Fréttir

Kristín Þorsteinsdóttir verður útgefandi 365

Kristín Þorsteinsdóttir verður útgefandi 365

Kristín Þorsteinsdóttir hefur verið ráðinn útgefandi hjá fjölmiðlafyrirtækinu 365. Þetta er nýtt starf. Kristín hefur verið í stjórn fyrirtækisins og hættir þar, en Kristín hefur margháttaða reynslu af fjölmiðlun og blaðamennsku, en hún hefur verið starfað sem blaða- og fréttamaður og auk þess verið upplýsingafulltrúi og starfaði m.a. hjá Baugi um skeið.  Kristín hefur m.a. gegnt trúnaðarstörfum fyrir BÍ, og var í verðlaunanefnd Blaðamannaverðlauna fyrir nokkrum árum. Í tilkynningu fyrirtækisins segir m.a. : "Útgefandi er yfirmaður fréttastofu og ber ábyrgð á störfum hennar gagnvart forstjóra, Sævari Frey Þráinssyni. Mikael Torfason aðalritstjóri mun áfram stýra daglegum rekstri fréttastofu ásamt Ólafi Stephensen ritstjóra og er því ekki um neina breytingu að ræða á störfum þeirra eða ritstjórnarlegu sjálfstæði fréttastofu." Nánar er gerð grein fyrir tilkynningu fyrirtækisins um málið á visi.is en þá umfjöllun  má sjá hér.
Lesa meira
Jim Boumelha formaður IFJ

IFJ: Hættið árásum á blaðamenn á Gaza

Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) hefur ítrekað ákall sitt um að ísraelski herinn hætti nú þegar árásum á blaðamenn og fjölmiðlafyrirtæki á Gaza og kemur þessi itrekun nú í kjölfar þess að í gær skaut ísraelsk herþota á aðalstöðvar Aljazeera sem staðsettar eru í Al-Jala – turninum í Gazaborg. Þurftu fjölmiðlamenn að yfirgefa bygginguna en ekki varð mannfall þar. „Eftir því sem dagarnir líða fréttum við af sífellt fleiri tilvikum þar sem blaðamenn sem eru að vinna á Gaza verða fyrir áreitni, árásum, hótunum og eru jafnvel myrtir,“ segir Jim Boumelha formaður IFJ. „Of margir blaða- og fjölmiðlamenn hafa nú þegar særst eða týnt lífnu við skyldustörf og ef þetta ofbeldi heldur áfram er víst að enn fleiri líf munu glatast. Stjórnvöld í Ísrael verða að hemja hernaðaraðgerðir sínar og binda enda á þessa misnotkun valds nú þegar,“ segir Boumelha enn fremur.  Sjá einnig hér  
Lesa meira
Per Edgar Kokkvold

Stríðið fyrir botni Miðjarðarhafs framkallar umræðu um tjáningu blaðamanna á skoðunum sínum

Ástandið á Gaza hefur víða orðið tilefni umræðu um blaðamennsku, og þá sérstaklega hlutlægni og jafnvægi í fréttaflutningi.  Víða hafa ásakanir komið fram um að blaðamenn dragi heldur taum Palestínumanna en einnig hefur í umræðunni verið áberandi að reynt sé a ritstýra umfjöllun blaðamanna á alþjóðlegaum bandarískrum fréttastofum. Skemmst er að minnast þess að fréttamenn voru kallaðir heim af vettvangi, blaðamenn sem þótt hafa draga upp of neikvæða mynd af Ísrael bæði í fréttamati og í bloggpistlum. Í Noregi er þessi umfjöllun öll mun meira áberandi en á Íslandi og þar hafa skoðanir verið mjög skiptar á umfjöllum fjölmiðla, sérstaklega NRK, sem þykir vera mjög höll undir málstað Palestínumanna. Þó er rétta ð halda til haga að gagnrýni hefur komið úr báðum (öllum) áttum.   Fréttamenn hafa tekið þátt í umræðum um umfjöllun sína og er það að hluta til stefna miðlanna sem þeir vinna hjá blaðamenn sé virkir á samfélagsmiðlum.  Nú hefur Per Edgar Kokkvold, fyrrum framkvæmdastjóri Blaðamannafélags Noregs og núverandi formaður í útvarpsráði, kvatt sér hljóðs um þessi mál svo efteir er tekið, en Kokkvold er mjög áhrifamikill í fjölmiðlaumræðu í Noregi. Í viðtali við Dagen segir hann það orka tvímælis að blaðamenn sem eru að skrifa um tiltekin mál séu að tjá sig með ítarlegum hætti um þau málefni sem þeir eru að fjalla um og taka afstöðu.  Eðlilegt sé að þeir tjái sig um ýmislegt í tengslum við vinnslu mála og tæknileg atriði við fréttaöflun en spurning varasamt geti verið að lýsa yfir afgerandi skoðunum – enda geti slíkt veikt trúverðugleika fréttaumfjöllunar. Hann kallar eftir umræðu um hvar þessu mörk eigi að liggja, hversu langt blaðamenn eigi að ganga í að lýsa skoðunum sínum á samfélagsmiðlunumog á opinberum vettvangi. Í viðtalinu segir hann:  „Allar ritstjórnir leggja áherslu á gagnvirkni milli ritstjórna og lesenda, áhorfenda eða hlustenda. En ég held að þetta geti gengið of langt. Hlutverk okkar sem blaðamanna er ekki að þjóna áhorfendum eða hlustendum með þessum hætti. Ef við gerum okkur að þrælum almenningsálits er það ekki síður hættulegt en að vera þrælar stjórnmálaflokkanna.“ Sjá einnig hér og  hér  
Lesa meira
Niðurskurður og breytingar hjá BBC

