.is.  Vikugjald fyrir fullgilda félaga í BÍ verður 15.000 kr. í Litlu Brekku og 20.000 kr í Stóru-Brekku og á Akureyri og 28.000 kr. fyrir Stykkishólm. Gjaldið greiðist við staðfestingu úthlutunar.
Lesa meira
Átak fyrir blaðamennsku

Átak fyrir blaðamennsku

Norska Blaðamannafélagið og fleiri samtök og áhugamannahópar um fjölmiðlum taka þátt í miklu átaki sem nú er í gangi í Noregi og gengur undir nafninu „Átak fyrir blaðamennsku“ (Kampanjen for journalistikken).  Þessu átaki var hrint af stað að frumkvæði fjölmiðlafélaganna NRK (Ríkisútvarpið) og TV2, en megin tilgangur þess er að vekja athygli á mikilvægti stöðu og mikilvægi ritstýrðra fjölmiðla. Sérstaklega er áhersla lögð á að draga fram mikilvægi: -  óháðra , ritstýrðra miðla og  siðlega, gagnrýna og frjálsa blaðamennsku- þýðingu ritstýrðra fjölmiðla fyrir  tjáningarfrelsi, þátttöku og virkni í lýðræðislegu samfélagi. Markhópur þessa átaks er ungt fólk á aldrinum 15-19 ára, framhaldsskólanemar og nemar í 10 bekk grunnskóla.  Átakið er á landsvísu í Noregi og fjöldi fyrirtækja og fagfélaga tekur þátt, þar á meðal Blaðamannafélag Noregs (NJ) og flestar svæðisbundnar deildir innan þess.  Það sem blaðamenn eru sérstaklega hvattir til að gera er annars vegar að taka þátt í og skipuleggja sérstök Opin hús um blaðamennsku þar sem ungmennum eru kynnt ýmsis mál sem tengjast blaðamennsku og hins vegar að taka þátt í opnum málfundum þar sem blaðamennska kemur við sögu. Átakið mun nú í apríl  fara með kerfisbundnum hætti inn í skólana og nýta sér að þann 29. apríl er „Alþjóðlegur dagur fjölmiðlafrelsis“ og á þann 3. maí er í Noregi haldinn svokallaður „Pressefrihetens dag“ eða  Prentfrelsisdagur. Sjá einnig hér
Lesa meira
IFJ með nýja heimasíðu

IFJ með nýja heimasíðu

Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) tók í gær í notkun nýja vefsíðu sem samtökin segja að muni efla tengsl þeirra við félagsmenn  og starf þeirra almennt. Forseti Alþjóðasambandsins Jim Boumelha skrifaði opnunarávarp á síðuna og segir þar m.a.: “Þessi nýja síða byggir ekki bara á nýjustu tækni og lítur betur út en sú gamla – það gera flestar nýjar vefsíður - en hún útskýrir líka betur hvað það er sem við erum hvað við gerum og gefur  félagsmönnum sjálfum og starfsemi þeirra aukið vægi.” Sjá síðuna hér
Lesa meira
Blaðamaður á leiðinni til félagsmanna

Blaðamaður á leiðinni til félagsmanna

Nýr Blaðamaður er nú á leiðinni til félagsmanna í pósti. Þar er m.a. fjallað um unga blaðamenn og viðhorf þeirra sem eru í námi í blaða-og fréttamennsku eða fjölmilafræði til starfsins. Þá er áhugaverð grein um Bernadettu Devlin og það, þegar hún kom ekki á Pressuball BÍ.  Þá eru í blaðinu hefðbundnara efni sem og auglýsingar um orlofshús, endurmenntunarsjóð og aðalfund BÍ sem haldinn verður 10 apríl. Sjá rafrænt eintak hér
Lesa meira
DN ætlar að taka gjald inn á vefinn

