Times gagnrýnt fyrir að vilja ekki birta auglýsingu gegn Hamas

The Times í Bretlandi sætir nú nokkurrri gagnrýni fyrir að vilja ekki birta auglýsingu í blaðinu þar sem Hamas samtökin eru gagnrýnd.  Fullyrt er að með þessu sé blaðið að taka þátt í mikilli bjögun á umfjöllum breskra miðla um málefni Gaza þar sem Ísrael er látið líta illa út.   Í auglýsingunni tala Elie Wiesel, Nóbelsverðlaunahafi og Shmuley Boteach, bandarískur rabbíi til lesenda og skora á Hamas samtökin að hætta að nota saklaus börn sem skildi fyrir hermenn sína.

Auglýsingi hefur verið birt í ýmsum bandarískum stórblöðum og Guardian mun hafa fallist á að birta hana eftir helgina.

Sjá meira hér