Átak til aðstoðar blaðamönnum á Gaza

Húsarústir í Gazaborg eftir sprengingar
Húsarústir í Gazaborg eftir sprengingar

Alþjóðasamband blaðamanna (IFJ) hefur sent út ákall til blaðamannafélaga vítt um heim um að styðja sérstakt samstöðuátak sem ýtt hefur verið úr vör til að aðstoða fjárhagslega blaðamenn á Gaza, sem eru í mikilli þörf fyrir hjálp. Alþjóða blaðamannasambandið segir að hið takmarkaða vopnahlé sem nú er í gildi kunni að koma í veg fyrir frekari blóðsúthellingar en fjöldi blaðamanna og fjölskyldur þeirra séu heimilislaus eftir að sprengjuárásir sem jafnað hafi hús þeirra og eigur við jörðu. Samkvæmt Blaðamannasambandi Palestínu, sem er aðili að IFJ eru í það minnsta 42 blaðamenn og fjölskyldur þeirra á vergangi á Gaza, heimili14 þeirra eru gjörónýt og þurfa þeir að finna eitthvað neyðarskýli. 
  Sjá nánar hér