Gríska ríkisútvarpið opnað á ný

Fyrir utan ERT
Fyrir utan ERT

Evrópusamband blaðamanna (EFJ) fagnaði í morgun með  heimamönnum því að gríska ríkisútvarpið ERT var enduropnað eftir að það hafði verið lokað í nákvæmlega tvö ár. Það var 11. júní 2013 sem ERT var lokað og urðu þá 2600 starfsmenn stofnunarinnar atvinnulausir.  Samkvæmt nýlegum yfirlýsingum stjórnvalda er gert ráð fyrir að endurráða flesta starfsmennina sem hættu fyrir tveimur árum, en ýmsir hættu þó störfum og fóru fyrr á eftirlaun.  Alls er búist við að um 1500 manns muni verða endurráðnir en óljóst er enn á hvaða kjörum og með hvaða réttindum.

 Sjá einnig hér