Niðurskurður og breytingar hjá BBC

Fréttahluti BBC þarf að skera niður sem nemur 415  af núverandi  stöðugildum  í stórfelldri sparnaðaráætlun sem framkvæmdastjórinn James Harding hefur tilkynnt um.  Hér er um að ræða hluta af aðgerð sem á að skila 800 sterlingspunda sparnaði en slíkt er sagt nauðsynlegt til að mæta frystingu afnotagjalda árið 2010. Þessi sparnaður á fréttastofum á að skila 48 þúsund punda sparnaði fyrir árið 2017. Nú starfa á vegum fréttadeilda BBC um 8.400 manns þar af um 5.000 blaðamenn sem eru ýmist staðsettir í London og vítt um Bretlandi eða annars staðar í heiminum.  Þá er stefnan sett á að draga verulega úr hefðbundnum fréttaflutningi og láta stofnunina einbeita sér frekar að stafrænni miðlun og nýrri tækni.Á móti þeim 415 núverandi stöðugildum sem leggja á niður munu sköpuð um 195 ný stöðugildi á sviði nýmiðlunar, þannig að raunfækkin starfa verður 220 stöðugildi.  Sjá meira hér  
Lesa meira
Mótmæla upplýsingalöggjöf í Bretlandi

Mótmæla upplýsingalöggjöf í Bretlandi

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) gagnrýndi í gær bresk stjórnvöld harðlega fyrir að þrýsta í gegn lögum í miklum flýti sem lúta að meðferð upplýsinga og varðveislu þeirra. Með þessu geta stjórnvöld nú fengið meiri aðgang að persónuupplýsingum einstaklinga og viðkvæmum gögnum sem blaðamenn eru að vinna með.  „Það er áfall að sjá bresk stjórnvöld þvinga í gegn lög sem hafa í raun verið nýlega gerð ómerk af Evrópustómstóli,“ segir Ricardo Gutierrez framkvæmdastjóri EFJ.  „Við höfum mjög miklar áhyggjur af því að svona íþyngjandi lagasetning muni brjóta á friðhelgi einkalífs borgara auk þess sem blaðamenn sem iðulega þurfa að vernda viðkvæmar upplýsingar eru settir í mjög erfiða stöðu,“ segir Gutierrez ennfremur.  EFJ er í þessu að fylgja eftir fyrri mótmælum NUJ, breska Blaðamannasambandsins, sem hefur lagst gegn þessum lagabálki af miklum þunga. Sú aðgerð Evrópudómstóls sem Gutierrez  nefnir hér að ofan vísar í ákvörðun Mannréttindadómstóls  ESB sem úrskurðaði í apríl að tilskipun framkvæmdastjórnar ESB um varðveislu upplýsinga   (Directive 2006/24/EC) væri ógild þar sem hún bryti í bága við persónuverndarákvæði í mannréttindalögum. Sömuleiðis kom fram í úrskurði dómsins að tilskipunin tryggði ekki að ákvæði hennar yrðu ekki misnotuð eða að óviðkomandi gætu komist að viðkvæmum upplýsingum.  Bresku lögin byggja hins vegar á þessari tilskipun. Sjá meira hér Sjá athugasemdir NUJ hér    
Lesa meira
Mads Storvik  er nýr yfirmaður hjá Nationen og hefur leitað nýrra leiða í tekjuöflun. Mynd: Jouranli…

