Fjölmenni á Pressukvöldi

Björn Ingi Hrafnsson og Magnús Geir Þórðarson. Mynd: sbs
Björn Ingi Hrafnsson og Magnús Geir Þórðarson. Mynd: sbs

 

Fjölmenni var á Pressukvöldi Blaðamannafélags Íslands og  Félags fréttamanna á Kornhlöðuloftinu í Reykjavík í gær. Umræðuefnið var sviptingar á fjölmiðlamarkaði og voru frummælendur þau  Magnús Geir Þórðarson, útvarpsstjóri RÚV, Björn Ingi Hrafnsson, útgefandi DV og Pressunar, Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar  og Elfa Ýr Gylfadóttir, framkvæmdastjóri Fjölmiðlanefndar. Fundarstjóri var Sigríður Hagalín Björnsdóttir, varafréttastjóri RÚV. Að loknum framsöguerindum fóru fram almennar umræður og var spurningum beint til allra frummælenda.  Fjárhagsleg staða fjölmiðla og rekstragrundvöllur til framleiðslu á ritstjórnarefni virtist fundarmönnum nokkuð ofarlega í huga og hvernig unnt væri að búa fjölmiðlum eða sjálfstæðum blaðamönnum umgjörð sem tryggði fjárhaglegan grundvöll fyrir sjálfstæðri blaðamennsku.

pressukvold20151

Elfa Ýr Gylfadóttir og Jón Trausti Reynisson á Pressukvöldinu. Mynd:sbs

presukvol20153

Sigríður Hagalín Björnsdóttir var fundarstjóri. Mynd:sbs