Pew í BNA: Hvítir, karlar og repúblikanar líklegri til að telja birtingu skopmyna í lagi

Samkvæmt skoðanakönnun sem Pew rannsóknarstofnunin gerði í lok janúar í Bandaríkjunum höfðu um þrír af hverjum fjórum Bandaríkjamönnum (76%) heyrt um árásina á í París.  Af þeim sem höfðu heyr um árásina taldi ríflegur meirihluti eða um 60% svarenda að það hefði verið í lagi hjá tímaritinu að birta skopmyndir af Múhameð spámanni  en næstum þrír af hverjum tíu (28%) töldu að það hefði ekki verið í lagi. Um 12% neituðu að svara.   Í umfjöllun um könnunina segja aðstandendur að í henni endurspeglist aukin spenna í BNA  milli sjónarmiða tjáningarfrelsis og umburðarlyndis gagnvart trúarbrögðum.
Athygli vekur að hvítir karlar og repúblikanar eru líklegri en aðrir til að telja birtingu skopmyndanna í lagi, en konur og litað fólk er síður líklegt til að telja birtinguna í lagi.
Næstum helmingur Bandaríkjamanna (48%) telur – samkvæmt könnuninni – ekki líklegt að árásin á  Charlie Hebdo muni hafa nokkur áhrif á það hvort fjölmiðlar þar vestra birti efni sem telst mógandi fyrir trúarbrögð. Um það bil fjórðungur segir þó (24%) að líklegt sé að árásin munu verða til þess að fjölmiðla birti síður efni sem sé talið er trúarlega móðgandi. Nokkru færri eða um 16% telja að áhrifin muni verða þveröfug og að fjölmiðlar verðir viljugri til að birta slíkt efni.
Sjá einnig hér