Fréttir

Mannréttindadómstóll Evrópu í Strassborg

Áfangasigur fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu

 Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) og Evrópusamband blaðamanna (EFJ) hafa fagnað niðurstöðu  Mannréttindadómstóls Evrópu að taka til efnismeðferðar fyrir aðaldómstólnum mál finnska ljósmyndarans Markusar Pentikäinen. Markus Pentikäinen var dæmdur af finnskum dómstólum fyrir að hunsa tilmæli lögreglu þegar verið var að rýma svæði vegn mótmæla vegna Asíska-evrópska fundarinw (Asem) sem haldinn var árið 2006, en þá var hann að ljósmynda mótmælin. Það er   Blaðamannafélagið í Finnlandi sem stendur í málarekstrinum fyrir hönd Markusar Pentikäinen gegn finnska ríkinu. Þessi niðurstaða er talinn áfangasigur fyrir málstað blaðamanna í málinu. Sjá hér  
Lesa meira
Breytingar víða hjá blaðamönnum í Noregi

Breytingar víða hjá blaðamönnum í Noregi

Nokkur urgur er í starfsfólki Aftenposten í Noregi vegna áforma stjórnenda um breytt vinnubrögð á ritstjórninni og breytinga í vinnuskipulagi og þar með launamálum.  Tilkynnt hefur verið að starfsmenn verði boðaðir í viðtöl og farið yfir  fyrirhugaðar breytingar og kallað eftir því hvort áhugi sé fyrir áframhaldandi starfi á nýum forsendum eða hvort fólk vilji ræða möguleikann á einhvers konar starfslokasamningum. Víða á fjölmiðlum í Noregi eru menn nú að ræða um atvinnuöryggi og launamál en rekstur margra fjölmiðla  hefur verið erfiður. Sjá meira hér  
Lesa meira
Nordicom auglýsir eftir framkvæmdastjóra

Nordicom auglýsir eftir framkvæmdastjóra

Nordicom hefur auglýst eftir framkvæmdastjóra/forstöðumanni í 100% starf. Nordicom er  félagsskapur á  vegum Norrænu ráðherranefndarinnar um fræðilegar rannsóknir á sviði fjölmiðla og boðmiðlunar sem starfar í tengslum við Gautaborgarháskóla. Nordicom safnar saman upplýsingum um rannsóknir í fjölmiðlun á Norðulöndum og Evrópu og birtir fræðigreinar í samnefndu tímariti sínu, Nordicom Review.   Nánari upplýsingar um stöðuna og starfsskilyrði er að finna hér   
Lesa meira
Gagnrýna harðlega viðmiðunarreglur ESB um tjáningarfrelsi

Gagnrýna harðlega viðmiðunarreglur ESB um tjáningarfrelsi

Evrópusambandið samþykkti fyrr í mánuðinum viðmiðunarreglur um tjáningarfrelsi - bæði almennt og og á netinu - en bæði Evrópusamband blaðamanna (EFJ), Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) og ýmis mannréttindasamtök sem láta sig tjáningarfresli varða höfðu eingdregið hvatt til þess að þessar viðmiðunarreglur yrðu skoðaðar betur áður en þær tækju gildi.  Ástæðan er sú að þessi samtök telja viðmiðunarreglurnar ekki tryggja  rétt almennings og blaðamanna að upplýsingum sem skipta máli. „Það er hneykslanlegt að Evrópusambandið skuli taka upp og samþykkja viðmiðunarreglur um tjáningarfrelsi sem standast ekki alþjóðlega viðurkennda staðla,“ segir Jim Boumelha, forseti IFJ.  „Að í þessum relgum skuli menn láta undir höfuð leggjast að tryggja rétt til upplýsinga og ekki heldur fjalla um hlutverk blaðamanna og samtaka þeirra í að tryggja fagleg skilyrði blaðamennsku hlýtur að teljast grundvallarveikleiki sem sem dregur úr ávinningi þeirrar þróunar sem orðið hefur á undanförnum árum varðandi rétt almennings og blaðamanna til upplýsinga,“ segi Boumelha ennfremur.  Sjá nánar hér  
Lesa meira
Stuttmynd frá vinnustofu um öryggi blaðamanna