DN ætlar að taka gjald inn á vefinn

Dagens Næringsliv,  öflugasta viðskiptablað Noregs, hyggst nú um helgina hefja gjaldtöku fyrir aðgang að vef blaðsins. Gjaldtakan hefur verið lengi í undirbúningi stjórnendur telja sig nú loks tilbúna í slaginn.  Aðalritstjóri blaðsins, Armund Djuve segir að gjaldtöku aðferðin sem blaðið hyggist nota sé þannig að áfram verði til ákveðinn hluti af fréttum og umfjöllun ókeypis á vefsetrinu en  gert sé ráð fyrir að notendur muni fljótlega sjá að það sem fæst frítt sé aðeins lítill hluti þess fjölbreytta efnis sem hægt sé að nálgast það.  Hann gerir ráð fyrir að ókeypis hluti netsins verði með frambærilegt efni sem geti þá keppt við aðrar viðskiptasíður á netinu um fréttir og annað, en lesendur muni hins vegar átta sig á að þeir fari á mis við mikið af öflugu og góðu ritstjórnarefni með því að vera ekki í áskrift að öllum pakkanum. Sjá nánar hér    
Lesa meira
Framkvæmdastjórn RÚV sagt upp

Framkvæmdastjórn RÚV sagt upp

Umtalsverðar breytingr munu verða á starfsemi RÚV á næstunni en nýr útvarsstjóri, Magnús Geir Þórðarson, tilkynnti um breytingarnar á fundi með starfsmönnum í morgun.  Auk ýmissa skipulagsbreytinga verður framkvæmdastjórum sagt upp störum.  Rekstrarstaða stofnunarinnar er mun verri en áætlanir gerðu ráð fyrir og var tilkynningu um það send til Kauphallarinnar í gær. Hér má sjá frétt um breytingarHér er tilkynning til Kauphallar
Lesa meira
Orlofshús BÍ um páska

Orlofshús BÍ um páska

Athygli félagsmanna er vakin á því að umsóknarfrestur til þess að sækja um leigu í orlofshúsum BÍ í Stykkishólmi, Brekkuskógi og á Akureyri  um páska 2014 er til fimmtudagsins 20. mars næstkomandi.  Umsóknir sendist á netfangið orlofshus@press.is   Leigutími er frá miðvikudeginum 16. apríl til þriðjudagsins 22. apríl.  Leiguverð er það sama og að sumri, 15 þús. fyrir Litlu-Brekku, 20 þús. fyrir Stóru-Brekku og  28 þús. fyrir Stykkishólm, en þar eru þrif innifalin.
Lesa meira
Dómur gegn DV gerir hutakið

Dómur gegn DV gerir hutakið "opinber persóna" að lykilatriði

Héraðsdómur Reykjavíkur gerir  spurninguna um hver sé „opinber persóna“ að mikilvægu atriði í dómi sem féll í gær.  „Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað DV í meiðyrðamáli Stefáns Einars Stefánssonar fyrrum formanns VR. Stefán Einar stefndi DV fyrir 15 ummæli sem birtust í blaðinu vegna ráðningar Söru Lindar Guðbergsdóttur, sem þá var laganemi, í yfirmannsstarf hjá VR,“ segir í frétt DV um þessi málaferli. Blaðið bendir enn fremur á að Sara Lind hafi stefnt blaðinu vegna sömu ummæla og fengið tvö af ummælunum 15 dæmd ómerk þar sem hún er ekki „opinber persóna“. Ummælin sem hér um ræðir eru:  „Ólga vegna ástkonu“ og „Laganemi gerður að yfirmanni“. Sjá frétt DV hér Sjá dóm Héraðsdóms hér          
Lesa meira
Norðurlönd í stafrænni Evrópu

Norðurlönd í stafrænni Evrópu

Umsóknarfrestur fyrir 3ja vikna námskeið í Blaðamannaskólanum í Árósum (NJC) sem haldið verður í haust er til 4. maí næstkomandi. Félagar í BÍ geta sótt um vist og fengið stuðning til fararinnar frá Endurmenntunarsjóði BÍ.  Um er að ræða 3ja vikna námskeið frá 13. - 31. október 2014. Námskeiðið  ber yfirskriftina „Norðurlöndin í stafrænni Evrópu“  og þar verður tekist  á við þær miklu breytingar sem eru að eiga sér stað í fjölmiðlum og ferðast verður frá Árósum  til Strassborgar og þaðan til Stokkhólms. Sjá nánar hér  
Lesa meira
Tilkynning

Aðalfundur 2014

Aðalfundur Blaðmannaféalgsins verður haldinn 10. apríl 2014 að Síðumúla 23 kl 20:00   Dagskrá fundarins: Venjuleg aðalfundarstörfSkýrslur frá starfsnefndumKosningar*Önnur mál *Framboð til formannsBÍ þarf að berast skrifstofu BÍ ekki síðar en viku fyrir boðaðan aðalfund.   BÍ félagar eru hvattir til að mæta    
Lesa meira