Tækifæri til að hafa áhrif á nýjan stjórnarráðsvef

Ástæða er til að benda blaðamönnum á tækifæri sem þeim gefst til að hafa áhrif á endurbætur sem nú er verið að gera á stjórnarráðsvefnum, en það er vefur sem blaðamenn þurfa mikið að nota.  Áhrifin geta þeir haft í gegnum könnun sem gerð er í tengslum við breytingarnar.

Á vef forsætisráðuneytisins segir: „Bætt þjónusta við notendur og aukin hagkvæmni eru helstu markmið í vinnu sem hafin er og miðar að því að hleypa um mitt næsta ár af stokkunum nýjum og sameinuðum vef allra ráðuneyta.   Með sameiningu vefjanna batnar aðgengi til muna með því að notendur geta á einum stað sótt upplýsingar og þjónustu á vegum ráðuneyta með auðveldum hætti. Um leið er þess vænst að talsvert hagræði sé af því að viðhalda einum vef, en í dag eru vefir á vegum Stjórnarráðsins á fimmta tug þegar allt er talið.“

Sjá könnun hér

Sjá frétt hér