Vilja heiðra hina daglegu blaðamennsku

Christian Jensen ritstjóri Information sést hér afhenda gylltu stunguskólfuna fyrir 2013 til vinning…
Christian Jensen ritstjóri Information sést hér afhenda gylltu stunguskólfuna fyrir 2013 til vinningshafana síðast, þeirra Rune Blichfeldt og Kasper Lövkvist.

 Í Danmörku telja menn ástæðu til að reyna að lyfta upp og draga athygli að því sem gert er vel í blaðamennsku frá degi til dags, því sem kalla mætti hversdagsblaðamennsku, og hafa nú verið útbúnir tveir nýir verðlaunaflokkar í hinum svokölluðu „Stunguskólfu“ blaðamannaverðlaunum til að beina athyglinni að þessum mikilvæga þætti blaðamennskunnar. Stunguskófluverðlaunin hafa verið veitt til  svæðismiðla og staðarmiðla fyrir gagnrýna rannsóknarblaðamennsku. Þessu til viðbótar voru nú einnig veitt verðlaun í tveimur nýjum flokkum sem eiga að heiðra daglega blaðamennsku. Annars vegar er um að ræða flokk hversdagsblaðamennskuverðlauna og hins vegar  flokk umfjöllunar eða ritraðarverðlauna, en þetta er raunar stærsti hluti þeirrar blaðamennsku sem stunduð er á staðbundnum miðlum og raunar flestum miðlum.  Það eru samtök sem kalla sig „Skóflustungu dýpra“ sem standa að þessum verðlaunum og er Bruno Ingimann, aðalritstjóri Midtjyske Medier meðlimur í þeim samtökum. Hann segir: „Nýju flokkarnir eiga að hvetja til jákvæðrar þróunar á gæðablaðamennsku í staðbundnum miðlum. Oft hafa það verið stóru svæðisbundnu miðlarnir sem hafa fengið Skóflustunguverðlaunin en með þessari breytingu vonum við að smærri staðbundnir miðlar sjái tilefni til að reyna sig við verðlaunin.“

Sjá einnig hér