Auglýst eftir tilnefningum til umhverfisverðlauna

Magnús Geir útvarpsstjóri tekur við verðlaununum frá  Sigurði Inga umhverfisráðherra í fyrra.
Magnús Geir útvarpsstjóri tekur við verðlaununum frá Sigurði Inga umhverfisráðherra í fyrra.

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið auglýsir eftir tilnefningum til Fjölmiðlaverðlauna sem afhent verða á Degi íslenskrar náttúru þann 16. September í haust. Samhliða er auglýst eftir tilnefniningum til Náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti.

Fjölmiðlaverðlaunum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins er ætlað að hvetja til hverskyns umfjöllunar um íslenska náttúru, hvort heldur er í því skyni að vekja athygli á einstakri náttúru landsins eða benda á þær ógnir sem steðja að íslenskri náttúru og mikilvægi þess að varðveita hana og vernda til framtíðar.

Óskað er eftir tilnefningum til beggja viðurkenninga í síðasta lagi 16. ágúst 2015. Tilnefningar með rökstuðningi sendist umhverfis- og auðlindaráðuneytinu, Skuggasundi 1, 101 Reykjavík, eða á netfangið postur@uar.is

Í fyrra hlaut  RÚV, hljóðvarp og sjónvarp Fjölmiðlaverðlaunin fyrir ítarlega og vandaða umfjöllun um almannarétt og gjaldtöku fyrir aðgang að náttúruperlum.

Sjá einnig hér og hér