TV2 í Danmörku með pósthólf fyrir uppljóstrara

Sjónvarpsstöðin TV2 í Danmörku hefur nú opnað sérstakt dulkóðað pósthólf  fyrir uppljóstrara.  Uppruna gagna sem skilað er í þetta pósthólf mun ekki hægt að rekja og hefur stöðin sett af stað ákveðna kynningarherferð af þessu tilefni og til þess að vinna tiltrú þeirra sem hugsanlega búa yfir upplýsingum sem varða almannaheill en treysta sér ekki til að koma á framfæri undir nafni. Meðal annars hefur TV2 gefið út myndband og sett upp sérstaka síðu þar sem kynning er á mikilvægi og eðli uppljóstrunar. Myndbandið má sjá hér að neðan.

Sjá einnig hér