Norðmenn ræða um að slaka á skilyrðum fyrir félagsaðild að NJ

Talsverð umræða fer nú fram í hópi norskra blaðamanna um hver eigi að vera inntökuskilyrði í Blaðamannafélag Noregs (Norsk Journalistlag). Til þessa hafa verið nokkuð ákveðin og vel skilgreind skilyrði fyrir inngöngu og þar á meðal hefur verið lagt til grundvallar að vilji einstaklingur verða félagi í NJ þurfi viðkomandi að hafa blaðamennsku að aðalstarfi.  Stjórn NJ hefur nú samþykkt að víkka út  skilyrði fyrir inngöngu og sleppa því að gera kröfu um að meðlimir hafi blaðamennsku að aðalstarfi. Þannig gerir tillagan ráð fyrir að nægjanlegt verði að félagi í NJ starfi að eitthvað við blaðamennsku. Samhliða er gerð tillaga um að taka út úr samþykktum félagsins að þeir sem starfa sem upplýsingafulltrúar geti orðið félagar í NJ. Hér á landi eru í gildi svipaðar reglur og Norðmenn ræða nú um að taka upp.

Rétt að geta þess að sá sem gegnur í félagið skuldbindur sig samhliða til að starfa í samræmi við og í þjónustu tjáningarfrelsis og siðareglna  Blaðamannafélags Noregs (Vær Varsom-plakaten).

Sjá einnig hér