DJ í vill breyta upplýsingalögum

Blaðamannafélagið í Danmörku (DJ) hefur sett af stað herferð þar sem krafist er endurskoðunar á dönsku upplýsingalöggjörinni og hefur félagið tengt herferðina við kosningarnar sem fram fóru þar í landi í síðustu viku. Herferðin gengur út á að aukið verði gegnsæi í stjórnsýslunni og aðgegni  bæði almennings og blaðamanna verði bætt að skjölum og upplýsingum. Þessi herferð Dananna hefur fengið stuðning frá Evrópusambandi blaðamanna (EFJ) sem segir mikilvægt að dönsk stjórnvöld vinni samkvæmt evrópskum viðmiðum um upplýsingagjöf.

 Sjá einnig hér