EFJ kvartar til Umboðsmanns ESB vegna TTIP

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) í samstarfi við nokkur önnur  borgarasamtök lagði í gær fram kvörtun til umboðsmanns Evrópusambandsins  vegna stjórnsýslu Framkvæmdastjórnar ESB varðandi aðgang að upplýsingum um Viðskiptaviðræður ESB og BNA, svokallaðar TTIP viðræður. Er í kvörtunin fagnað afskiptum umboðsmanns af upplýsingagjöf um viðræðurnar en bent á að upplýsingagjöfin sé hvergi nærri nægjanleg og svari ekki þeim óskum og beiðnum um skjöl sem lagðar hafa verið fram.
Sjá einnig hér