Norðmenn ræða seldar umfjallanir

Meðal norskra blaðamanna er nú umræða um kostun efnis í miðla, en slíkt hefur tíðkast nokkuð hér á landi í dagblöðum, einkum fríblöðum og tímaritum. Er þá um að ræða umfjöllun  sem greitt er fyrir um tiltekin fyrirtæki , vörur eða þjónustu. Þrátt fyrir að slíkt efni hafi útlit og yfirbragð ritstjórnarefnis er í raun um auglýsingar að ræða og hefur slíkt efni því alla jafnan verið merkt sérstaklega sem „kynning“ eða eitthvað slíkt. Fréttablaðið tók mjög afgerandi skref fyrir nokkrum misserum þegar slíkt efni var alfarið fært undir markaðsdeild fyrirtækisins og þeir sem unnu slíkt efni  ekki skilgreindir sem hluti af ritstjórn. Þetta átti að gera mörk auglýsinga og efnis skýrari. Í Noregi er verið að útfæra þessar hugmyndir m.a. hjá vefsíðu blaðsins Nationen, sem er eins konar landsdekkandi Bændablað,  en þar hefur fyrirtækjum verið boðið að vinna efni/umfjöllun sem síðan er sett inn á vefinn þannig að það hefur á sér yfirbragð ritstjórnarefnis. Hins vegar er efnið merkt með skiltum bæði á undan umfjölluninni og eftir umfjöllun sem kynningarefni, og telja forsvarsmenn miðilsins að þar með sé komið í veg fyrir að reglur um  "kynningar innsetningar“  á vörum og um kostun í myndskeiðum  séu brotnar og að komið sé fram gagnvart lesendum af hreinskilni.  Þetta  hefur mælst misjafnlega fyrir meðal blaðamanna, sem margir telja sífellt verið að þrengja að siðferðilegum gildum um sjálfstæða blaðamennsku, en á móti er bent á að þarna fáist nauðsynlegir auglýsingapeningar í rekstur fyrirtækjanna. Sjá m.a. hér          
Lesa meira
Sókn á netinu en viðspyrna í prenti

Sókn á netinu en viðspyrna í prenti

Þrátt fyrir að rúmlega 30 milljón punda tap hafi orðið á fjölmiðlasamsteypunni Guardian News & Media í Bretlandi sem gefur út TheGuardian / The Obesrver og vefinn guardian.com  á fyrsta ársfjórðungi þess árs vekur athygli að tekjur fyrirtækisins hafa aukist um tæp 7% miðað við sama tíma í fyrra.  Rekstur prentútgáfunnar er nánast á pari og 24% aukning varð í tekjum af netútgáfunni. Sérstaka athygli vekur viðspyrnan í prentmiðlunum en í þeim geira útgáfunnar er þróunin almennt frekar niður á við. Sjá einnig hér      
Lesa meira
Skýrsla frá heimsþingi IFJ aðgengileg

Skýrsla frá heimsþingi IFJ aðgengileg

Fundargerð/skýrslan frá heimsþingi Alþjóða blaðamannasambandsins (IFJ) sem haldið var í Dublin í fyrra sumar er nú aðgengileg á vef sambandsins. Í skýrslunni er að finna ítarlega samantekt á umræðum og atburðum þingsins auk þeirra ályktana og tillagna sem saþykktar voru. Jafnframt er þar að finna starfsáætlun sambamandsins.   Smellið hér til að lesa skýrsluna  
Lesa meira
Belgar kaupa Berlinske

Belgar kaupa Berlinske

 Fjölmiðlafyrirtækið danska, Berlinske Media, hefur nú  skipt um eiganda, en fjölskyldufyrirtækið og útgáfurisinn frá Belgíu, De Pergroep,  hefur keypt fyrirtækið af breska fyrirtækinu Mecom Group sem átt hefur Belinske frá 2006. Samhliða kaupir De Pergroep annað stórt fjölmiðlafyrirtæki af Mecom, en það er hollenska fyrirtækið Wegener. Þar með á Mecom, sem verið hefur stór spilari á fjölmiðlamarkaði undanfarin ár, aðeins eitt fölmiðlafyrirtæki eftir, Media Groep Limburg. Fréttir herma að til standi að selja það fyrirtæki líka og þar með hverfur Mecom af þessu sviði. Kaupverð Berlinske er rúmlega 1,8 milljónir danskra króna og fylgir öll starfsemi fyrirtækisins með í kaupunum.  Sjá einnig hér
Lesa meira
Eiríkur á Séð og heyrt

Eiríkur á Séð og heyrt

 Eiríkur Jónsson mun taka við ritstjórn Séð og heyrt, en áður var Eiríkur ritstjóri það um þriggja ára skeið til 2010.  Vísir greinir frá
Lesa meira