Réttindi og störf í blaðamennsku

„Réttindi og störf í blaðamennsku” er yfirskrift nýs átaks sem Evrópusamband blaðamanna (EFJ) og nokkur blaða- og fjölmiðlamannasamtök í Evrópu eru að hrinda af stað.  Framkvæmdastjórn þessa átaks sem samanstendur af fulltrúum þátttökusamtakanna, kom saman í síðustu viku til að fara yfir hvaða ráðum hægt sé að beita til að bæta og tryggja möguleika blaðamannafélaga til að standa vörð um fagleg réttindi blaðamanna og ná með fagfélagsleg skilaboð til nýs fjölmiðlafólks.  

Á næstu tveimur árum stendur m.a. til að skipuleggja fjórar vinnustofur þar sem þessi mál verða krufin og undirbúnar aðgerðir á fjórum sviðum.  Þessi svið eru:

a. Að þróa leiðir til að ná til breiðari hóps fjölmiðlafólks en áður hefur verið gert, og marhópar í því sambandi eru ungt fólk,  konur og fjölmiðlafólk sem ekki er að vinna á hefðbundnum miðlum.

b. Að bæta lagalega þekkingu og lagalegar bjargir fjölmiðla þegar kemur af viðurkenndum félagslegum og efnahagslegum réttindum og styrkja þessi réttindi gagnvart fjölmiðlafólki.

c. Að berjast gegn óréttlátum starfs- og ráðningarsamningum sem svipta fjölmiðlafólk rétti til höfundagreiðslna fyrir verk þess.

d. Að styrkja stöðu blaðamannafélaga til gera samninga fyrir fjölmiðlafólk sem er lausamenn eða sem starfar í óhefðbundinni fjölmiðlun.

Evrópusambandið (EFJ) hyggst gefa út handbók þar sem safnað verður saman góðum fordæmum á þessu sviði  og teknar verða saman niðurstöður og ábendingar sem koma út úr vinnustofunum fjórum.

Meira hér