Stuttmynd frá vinnustofu um öryggi blaðamanna

 Alþjóða blaðamannasambandið hefur gert stuttmyn um vinnustofu um öryggi blaðamanna en vinnustofan var haldin á ráðstenfu UNESCO  í París í tilefni af alþjóðlegum degi fjölmiðlafrelsins þann 6 maí síðast liðinn. Alþjóðasambandið notað þessa ráðstefnu til þess að hvetja ýmsar alþjóðastofnanir til að aðstoða við að gæta réttinda og öryggis blaðamanna og starfsmanna fjölmiðla og koma í veg fyrir að stjórnvöld víða um heim láti vera að refsa fyrir ofbeldisverk gegn fjölmiðlafólki. Sjá myndina hér  
Lesa meira
Anthony Lloyd var illa farinn eftir meðferðina hjá uppreisnarmönnunum.

Mótmæla hrottalegri meðferð breskra blaðamanna í Sýrlandi

Bæði IFJ, Alþjóðasamband blaðamanna og EFJ Evrópusamband blaðamanna hafa fordæmt  sérstaklega hrottalega meðferð á tveimur breskum blaðamönnum og aðstoðarmanni þeirra sem rænt var af uppreisnarmönnum í Sýrlandi í síðustu viku. „Þetta var gjörsamlega yfirgengilegt og hlýtur að hafa verið mikil þolraun fyrir blaðamennina sem í þessu lentu og það var mikill léttir að frétt að þeir hefðu sloppið úr prísundinni,“ segir Jim Boumelha, forseti IFJ. Blaðamennirnir Anthony Lloyd  hjá Times og ljósmyndarinn Jack Hill  höfðu verið nokkra daga í fréttaferð í  borginni Aleppo og voru á bakaleið til tyrknesku landamæranna þegar uppreisnarmenn stöðvuðu bíl þeirra og Lloynd var bundinn fastur við aftursæti bifreiðarinnar en Hill og aðstoðarmanni þeirra var þröngvað ofan í farangursgeymsluna. Þeir voru síðan fluttir í vöruskemu í bænum Tall Rifat þar sem þeir vor barðir.  Hill og aðstoðarmaðurinn reyndu að flýja en það mistókst og var Hill þá barinn til óbóta en Lloyd skotinn í fæturna til að koma í veg fyrir að hann reyndi að flýja líka.   Á endanum var þeim þó sleppt og þeim komust til Tyrklands eftir að hafa fengið aðhlynningu á sjúkrahúsi. Sjá einnig hér  
Lesa meira
Blaðamannaminni á press.is

Blaðamannaminni á press.is

Hér á vef  Blaðamannafélags Íslands, press.is, má nú finna Blaðamannaminni, yfirlit yfir íslenska blaðamenn allt frá upphafi blaðaútgáfu á Íslandi 1773 fram til ársins 1960. Yfirlit þetta telur alls tæpa 200 blaðamenn og eru þar sögð helstu deili á þeim ásamt tenglum á ýmis konar ítarefni um þá  er finna má á vefnum. Tilefni þess að ráðist var í þessa samantekt er að í skjölum Blaðamannafélagsins hjá Landsbókasafni frá því um miðbik síðustu aldar er að finna drög að blaðamannatali, sem unnið var að á árunum milli 1950 og 1960 en varð þó aldrei lokið. Fram kom í fundargerðum að það var jafnframt draumur þeirra sem að þessu verki stóðu að hægt yrði þar að bæta við blaðamönnum frá fyrri tíma en úr því varð ekki. Með Blaðamannaminnum er reynt að bæta úr þessu en ofmælt er að nefna það blaðamannatal í eiginlegri merkingu vegna þess að það lýtur á að mjög takmörkuðu leyti kröfum um staðlaðar upplýsingar slíkra stéttartala. Ekki er heldur nógsamlega tryggt að yfirlitið geti talist fyllilega tæmandi m.a.  vegna þess  verulegar eyður eru í sögu og fundargerðum félagsins fyrir miðja síðustu öld. Þó hefur verið reynt að að grafast fyrir um sem flesta þá sem komu í einhverjum mæli að blaðamennsku á nefndu tímabili frá 1773 fram á árið 1960. Engu að síður á skilgreiningin yfirlit hér betur við heldur en blaðamannatal vegna þeirra annmarka sem eru á samantektinni. Þess er þó vænst að sækja megi nokkurn fróðleik í þetta yfirlit, jafnframt því sem ábendingar og athugasemdir með viðbótum og lagfæringum eru vel þegnar. Ekki er heldur búið að komast fyrir óverulega tæknilega hnökra í stöku tenglum en það stendur vonandi allt til bóta.  Björn Vignir Sigurpálsson gerði nánari  grein fyrir tilurð og aðferðarfræði þessarar samantektar í félagsriti BÍ,  Blaðamanninum í desember 2013 á bls. 20.      
Lesa meira
Mikið tap hjá Amedia í Noregi

