Pressukvöld:Sviptingar á fjölmiðlamarkaði

Síðustu mánuðurnir og misserin hafa einkennst af miklum sviptingum á fjölmiðlamarkaði. Það er því miður ekki nýtt því starfsmenn fjölmiðlafyrirtækja hafa búið við einstakt óöryggi í starfsumhverfi sínu, ekki hvað síst í aðdraganda og eftirmálum hrunsins, þó sviptingar hafi alla tíð einkennt þennan starfsvettvang.

Undanfarið hefur fjármögnun Ríkisútvarpsins verið í brennidepli og horfir þar til mikils niðurskurðar. Átök hafa verið um eignarhald á DV og öflugir fjölmiðlamenn hrökklast þaðan í burtu og eru með í undirbúningi stofnun nýs fjölmiðils. Þá hafa líka verið breytingar á 365 miðlum bæði í hópi stjórnenda og blaðamanna þar.

Blaðamannafélag Íslands og Félag fréttamanna standa í sameiningu fyrir pressukvöldi þar sem þessi atriði og önnnur þeim tengd verða til umfjöllunar. Pressukvöldið verður haldið á Kornhlöðuloftinu í Bankastræti næstkomandi þriðjudag 20. janúar 2015 og hefst klukkan 20.00. Frummælendur verða:

Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri RÚV
Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi DV og Pressunar
Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar 
Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar

Fundarstjóri verður Sigríður Hagalín Björnsdóttir, varafréttastjóri RÚV.

 Að loknum framsögum verða umræður. Gert er ráð fyrir að pressukvöldinu ljúki um 22.30.