Mikið tap hjá Amedia í Noregi

Amedia fjölmiðlasamsteypan í Noregi sem gefur úr um 70 dagblöð á héraðsvísu og staðbundið og rekur fjölda netmiðla og nær til um 2,5 milljóna Norðmanna á dag, hefur birt afar svartar afkomutölur fyrir fyrsta ársfjórðung þessa árs. Tapið er mest í dagblaðarekstri og nemur tekjusamdrátturinn um 50 milljónum norskra króna. Þessi  staða hefur valdið talsverðum umræðum og óttast ýmsir að til viðbótar niðurskurðar frá því sem verið hefur á undanförnum mánuðum og misserum á ritstjórnum verði gripið. Amedia varð til sem fjölmiðlasamsteypa árið 2012 þegar A-pressen keypti Edda Media af breska fjölmiðlafyrirtækinu Mecom.  Sjá meira hér  
Lesa meira
BÍ fordæmir aðför að trúnaðarsambandi við heimildarmenn

BÍ fordæmir aðför að trúnaðarsambandi við heimildarmenn

 Blaðamannafélag Íslands fordæmir aðför lögregluyfirvalda að trúnaðarsambandi blaðamanna og heimildarmanna þeirra og lýsir furðu sinni á að slíkar aðgerðir skuli teljast gjaldgengar  í upphafi 21. aldarinnar þrátt fyrir skýr ákvæði laga um vernd heimildarmanna og ákvæði stjórnarskrár og mannréttindasáttmála Evrópu um tjáningarfrelsi.  Tilraunir lögregluyfirvalda til þess að draga blaðamenn fyrir dómara lýsa mikilli vanþekkingu á trúnaðarsambandi blaðamanna og heimildarmanna þeirra.  Það trúnaðarsamband er einn af hornsteinum tjáningarfrelsisins og forsenda þess að fjölmiðlar geti sinnt aðhaldshlutverki sínu í lýðræðissamfélagi nútímans, enda augljóst að geti heimildarmaður ekki treyst fortakslausri þagmælsku blaðamanns um heimildir sínar yrðu það endalok nafnlausra heimilda og þess aðhalds sem slíkar upplýsingar veita, meðal annars stjórnvöldum á hverjum tíma.  Blaðamannafélag Íslands treystir á að íslenskir dómstólar standi vörð um rétt blaðamanna til að halda heimildarmönnum sínum leyndum.  Geri þeir það ekki er það eftir sem áður skylda blaðamanna að virða trúnað við heimildarmenn.  
Lesa meira
Siðferðileg og lagaleg álitamál frétta af lekamáli

Siðferðileg og lagaleg álitamál frétta af lekamáli

Guðmundur Heiðar Frímannsson, prófessor í heimspeki við Háskólann á Akureyri var í viðtali í Sjónmáli á Rás 1 RÚV í gær. Þar ræddi hann ýmis siðferðileg og lagaleg atriði varðandi blaðamennskuna í tengslum við hið svokallaða "Lekamál" í innanríkisráðuneytinu.  Guðmundur kom m.a. inn á ójafnvægið í sambandi ríkisvaldsins og hælisleitenda, skyldur blaðamanna til að segja frá málum er varða almenning, hvernig fjölmiðlar beri ábyrgð á því efni sem þeir kjósa að segja frá og mikilvægi trúnaðar við heimildamenn. Hann dró líka athygli manna að því hvernig sumir þessara þátta birtast í dómi bæði undirréttar og Hæstaréttar. Sjá viðtal við Guðmund hérSjá dóm Héraðsdóms og Hæstaréttar hér
Lesa meira